Íslenski boltinn

Sjáðu sigur­mark Víkinga og mark Framara sem var dæmt af

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erlingur Agnarsson fagnar sigurmarki sínu í gærkvöldi.
Erlingur Agnarsson fagnar sigurmarki sínu í gærkvöldi. S2 Sport

Íslandsmeistarar Víkinga eru við lið Breiðabliks og KR á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir 1-0 sigur á Fram á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í gærkvöldi.

Erlingur Agnarsson skoraði eina mark leiksins á 64. mínútu eftir stoðsendingu frá Pablo Punyed.

Víkingar eru með sex stig og hreint mark eftir fyrstu tvær umferðirnar en það er þó aðeins vegna ákvörðunar Jóhanns Inga Jónssonar.

Jóhann Ingi dæmdi nefnilega mark af Fram í gær. Markið skoraði Alex Freyr Elísson eftir hornspyrnu en Jóhann flautaði það af og taldi að Alex hefði notað hendina.

Hér fyrir neðan má sjá bæði þessi mörk.

Klippa: Sigurmark Víkings á móti Fram
Klippa: Besta deild karla: Mark dæmt af Fram



Fleiri fréttir

Sjá meira


×