Kjósa þarf aftur til biskups Lovísa Arnardóttir skrifar 16. apríl 2024 13:45 Guðrún er prestur í Grafarvogskirkju og Guðmundur í Lindakirkju. Vísir/Einar Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. Samkvæmt reglum um biskupskjör skal kjósa á milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði ef enginn fær meirihluta atkvæða. Það þeirra verður réttkjörinn biskup Íslands sem fær meirihluta úr þeirri kosningu. Verði atkvæði jöfn skal hlutkesti ráða. Samkvæmt tilkynningu á vef Þjóðkirkjunnar er stefnt að seinni umferð kosningar hefjist fimmtudaginn 2. maí kl. 12:00 á hádegi og standi til þriðjudagsins 7. maí kl. 12:00 á hádegi. Atkvæðagreiðslu til biskupskjörs lauk á hádegi í dag. Atkvæðagreiðsla hófst þann 11. apríl. Kosið var á milli þriggja presta sem fengu flestar tilnefningar. Það voru þau Elínborg Sturludóttir, prestur í Dómkirkjunni, Guðmundur Karl Brynjarsson, prestur í Lindakirkju, og Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í Grafarvogskirkju. Guðrún Karls Helgudóttir hlaut 839 atkvæði eða 45,97% Guðmundur Karl Brynjarsson hlaut 513 atkvæði eða 28,11% Elínborg Sturludóttir hlaut 465 atkvæði eða 25,48% Kosið var á milli þeirra Guðmundar Karls Brynjarssonar, prests í Lindakirkju, Elínborgar Sturludóttur, prests í Dómkirkjunni og Guðrún Karls Helgudóttur, prests í Grafarvogskirkju.Vísir/Einar Á kjörskrá voru 2.282 einstaklingar, þar af 167 prestar og djáknar og 2.115 leikmenn. Kosningarétt eiga aðal- og varamenn í sóknarnefndum og allt að sjö kjörfulltrúar úr hverju prestakalli, valdir af sóknarnefnd eða sóknarnefndum. Þá eiga einnig kosningarétt aðrir leikmenn sem eiga sæti á kirkjuþingi. Í tilnefningarferlinu hlaut Guðrún 65 tilnefningar, Guðmundur Karl 60 og Elínborg 52. Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Trúmál Tengdar fréttir Kosning til biskups Íslands hefst á hádegi í dag Kosning til biskups Íslands hefst klukkan 12 í dag og stendur til klukkan 12 þann 16. apríl. 11. apríl 2024 06:19 Biskupsefnin ekki stressuð á krossaskopi RÚV Biskupskjör hefst 11. apríl næstkomandi og gestir Pallborðsins voru þremenningarnir sem tryggðu sér útnefningu þegar tilnefningar fóru fram: Guðrún Karls Helgudóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson og Elínborg Sturludóttir. 26. mars 2024 15:24 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Samkvæmt reglum um biskupskjör skal kjósa á milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði ef enginn fær meirihluta atkvæða. Það þeirra verður réttkjörinn biskup Íslands sem fær meirihluta úr þeirri kosningu. Verði atkvæði jöfn skal hlutkesti ráða. Samkvæmt tilkynningu á vef Þjóðkirkjunnar er stefnt að seinni umferð kosningar hefjist fimmtudaginn 2. maí kl. 12:00 á hádegi og standi til þriðjudagsins 7. maí kl. 12:00 á hádegi. Atkvæðagreiðslu til biskupskjörs lauk á hádegi í dag. Atkvæðagreiðsla hófst þann 11. apríl. Kosið var á milli þriggja presta sem fengu flestar tilnefningar. Það voru þau Elínborg Sturludóttir, prestur í Dómkirkjunni, Guðmundur Karl Brynjarsson, prestur í Lindakirkju, og Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í Grafarvogskirkju. Guðrún Karls Helgudóttir hlaut 839 atkvæði eða 45,97% Guðmundur Karl Brynjarsson hlaut 513 atkvæði eða 28,11% Elínborg Sturludóttir hlaut 465 atkvæði eða 25,48% Kosið var á milli þeirra Guðmundar Karls Brynjarssonar, prests í Lindakirkju, Elínborgar Sturludóttur, prests í Dómkirkjunni og Guðrún Karls Helgudóttur, prests í Grafarvogskirkju.Vísir/Einar Á kjörskrá voru 2.282 einstaklingar, þar af 167 prestar og djáknar og 2.115 leikmenn. Kosningarétt eiga aðal- og varamenn í sóknarnefndum og allt að sjö kjörfulltrúar úr hverju prestakalli, valdir af sóknarnefnd eða sóknarnefndum. Þá eiga einnig kosningarétt aðrir leikmenn sem eiga sæti á kirkjuþingi. Í tilnefningarferlinu hlaut Guðrún 65 tilnefningar, Guðmundur Karl 60 og Elínborg 52.
Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Trúmál Tengdar fréttir Kosning til biskups Íslands hefst á hádegi í dag Kosning til biskups Íslands hefst klukkan 12 í dag og stendur til klukkan 12 þann 16. apríl. 11. apríl 2024 06:19 Biskupsefnin ekki stressuð á krossaskopi RÚV Biskupskjör hefst 11. apríl næstkomandi og gestir Pallborðsins voru þremenningarnir sem tryggðu sér útnefningu þegar tilnefningar fóru fram: Guðrún Karls Helgudóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson og Elínborg Sturludóttir. 26. mars 2024 15:24 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Kosning til biskups Íslands hefst á hádegi í dag Kosning til biskups Íslands hefst klukkan 12 í dag og stendur til klukkan 12 þann 16. apríl. 11. apríl 2024 06:19
Biskupsefnin ekki stressuð á krossaskopi RÚV Biskupskjör hefst 11. apríl næstkomandi og gestir Pallborðsins voru þremenningarnir sem tryggðu sér útnefningu þegar tilnefningar fóru fram: Guðrún Karls Helgudóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson og Elínborg Sturludóttir. 26. mars 2024 15:24