Rödd þjóðarinnar Arnar Þór Jónsson skrifar 16. apríl 2024 12:00 Rauður þráður sem greina má í samtölum við fólk á hringferð okkar er þessi: Störfin eru að hverfa frá minni plássum til stærri bæja. Smærri útgerðarfyrirtæki eru að lognast út af. Atvinnulífið er að verða fábreyttara. Opinber embætti hverfa úr bæjunum. Sækja þarf þjónustu um lengri veg. Þessi lýsing rímar ískyggilega við það sem er að gerast með lýðveldið Ísland í heild: Völdin eru að flytjast úr landi. Lítil og meðalstór fyrirtæki glíma við stöðugt erfiðari rekstrarskilyrði. Stefnumörkun í stórum hagsmunamálum þjóðarinnar flyst í vaxandi mæli út fyrir landsteinana. Löggjöf kemur erlendis frá í pósti. Kjörnir fulltrúar láta erlenda og innlenda embættismenn halda um stýrið í sinn stað. Mannkynssagan kennir okkur m.a. það að þegar valdið verður fjarlægara fólkinu, þá fer auðurinn sömu leið. Vald og auður safnast saman í þungamiðjunni. Eftir situr fólkið í sveitum og smábæjum, fólkið á jaðrinum. Ísland er á jaðri Evrópu og verður alltaf jaðarsvæði í því stóra samhengi. Því er mikilvægt að við stöndum vörð um sjálfstæði okkar. Íslendingar hafa áhyggjur af þróun mála í landinu okkar. Frammi fyrir því ber að minna á að það er þjóðin sjálf sem er hinn sanni valdhafi, ekki þingmenn og ekki ráðherrar. Íslendingar vilja eiga rödd og við verðum að eiga rödd. Forsetinn, sem eini þjóðkjörni fulltrúi almennings, á að vera farvegur fyrir rödd fólksins í landinu og standa vörð um hagsmuni þess. Nú halda fjölmiðlar því fram að stærstur hluti landsmanna hafi gert upp sinn hug vegna forsetakosninganna 1. júní nk. Þetta gera þeir þótt framboðsfrestur sé enn ekki útrunninn og þrátt fyrir að þjóðin hafi enn ekki fengið að tjá sig beint. Kristalskúlur fjölmiðlanna ráða ekki úrslitum í kosningum. Kosningar verða ekki útkljáðar áður en formleg kosningabarátta hefst. Í lýðræðisríki verða allir frambjóðendur að fá að kynna sig á stóra sviðinu áður en gengið verður til atkvæða. Hringferð okkar hjónanna um landið er farin í þeim tilgangi að eiga samtal við Íslendinga, sjá fólkið og heyra hvað því liggur á hjarta. Okkur er annt um þjóðina og landið okkar. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa öðrum að vaxa. Vöxtur einstaklinganna og vöxtur samfélags er bestur þegar hann kemur innan frá og út. Komandi forsetakosningar snúast um fullveldi þjóðarinnar. Fullveldið verður best tryggt með því að efla fólkið í landinu, styrkja innviði Íslands og styrkja þannig samfélag okkar. Með því að sýna úr hverju við erum gerð getur orðið umbreyting til hins betra. Við sem nú lifum stöndum í þakkarskuld við fyrri kynslóðir. Við erum hlekkur í langri keðju. Því ber okkur að standa vörð um sjálfstæði okkar og sjálfstæði þjóðarinnar. Það gerum við við fyrir börnin okkar, landið okkar og framtíðina. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Byggðamál Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Rauður þráður sem greina má í samtölum við fólk á hringferð okkar er þessi: Störfin eru að hverfa frá minni plássum til stærri bæja. Smærri útgerðarfyrirtæki eru að lognast út af. Atvinnulífið er að verða fábreyttara. Opinber embætti hverfa úr bæjunum. Sækja þarf þjónustu um lengri veg. Þessi lýsing rímar ískyggilega við það sem er að gerast með lýðveldið Ísland í heild: Völdin eru að flytjast úr landi. Lítil og meðalstór fyrirtæki glíma við stöðugt erfiðari rekstrarskilyrði. Stefnumörkun í stórum hagsmunamálum þjóðarinnar flyst í vaxandi mæli út fyrir landsteinana. Löggjöf kemur erlendis frá í pósti. Kjörnir fulltrúar láta erlenda og innlenda embættismenn halda um stýrið í sinn stað. Mannkynssagan kennir okkur m.a. það að þegar valdið verður fjarlægara fólkinu, þá fer auðurinn sömu leið. Vald og auður safnast saman í þungamiðjunni. Eftir situr fólkið í sveitum og smábæjum, fólkið á jaðrinum. Ísland er á jaðri Evrópu og verður alltaf jaðarsvæði í því stóra samhengi. Því er mikilvægt að við stöndum vörð um sjálfstæði okkar. Íslendingar hafa áhyggjur af þróun mála í landinu okkar. Frammi fyrir því ber að minna á að það er þjóðin sjálf sem er hinn sanni valdhafi, ekki þingmenn og ekki ráðherrar. Íslendingar vilja eiga rödd og við verðum að eiga rödd. Forsetinn, sem eini þjóðkjörni fulltrúi almennings, á að vera farvegur fyrir rödd fólksins í landinu og standa vörð um hagsmuni þess. Nú halda fjölmiðlar því fram að stærstur hluti landsmanna hafi gert upp sinn hug vegna forsetakosninganna 1. júní nk. Þetta gera þeir þótt framboðsfrestur sé enn ekki útrunninn og þrátt fyrir að þjóðin hafi enn ekki fengið að tjá sig beint. Kristalskúlur fjölmiðlanna ráða ekki úrslitum í kosningum. Kosningar verða ekki útkljáðar áður en formleg kosningabarátta hefst. Í lýðræðisríki verða allir frambjóðendur að fá að kynna sig á stóra sviðinu áður en gengið verður til atkvæða. Hringferð okkar hjónanna um landið er farin í þeim tilgangi að eiga samtal við Íslendinga, sjá fólkið og heyra hvað því liggur á hjarta. Okkur er annt um þjóðina og landið okkar. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa öðrum að vaxa. Vöxtur einstaklinganna og vöxtur samfélags er bestur þegar hann kemur innan frá og út. Komandi forsetakosningar snúast um fullveldi þjóðarinnar. Fullveldið verður best tryggt með því að efla fólkið í landinu, styrkja innviði Íslands og styrkja þannig samfélag okkar. Með því að sýna úr hverju við erum gerð getur orðið umbreyting til hins betra. Við sem nú lifum stöndum í þakkarskuld við fyrri kynslóðir. Við erum hlekkur í langri keðju. Því ber okkur að standa vörð um sjálfstæði okkar og sjálfstæði þjóðarinnar. Það gerum við við fyrir börnin okkar, landið okkar og framtíðina. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun