Rifust um hver átti að taka vítið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2024 07:30 Cole Palmer er kominn með boltann en þeir Noni Madueke og Nicolas Jackson ætluðu ekki að gefa sig. Fyrirliðinn Conor Gallagher reynir að miðla málum. Getty/Catherine Ivill Knattspyrnustjóri Chelsea ætti að öllu eðlilegu að vera mjög kátur og glaður eftir 6-0 sigur á Everton en annað kom á daginn í gærkvöldi. Barnalegt rifrildi leikmanna Chelsea liðsins stal senunni frá frábærri frammistöðu. Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Chelsea, var öskureiður eftir leik og ástæðan var auðvitað framkoma tveggja leikmanna hans, þeirra Nicolas Jackson og Noni Madueke. Pochettino: Palmer is the penalty taker. It won t happen again, can t behave like kids again . It s a shame. I told the players this is the last time I will accept this type of behaviour. This is not a joke . Again, very clear. Cole Palmer is the penalty taker . pic.twitter.com/cH93tCS5rY— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 15, 2024 Chelsea var komið í 4-0 í leiknum á móti Everton á Stamford Bridge þegar liðið fékk víti. Cole Palmer var kominn með þrennu í leiknum og hann er vítaskytta liðsins. Jackson og Madueke vildu hins vegar taka vítaspyrnuna og fóru að rífast um boltann en Madueke hafði fiskað vítið. Þetta gerðu þeir fyrir framan alla á vellinum og alla heima í stofu. Þessi barnalega hegðun hneykslaði marga. Þetta endaði með því að fyrirliðinn Conor Gallagher þurfti að skipta sér af, ýta félögunum í burtu og rétta Palmer boltann. They want to behave like kids? Here is not possible .Mauricio Pochettino was very clear on his post game conference, via @HaytersTV pic.twitter.com/7oZVJl50YP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 16, 2024 „Leikmenn og starfsmenn vita að Cole Palmer er vítaskyttan,“ sagði Pochettino öskureiður eftir leikinn. „Ég er í miklu uppnámi vegna þessa máls. Agi er eitt það mikilvægasta í okkar liði,“ sagði Pochettino. „Við getum öll samþykkt það að þeir [Jackson og Madueke] höfðu rangt fyrir sér. Þeir eru ekki reyndir leikmenn. Þeir eru ungir. Þetta voru mjög góð viðbrögð hjá Conor Gallagher,“ sagði Pochettino. „Við megum ekki haga okkur svona. Þetta er eins og við séum í skóla og það sé okkar starf að sýna þeim vitleysuna svo þeir geti lært af því. Það verður engin refsing en þetta má ekki koma fyrir aftur. Ef Palmer er á vellinum þá tekur hann vítin,“ sagði Pochettino. This should be the last time this ever happens at Chelsea Football Club under Mauricio Pochettino. pic.twitter.com/xDJvBDymoe— ChelsTransfer (@ChelsTransfer) April 16, 2024 Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Chelsea, var öskureiður eftir leik og ástæðan var auðvitað framkoma tveggja leikmanna hans, þeirra Nicolas Jackson og Noni Madueke. Pochettino: Palmer is the penalty taker. It won t happen again, can t behave like kids again . It s a shame. I told the players this is the last time I will accept this type of behaviour. This is not a joke . Again, very clear. Cole Palmer is the penalty taker . pic.twitter.com/cH93tCS5rY— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 15, 2024 Chelsea var komið í 4-0 í leiknum á móti Everton á Stamford Bridge þegar liðið fékk víti. Cole Palmer var kominn með þrennu í leiknum og hann er vítaskytta liðsins. Jackson og Madueke vildu hins vegar taka vítaspyrnuna og fóru að rífast um boltann en Madueke hafði fiskað vítið. Þetta gerðu þeir fyrir framan alla á vellinum og alla heima í stofu. Þessi barnalega hegðun hneykslaði marga. Þetta endaði með því að fyrirliðinn Conor Gallagher þurfti að skipta sér af, ýta félögunum í burtu og rétta Palmer boltann. They want to behave like kids? Here is not possible .Mauricio Pochettino was very clear on his post game conference, via @HaytersTV pic.twitter.com/7oZVJl50YP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 16, 2024 „Leikmenn og starfsmenn vita að Cole Palmer er vítaskyttan,“ sagði Pochettino öskureiður eftir leikinn. „Ég er í miklu uppnámi vegna þessa máls. Agi er eitt það mikilvægasta í okkar liði,“ sagði Pochettino. „Við getum öll samþykkt það að þeir [Jackson og Madueke] höfðu rangt fyrir sér. Þeir eru ekki reyndir leikmenn. Þeir eru ungir. Þetta voru mjög góð viðbrögð hjá Conor Gallagher,“ sagði Pochettino. „Við megum ekki haga okkur svona. Þetta er eins og við séum í skóla og það sé okkar starf að sýna þeim vitleysuna svo þeir geti lært af því. Það verður engin refsing en þetta má ekki koma fyrir aftur. Ef Palmer er á vellinum þá tekur hann vítin,“ sagði Pochettino. This should be the last time this ever happens at Chelsea Football Club under Mauricio Pochettino. pic.twitter.com/xDJvBDymoe— ChelsTransfer (@ChelsTransfer) April 16, 2024
Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira