Langstærsta svartholið í Vetrarbrautinni okkar til þessa Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2024 07:01 Teikning af fylgistjörnu BH3 og sporbraut hennar um svartholið. Það fannst fyrir tilstuðlan þyngdaráhrifa svartholsins sem veldur vaggi í hreyfingum stjörnunnar. ESO/L. Calçada Tiltölulega nálægt svarthol sem stjörnufræðingar fundu fyrir tilviljun er það stærsta sem vitað er um í Vetrarbrautinni okkar. Massi svartholsins er á við 33 sólir sem er meira en helmingi stærra en það næststærsta. Vagg í hreyfingum stjörnu sem kom fram í athugunum Gaia-geimsjónauka evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) leiddi stjörnufræðingana á slóð svartholsins. Stjarnan reyndist vagga fyrir áhrif þyngdarkrafts svartholsins sem hún gengur í kringum. Hefðbundin svarthol, þau sem myndast við dauða massamikilla stjarna, í Vetrarbrautinni okkar eru að meðaltali tífalt massameiri en sólin okkar. Gaia BH3, eins og nýfundna svartholið er nefnt, en meira en þrefalt massameira en meðaljóninn. Næststærsta svartholið, Cygnus X-1 er „aðeins“ 21 sólmassi. Vert er að taka fram að BH3 er fjarri því massamesta svartholið í Vetrarbrautinni okkar, aðeins það massamesta sem myndaðist úr stjörnu. Risasvartholið Saggitarius A* í miðju Vetrarbrautarinnar er með massa á við um fjórar milljónir sólir. Fundurinn kom stjörnufræðingunum í opna skjöldu. Hann er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að BH3 er í aðeins um tvö þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Aðeins eitt þekkt svarthol er nær jörðinni, að því er kemur fram í tilkynningu Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) en VLT-sjónauki hennar var notaður til þess að staðfesta massa BH3. Svo spenntir eru stjörnufræðingarnir að þeir birtu grein um uppgötvun sína í dag þrátt fyrir að hún byggi aðeins á bráðabirgðagögnum. Elisabetta Caffau, einn höfunda greinarinnar, segir að með því að birta greinina strax geti aðrir stjörnufræðingar byrjað að rannsaka svartholið nú þegar í stað þess að bíða þar til gögn Gaia verða birt í fyrsta lagi seint á næsta ári. Í myndbandinu í spilaranum hér fyrir neðan má sjá samanburð á stærð nokkurra stærstu svartholanna í Vetrarbrautinni okkar. Styður tilgátu um tilurð massamikilla svarthola Sambærilega stór svarthol hafa fundist utan Vetrarbrautarinnar áður. Tilgáta stjarneðlisfræðinga er að þau myndist þegar massamiklar stjörnur sem eru rýrar af málmum þrýtur örendið. Talið er að stjörnur sem eru fyrst og fremst úr vetni og helíni missi minni massa á æviskeiði sínu en þær sem eru ríkari af þyngri frumefnum. Þannig verði meiri massi eftir þegar þær falla saman og mynda svarthol. Ekki hefur verið hægt að styðja þessa tilgátu beinhörðum sönnunargögnum fram að þessu. Athuganirnar á fylgistjörnu BH3 benda til þess að nær ekkert sé af þyngri frumefnum í henni. Það bendir til þess að stjarnan sem myndaði svartholið hafi einnig verið það þar sem efnasamsetning stjarna í tvístirnum er almennt lík. Vísindi Geimurinn Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Vagg í hreyfingum stjörnu sem kom fram í athugunum Gaia-geimsjónauka evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) leiddi stjörnufræðingana á slóð svartholsins. Stjarnan reyndist vagga fyrir áhrif þyngdarkrafts svartholsins sem hún gengur í kringum. Hefðbundin svarthol, þau sem myndast við dauða massamikilla stjarna, í Vetrarbrautinni okkar eru að meðaltali tífalt massameiri en sólin okkar. Gaia BH3, eins og nýfundna svartholið er nefnt, en meira en þrefalt massameira en meðaljóninn. Næststærsta svartholið, Cygnus X-1 er „aðeins“ 21 sólmassi. Vert er að taka fram að BH3 er fjarri því massamesta svartholið í Vetrarbrautinni okkar, aðeins það massamesta sem myndaðist úr stjörnu. Risasvartholið Saggitarius A* í miðju Vetrarbrautarinnar er með massa á við um fjórar milljónir sólir. Fundurinn kom stjörnufræðingunum í opna skjöldu. Hann er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að BH3 er í aðeins um tvö þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Aðeins eitt þekkt svarthol er nær jörðinni, að því er kemur fram í tilkynningu Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) en VLT-sjónauki hennar var notaður til þess að staðfesta massa BH3. Svo spenntir eru stjörnufræðingarnir að þeir birtu grein um uppgötvun sína í dag þrátt fyrir að hún byggi aðeins á bráðabirgðagögnum. Elisabetta Caffau, einn höfunda greinarinnar, segir að með því að birta greinina strax geti aðrir stjörnufræðingar byrjað að rannsaka svartholið nú þegar í stað þess að bíða þar til gögn Gaia verða birt í fyrsta lagi seint á næsta ári. Í myndbandinu í spilaranum hér fyrir neðan má sjá samanburð á stærð nokkurra stærstu svartholanna í Vetrarbrautinni okkar. Styður tilgátu um tilurð massamikilla svarthola Sambærilega stór svarthol hafa fundist utan Vetrarbrautarinnar áður. Tilgáta stjarneðlisfræðinga er að þau myndist þegar massamiklar stjörnur sem eru rýrar af málmum þrýtur örendið. Talið er að stjörnur sem eru fyrst og fremst úr vetni og helíni missi minni massa á æviskeiði sínu en þær sem eru ríkari af þyngri frumefnum. Þannig verði meiri massi eftir þegar þær falla saman og mynda svarthol. Ekki hefur verið hægt að styðja þessa tilgátu beinhörðum sönnunargögnum fram að þessu. Athuganirnar á fylgistjörnu BH3 benda til þess að nær ekkert sé af þyngri frumefnum í henni. Það bendir til þess að stjarnan sem myndaði svartholið hafi einnig verið það þar sem efnasamsetning stjarna í tvístirnum er almennt lík.
Vísindi Geimurinn Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira