Víða blautt í dag og varað við asahláku Lovísa Arnardóttir skrifar 20. apríl 2024 09:15 Það er nauðsynlegt að klæða sig eftir veðri. Vísir/Vilhelm Í dag gengur í sunnan strekking eða allhvassan vind með súld eða rigningu sunnan- og vestanlands. Norðaustan til verður úrkomuminna. Síðdegis bætir í rigningu, og verður talsverð rigning á Vesturlandi. Hiti verður víða fimm til 12 stig, hlýjast í hnúkaþey fyrir norðan og austan. Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út vegna asahláku á Vestan- og Norðanverðu landinu. Viðvörunin tók gildi klukkan sex í morgun og gildir til tvö í nótt. Þar kemur fram að búast megi við miklum leysingum, auknu afrennslu og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Viðvaranir tóku gildi klukkan sex í morgun og gilda til tvö í nótt. Mynd/Veðurstofan Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar kemur fram að samfara svona hlýindum ryðji ár og lækir sig gjarnan. Víða á norðurhelmingi landsins eru vatnsfarvegir ísilagðir. Stundum myndast klakastíflur sem geta valdið staðbundnum flóðum og jafnvel haft áhrif á vegi, ræsi og brýr. Sama á við ræsi og niðurföll í þéttbýli þar sem við á, þá þarf að hreinsa frá svo vatn komist greiðlega í burtu. Í nótt og fyrramálið styttir svo aftur upp. Þá verður yfirleitt bjart á morgun og áttin er suðvestlægari. Á Norðurlandi verður suðvestan hvassviðri eða stormur á stöku stað, en hægari sunnantil. Um kvöldið dregur úr vindi. Kólnar aðeins í veðri. Á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is, kemur fram að víða á landinu sé hálka og hálkublettir. Þá er einnig víða krapi. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag og þriðjudag: Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt og léttskýjað, en skýjað með köflum við vesturströndina. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast á Suðurlandi. Á miðvikudag: Austan 3-8 m/s, en suðaustan 8-13 við suðvesturströndina. Víða bjartviðri, en skýjað með köflum við ströndina sunnantil. Hiti 5 til 0 stig vestanlands, en um frostmark fyrir austan. Á fimmtudag og föstudag: Útlit fyrir norðlæga átt og bjartviðri suðvestanlands, hiti 2 til 8 stig að deginum, en skýjað norðaustantil og stöku él, frost 0 til 6 stig. Nánar á vef Veðurstofunnar. Veður Færð á vegum Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Sjá meira
Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út vegna asahláku á Vestan- og Norðanverðu landinu. Viðvörunin tók gildi klukkan sex í morgun og gildir til tvö í nótt. Þar kemur fram að búast megi við miklum leysingum, auknu afrennslu og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Viðvaranir tóku gildi klukkan sex í morgun og gilda til tvö í nótt. Mynd/Veðurstofan Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar kemur fram að samfara svona hlýindum ryðji ár og lækir sig gjarnan. Víða á norðurhelmingi landsins eru vatnsfarvegir ísilagðir. Stundum myndast klakastíflur sem geta valdið staðbundnum flóðum og jafnvel haft áhrif á vegi, ræsi og brýr. Sama á við ræsi og niðurföll í þéttbýli þar sem við á, þá þarf að hreinsa frá svo vatn komist greiðlega í burtu. Í nótt og fyrramálið styttir svo aftur upp. Þá verður yfirleitt bjart á morgun og áttin er suðvestlægari. Á Norðurlandi verður suðvestan hvassviðri eða stormur á stöku stað, en hægari sunnantil. Um kvöldið dregur úr vindi. Kólnar aðeins í veðri. Á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is, kemur fram að víða á landinu sé hálka og hálkublettir. Þá er einnig víða krapi. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag og þriðjudag: Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt og léttskýjað, en skýjað með köflum við vesturströndina. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast á Suðurlandi. Á miðvikudag: Austan 3-8 m/s, en suðaustan 8-13 við suðvesturströndina. Víða bjartviðri, en skýjað með köflum við ströndina sunnantil. Hiti 5 til 0 stig vestanlands, en um frostmark fyrir austan. Á fimmtudag og föstudag: Útlit fyrir norðlæga átt og bjartviðri suðvestanlands, hiti 2 til 8 stig að deginum, en skýjað norðaustantil og stöku él, frost 0 til 6 stig. Nánar á vef Veðurstofunnar.
Veður Færð á vegum Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Sjá meira