Þú þarft ekki að flokka það besta Jóhannes B. Urbancic Tómasson skrifar 12. apríl 2024 13:30 Það besta við kaffihylki er kaffið. Það versta við pasta er pokinn utan um það. Rétt eins og þú myndir ekki tíma að kaupa þér nýjan einnota tannbursta á hverjum degi, þá tíma fæst okkar því heldur að kaupa einnota pakkningar fyrir hversdagslega hluti eins og kaffi eða pasta. Sem betur fer eru sífellt fleiri fyrirtæki að bjóða viðskiptavinum sínum að versla umbúðalausar vörur, hvort sem er fyrir heimili í smáinnkaupum eða framleiðslufyrirtæki í heildsölu. Líttu ofan í tunnurnar næst þegar þú ferð út með ruslið. Hverjar af þessum umbúðum voru nauðsynlegar og hverjar voru óþarfar? Hvað ætli óþarfinn hafi kostað þig í innkaupum? Hversu mörgum trjám var sóað í pappírinn? Hversu mikilli olíu var sóað í plastið? Það er mikilvægt að fyrirtæki vinni að því að heimilin geti komist af með sem minnstan úrgang. Í könnunum sjáum við að flestir landsmenn reyna nú þegar að minnka sín áhrif á umhverfið í gegnum innkaupin sín. Óþarfar pakkningar eru væntanlega ofarlega þar á lista. Það er að sjálfsögðu gott ef umbúðir eru skýrt merktar með flokkunarleiðbeiningum. Það er líka flott ef hráefnið í pakkningum er skárra fyrir umhverfið en það var fyrir nokkrum árum. En langflottast er að geta sleppt þessu öllu. Umbúðunum. Óþarfanum. Og enginn þarf að flokka neitt. Um þessar mundir erum við í Saman gegn sóun að skrifa nýja stefnu ríkisins um úrgangsforvarnir. Næstu fundir eru á Ísafirði 16. apríl og Egilsstöðum 22. apríl. Þar viljum safna hugmyndum frá sem flestum og fjölbreyttustum fyrirtækjum. Þú getur haft áhrif með því að taka þátt. Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það besta við kaffihylki er kaffið. Það versta við pasta er pokinn utan um það. Rétt eins og þú myndir ekki tíma að kaupa þér nýjan einnota tannbursta á hverjum degi, þá tíma fæst okkar því heldur að kaupa einnota pakkningar fyrir hversdagslega hluti eins og kaffi eða pasta. Sem betur fer eru sífellt fleiri fyrirtæki að bjóða viðskiptavinum sínum að versla umbúðalausar vörur, hvort sem er fyrir heimili í smáinnkaupum eða framleiðslufyrirtæki í heildsölu. Líttu ofan í tunnurnar næst þegar þú ferð út með ruslið. Hverjar af þessum umbúðum voru nauðsynlegar og hverjar voru óþarfar? Hvað ætli óþarfinn hafi kostað þig í innkaupum? Hversu mörgum trjám var sóað í pappírinn? Hversu mikilli olíu var sóað í plastið? Það er mikilvægt að fyrirtæki vinni að því að heimilin geti komist af með sem minnstan úrgang. Í könnunum sjáum við að flestir landsmenn reyna nú þegar að minnka sín áhrif á umhverfið í gegnum innkaupin sín. Óþarfar pakkningar eru væntanlega ofarlega þar á lista. Það er að sjálfsögðu gott ef umbúðir eru skýrt merktar með flokkunarleiðbeiningum. Það er líka flott ef hráefnið í pakkningum er skárra fyrir umhverfið en það var fyrir nokkrum árum. En langflottast er að geta sleppt þessu öllu. Umbúðunum. Óþarfanum. Og enginn þarf að flokka neitt. Um þessar mundir erum við í Saman gegn sóun að skrifa nýja stefnu ríkisins um úrgangsforvarnir. Næstu fundir eru á Ísafirði 16. apríl og Egilsstöðum 22. apríl. Þar viljum safna hugmyndum frá sem flestum og fjölbreyttustum fyrirtækjum. Þú getur haft áhrif með því að taka þátt. Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar