Arteta segir að sigur á Bayern myndi breyta Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2024 15:01 Mikel Arteta er sannfærður um að Arsenal gæti breytt miklu fyrir félagið með því að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar. AP/Matthias Schrader Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar í kvöld myndi breyta öllu fyrir félagið. Arsenal mætir Bayern München í Þýskalandi í kvöld í seinni leik þeirra í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum. Arsenal hefur aldrei unnið Meistaradeildina og þetta tímabil er það fyrsta hjá félaginu í Meistaradeildinni í sjö ár. Arteta var spurður á því á blaðamannafundi hvort að sigur á Bayern í kvöld myndi fara með Arsenal upp á annað stig. Beating Bayern would be transformative for Arsenal - Arteta https://t.co/THKhuPAqKB— ESPN (@espnvipweb) April 17, 2024 „Algerlega. Það yrði ótrúlegt. Ef okkur tekst það á morgun (í kvöld) og komumst í undanúrslitin þá værum við búnir að afreka það sem félaginu hefur ekki tekist í fimmtán ár,“ sagði Mikel Arteta. Hann er á því að slík úrslit myndu breyta öllu fyrir Arsenal. Arteta segir að tapið á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um helgina myndi ekki skipta neinu máli í leiknum í kvöld. „Sá leikur mun ekki hafa nein áhrif á það hvernig þessi leikur fer. Menn þurfa að ná aftur upp einbeitingu, efla sjálfstraustið, traustið og átta sig á því að hvað við þurfum að gera til að komast áfram,“ sagði Arteta. „Ég vil að mínir menn hugsi fyrst og fremst að vera þeir sjálfir. Stundum viltu gera eitthvað en mótherjinn leyfir það ekki. Við erum með það á hreinu hvernig við viljum spila í þessum leik og hvar bestu möguleikarnir á sigri liggja,“ sagði Arteta. „Það er fullt af hlutum sem við getum gert til að skrifa söguna öðruvísi á morgun (í kvöld). Við vitum það og við þurfum mjög góða frammistöðu sem lið og sem einstaklingar til að komast í undanúrslitin,“ sagði Arteta. Leikur Bayern München og Arsenal hefst klukkan 19.00 og verður hann sýndur beint á Vodafone Sport. Leikur Manchester City og Real Madrid verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 en upphitun fyrir leiki dagsins hefst á sömu stöð klukkan 18.35. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Sjáðu hvernig Ísland komst yfir og bjargaði á línu Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Sjá meira
Arsenal mætir Bayern München í Þýskalandi í kvöld í seinni leik þeirra í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum. Arsenal hefur aldrei unnið Meistaradeildina og þetta tímabil er það fyrsta hjá félaginu í Meistaradeildinni í sjö ár. Arteta var spurður á því á blaðamannafundi hvort að sigur á Bayern í kvöld myndi fara með Arsenal upp á annað stig. Beating Bayern would be transformative for Arsenal - Arteta https://t.co/THKhuPAqKB— ESPN (@espnvipweb) April 17, 2024 „Algerlega. Það yrði ótrúlegt. Ef okkur tekst það á morgun (í kvöld) og komumst í undanúrslitin þá værum við búnir að afreka það sem félaginu hefur ekki tekist í fimmtán ár,“ sagði Mikel Arteta. Hann er á því að slík úrslit myndu breyta öllu fyrir Arsenal. Arteta segir að tapið á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um helgina myndi ekki skipta neinu máli í leiknum í kvöld. „Sá leikur mun ekki hafa nein áhrif á það hvernig þessi leikur fer. Menn þurfa að ná aftur upp einbeitingu, efla sjálfstraustið, traustið og átta sig á því að hvað við þurfum að gera til að komast áfram,“ sagði Arteta. „Ég vil að mínir menn hugsi fyrst og fremst að vera þeir sjálfir. Stundum viltu gera eitthvað en mótherjinn leyfir það ekki. Við erum með það á hreinu hvernig við viljum spila í þessum leik og hvar bestu möguleikarnir á sigri liggja,“ sagði Arteta. „Það er fullt af hlutum sem við getum gert til að skrifa söguna öðruvísi á morgun (í kvöld). Við vitum það og við þurfum mjög góða frammistöðu sem lið og sem einstaklingar til að komast í undanúrslitin,“ sagði Arteta. Leikur Bayern München og Arsenal hefst klukkan 19.00 og verður hann sýndur beint á Vodafone Sport. Leikur Manchester City og Real Madrid verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 en upphitun fyrir leiki dagsins hefst á sömu stöð klukkan 18.35.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Sjáðu hvernig Ísland komst yfir og bjargaði á línu Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Sjá meira