Alberto Cerri skoraði fyrsta og eina mark afar óspennandi leiks á 4. mínútu. Hann fór síðar meiddur af velli.
Gestirnir frá Napoli héldu boltanum 73 prósent í leiknum en tókst þrátt fyrir það ekki að hnoða í nema 0,51 vænt mark (xG).
Heimamenn Empoli voru í 17. sæti deildarinnar fyrir þennan leik en fóru upp í það 15. með þessum sigri.
Napoli er í 8. sæti, utan efstu sjö sætanna sem gefa þátttökurétt í Meistara-, Evrópu- og Sambandsdeildinni. Liðið hefur aðeins unnið þrjá af síðustu tíu leikjum sínum og hrunið niður töfluna.
Þeir eru tveimur stigum frá Atalanta í 7. sæti, þremur stigum frá Lazio í 6. sæti og sex stigum frá Roma í 5. sæti. Atalanta og Roma hafa leikið tveimur leikjum færra en hin liðin.