Mætti fyrst allra í Prada og var valin fyrst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2024 15:01 Caitlin Clark stllir sér upp með Indiana Fever búninginn og við hlið Cathy Engelbert, hæstráðanda í WNBA deildinni. Getty/Sarah Stier Caitlin Clark var valin fyrst í nýliðavali WNBA deildarinnar í nótt og það kom eflaust engum á óvart. „Ég get ekki beðið,“ sagði hin 22 ára gamla Clark eftir að verst falda leyndarmálið hafði verið opinberað. Um leið og hún tilkynnti að hún ætlaði að skrá sig í nýliðavalið þá varð öllum ljóst að Indiana Fever hefði dottið í lukkupottinn því félagið átti fyrsta valréttinn. Caitlin Clark is wearing Prada tonight the first time Prada has dressed anyone for the NBA or WNBA Draft. pic.twitter.com/JxLP82vJGC— Front Office Sports (@FOS) April 15, 2024 Clark átti magnaðan háskólaferil þar sem hún sló flest stiga- og þriggja stiga met hjá bæði körlum og konum. Hún varð á sama tíma einn allra vinsælasti íþróttamaður Bandaríkjanna og hefur margfaldað áhuga á kvennakörfunni. Clark er mjög skemmtilegur leikmaður, frábær skotmaður með frábærar sendingar og í raun sannkölluð tilþrifadrottning. Miðar á leiki skólans hennar ruku upp í verði þegar vinsældir hennar jukust og aldrei hafa fleiri horft á körfuboltaleik í háskólaboltanum en lokaleik hennar um titilinn. Tæpar nítján milljónir fylgdust með leiknum sem meira áhorf en á alla NBA leiki frá 2019. Caitlin Clark pulled up in a full Prada fit (via @WNBA)pic.twitter.com/A0Pq0JBsT0— Sports Illustrated (@SInow) April 15, 2024 Nú er búist við því að hún auki mikið áhugann á WNBA deildinni þegar hún fer af stað í vor. „Þetta er erfiðasta deildin í heiminum svo að það er eins gott að þú spilir þinn besta leik á hverju kvöldi. Mig hefur dreymt um þessa stund síðan ég var í öðrum bekk og það hefur kostað mikla vinnu að komast hingað með fullt af hæðum og lægðum,“ sagði Clark. Clark skrifaði nýja kafla í sögu háskólaboltans í vetur þegar hún sló hvert stigametið á fætur öðru. Hún var líka söguleg í nýliðavalinu í gær þar sem hún var fyrsta konan eða karlinn sem mætir á nýliðaval NBA eða WNBA klædd í Prada föt. Indiana Fever sást varla á stóru sjónvarpsstöðvunum í fyrra en á þessu tímabili verða nær allir leikir liðsins sýndir beint. Mótherjar liðsins hafa líka fært leiki sína á móti Indiana Fever í stærri hús til að bregðast við gríðarlegum áhuga á miðum á þá leiki. Sú sem var valin númer tvö var Cameron Brink, miðherji Stanford, sem fór til Los Angeles Sparks. Sparks valdi einnig Rickea Jackson númer fjögur en hún skoraði 17,8 stig í leik fyrir Tennessee skólann í vetur. Cameron Brink var valin besti varnarmaður ársins en guðfaðir hennar er Dell Curry, faðir Stephen Curry. Chicago Sky styrkti sig líka undir körfunni með því að velja Kamilla Cardoso frá South Carolina skólanum númer tvö og Angel Reese frá LSU númer sjö. Tveir kraftmiklir og frábærir leikmenn sem háðu líka mörg einvígi undir körfunni á háskólaferli sínum. The first 10 off the board in the 2024 @WNBA Draft! #WelcomeToTheW | Official Video Game Partner of @TheWNBPA pic.twitter.com/LS6A6h2bsH— NBA 2K (@NBA2K) April 16, 2024 Bandaríski háskólakörfuboltinn WNBA Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
„Ég get ekki beðið,“ sagði hin 22 ára gamla Clark eftir að verst falda leyndarmálið hafði verið opinberað. Um leið og hún tilkynnti að hún ætlaði að skrá sig í nýliðavalið þá varð öllum ljóst að Indiana Fever hefði dottið í lukkupottinn því félagið átti fyrsta valréttinn. Caitlin Clark is wearing Prada tonight the first time Prada has dressed anyone for the NBA or WNBA Draft. pic.twitter.com/JxLP82vJGC— Front Office Sports (@FOS) April 15, 2024 Clark átti magnaðan háskólaferil þar sem hún sló flest stiga- og þriggja stiga met hjá bæði körlum og konum. Hún varð á sama tíma einn allra vinsælasti íþróttamaður Bandaríkjanna og hefur margfaldað áhuga á kvennakörfunni. Clark er mjög skemmtilegur leikmaður, frábær skotmaður með frábærar sendingar og í raun sannkölluð tilþrifadrottning. Miðar á leiki skólans hennar ruku upp í verði þegar vinsældir hennar jukust og aldrei hafa fleiri horft á körfuboltaleik í háskólaboltanum en lokaleik hennar um titilinn. Tæpar nítján milljónir fylgdust með leiknum sem meira áhorf en á alla NBA leiki frá 2019. Caitlin Clark pulled up in a full Prada fit (via @WNBA)pic.twitter.com/A0Pq0JBsT0— Sports Illustrated (@SInow) April 15, 2024 Nú er búist við því að hún auki mikið áhugann á WNBA deildinni þegar hún fer af stað í vor. „Þetta er erfiðasta deildin í heiminum svo að það er eins gott að þú spilir þinn besta leik á hverju kvöldi. Mig hefur dreymt um þessa stund síðan ég var í öðrum bekk og það hefur kostað mikla vinnu að komast hingað með fullt af hæðum og lægðum,“ sagði Clark. Clark skrifaði nýja kafla í sögu háskólaboltans í vetur þegar hún sló hvert stigametið á fætur öðru. Hún var líka söguleg í nýliðavalinu í gær þar sem hún var fyrsta konan eða karlinn sem mætir á nýliðaval NBA eða WNBA klædd í Prada föt. Indiana Fever sást varla á stóru sjónvarpsstöðvunum í fyrra en á þessu tímabili verða nær allir leikir liðsins sýndir beint. Mótherjar liðsins hafa líka fært leiki sína á móti Indiana Fever í stærri hús til að bregðast við gríðarlegum áhuga á miðum á þá leiki. Sú sem var valin númer tvö var Cameron Brink, miðherji Stanford, sem fór til Los Angeles Sparks. Sparks valdi einnig Rickea Jackson númer fjögur en hún skoraði 17,8 stig í leik fyrir Tennessee skólann í vetur. Cameron Brink var valin besti varnarmaður ársins en guðfaðir hennar er Dell Curry, faðir Stephen Curry. Chicago Sky styrkti sig líka undir körfunni með því að velja Kamilla Cardoso frá South Carolina skólanum númer tvö og Angel Reese frá LSU númer sjö. Tveir kraftmiklir og frábærir leikmenn sem háðu líka mörg einvígi undir körfunni á háskólaferli sínum. The first 10 off the board in the 2024 @WNBA Draft! #WelcomeToTheW | Official Video Game Partner of @TheWNBPA pic.twitter.com/LS6A6h2bsH— NBA 2K (@NBA2K) April 16, 2024
Bandaríski háskólakörfuboltinn WNBA Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti