„Djöfull hlýtur að vera óþolandi að spila á móti þessum gaur“ Sverrir Mar Smárason skrifar 15. apríl 2024 22:25 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, má prísa sig sælan með þrjú stig í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Víkingar unnu torsóttan útisigur á Fram í Bestu deild karla 0-1 í kvöld. Arnar Gunnlaugsson var fyrst og fremst ánægður með stigin þrjú. „Ég er bara virkilega ánægður. Þetta var erfiður leikur og við náðum engum tökum á þessu alveg sama hvað við reyndum. Framararnir voru þéttir og eru með öfluega einstaklinga sem geta meitt okkur. Mér fannst við hálf heppnir með þessi þrjú stig en við tökum þau,“ sagði Arnar. Fyrri hálfleikurinn hjá liði Víkings var ekki líkur því liði sem við þekkjum úr Fossvoginum og Arnar gerði þrjár breytingar á liðinu í hálfleik. „Hann var ekkert hræðilegur. Ég vona að ég hljómi ekki eins og biluð plata núna en það er apríl, erfiðar aðstæður og strákarnir gerðu vel í fyrri hálfleik að reyna sitt besta. Við þurftum bara öðruvísi dínamík í seinni hálfleik. Hugmyndin var að fá fleiri fyrirgjafir og vera öflugir inni í teig en ég man bara eftir tveimur eða þremur fyrirgjöfum þannig að þetta var bara vesen. Hvað þarftu að gera þá? Þú þarft fyrst og fremst að sjá til þess að þú tapir ekki leiknum og svo að reyna að stela sigrinum sem við gerðum,“ sagði Arnar. Pablo Punyed, miðjumaður Víkings, var algjörlega frábær í leiknum í kvöld og í raun eini leikmaður Víkings á pari við eigin getu. Hann bjó til sigurmarkið og var á köflum eini leikmaður Víkings með lífsmark. Það er í svona leikjum sem styrkleikar hans skína í gegn. „Djöfull hlýtur að vera óþolandi að spila á móti þessum gaur. Hann er bara svo mikill sigurvegari, vill þetta svo mikið og drífur liðsfélaga sína áfram. Hann var að reyna sitt besta við að koma okkur áfram og að pirra andstæðinginn. Gerði allt til að vinna. Finna leiðir til að vinna og um það snýst þetta. Þú veist að þú ert ekki uppá þitt besta þá finnuru einhverjar leiðir til að eiga möguleika á að vinna. Gott mark hjá Ella en margt sem við þurfum að bæta. Þetta snýst núna um að safna stigum, engar flugeldasýningar, halda hreinu og við erum á fínu róli,“ sagði Arnar. Matthías Vilhjálmsson datt út úr liðinu á milli leikja vegna meiðsla. Hann er frá í smá tíma og kemur vonandi sem fyrst til baka ásamt öðrum sem eru frá. „Ég á vona á tíu dögum, tveimur vikum kannski. Maður veit aldrei, hann er náttúrulega gamall kallinn. Kannski auka vika við það. Við söknum hans í svona leikjum, svona líkamlegum leikjum. Menn eru að koma til baka. Viktor Örlygur fékk sínar fyrstu mínútur í þrjá mánuði, Jón Guðni og Aron Elís líka líkamlegir leikmenn sem við þurfum á að halda. Strákarnir sem komu útaf í hálfleik stóðu sig mjög vel, þetta var ekkert þeim að kenna heldur bara taktísk breyting,“ sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fram Tengdar fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 0-1 | Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús Arnar Gunnlaugsson hefur nú stýrt Víkingsliðinu í tólf leikjum í röð í deild eða bikar án þess að tapa á móti Rúnari Kristinssyni. Nú unnu Víkingarnir hans Arnars 1-0 útisigur á Fram-liðinu hans Rúnars í Bestu deild karla í knattspyrnu. 15. apríl 2024 21:45 Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
„Ég er bara virkilega ánægður. Þetta var erfiður leikur og við náðum engum tökum á þessu alveg sama hvað við reyndum. Framararnir voru þéttir og eru með öfluega einstaklinga sem geta meitt okkur. Mér fannst við hálf heppnir með þessi þrjú stig en við tökum þau,“ sagði Arnar. Fyrri hálfleikurinn hjá liði Víkings var ekki líkur því liði sem við þekkjum úr Fossvoginum og Arnar gerði þrjár breytingar á liðinu í hálfleik. „Hann var ekkert hræðilegur. Ég vona að ég hljómi ekki eins og biluð plata núna en það er apríl, erfiðar aðstæður og strákarnir gerðu vel í fyrri hálfleik að reyna sitt besta. Við þurftum bara öðruvísi dínamík í seinni hálfleik. Hugmyndin var að fá fleiri fyrirgjafir og vera öflugir inni í teig en ég man bara eftir tveimur eða þremur fyrirgjöfum þannig að þetta var bara vesen. Hvað þarftu að gera þá? Þú þarft fyrst og fremst að sjá til þess að þú tapir ekki leiknum og svo að reyna að stela sigrinum sem við gerðum,“ sagði Arnar. Pablo Punyed, miðjumaður Víkings, var algjörlega frábær í leiknum í kvöld og í raun eini leikmaður Víkings á pari við eigin getu. Hann bjó til sigurmarkið og var á köflum eini leikmaður Víkings með lífsmark. Það er í svona leikjum sem styrkleikar hans skína í gegn. „Djöfull hlýtur að vera óþolandi að spila á móti þessum gaur. Hann er bara svo mikill sigurvegari, vill þetta svo mikið og drífur liðsfélaga sína áfram. Hann var að reyna sitt besta við að koma okkur áfram og að pirra andstæðinginn. Gerði allt til að vinna. Finna leiðir til að vinna og um það snýst þetta. Þú veist að þú ert ekki uppá þitt besta þá finnuru einhverjar leiðir til að eiga möguleika á að vinna. Gott mark hjá Ella en margt sem við þurfum að bæta. Þetta snýst núna um að safna stigum, engar flugeldasýningar, halda hreinu og við erum á fínu róli,“ sagði Arnar. Matthías Vilhjálmsson datt út úr liðinu á milli leikja vegna meiðsla. Hann er frá í smá tíma og kemur vonandi sem fyrst til baka ásamt öðrum sem eru frá. „Ég á vona á tíu dögum, tveimur vikum kannski. Maður veit aldrei, hann er náttúrulega gamall kallinn. Kannski auka vika við það. Við söknum hans í svona leikjum, svona líkamlegum leikjum. Menn eru að koma til baka. Viktor Örlygur fékk sínar fyrstu mínútur í þrjá mánuði, Jón Guðni og Aron Elís líka líkamlegir leikmenn sem við þurfum á að halda. Strákarnir sem komu útaf í hálfleik stóðu sig mjög vel, þetta var ekkert þeim að kenna heldur bara taktísk breyting,“ sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fram Tengdar fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 0-1 | Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús Arnar Gunnlaugsson hefur nú stýrt Víkingsliðinu í tólf leikjum í röð í deild eða bikar án þess að tapa á móti Rúnari Kristinssyni. Nú unnu Víkingarnir hans Arnars 1-0 útisigur á Fram-liðinu hans Rúnars í Bestu deild karla í knattspyrnu. 15. apríl 2024 21:45 Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Víkingur 0-1 | Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús Arnar Gunnlaugsson hefur nú stýrt Víkingsliðinu í tólf leikjum í röð í deild eða bikar án þess að tapa á móti Rúnari Kristinssyni. Nú unnu Víkingarnir hans Arnars 1-0 útisigur á Fram-liðinu hans Rúnars í Bestu deild karla í knattspyrnu. 15. apríl 2024 21:45