Þú þarft ekki að flokka það besta Jóhannes B. Urbancic Tómasson skrifar 12. apríl 2024 13:30 Það besta við kaffihylki er kaffið. Það versta við pasta er pokinn utan um það. Rétt eins og þú myndir ekki tíma að kaupa þér nýjan einnota tannbursta á hverjum degi, þá tíma fæst okkar því heldur að kaupa einnota pakkningar fyrir hversdagslega hluti eins og kaffi eða pasta. Sem betur fer eru sífellt fleiri fyrirtæki að bjóða viðskiptavinum sínum að versla umbúðalausar vörur, hvort sem er fyrir heimili í smáinnkaupum eða framleiðslufyrirtæki í heildsölu. Líttu ofan í tunnurnar næst þegar þú ferð út með ruslið. Hverjar af þessum umbúðum voru nauðsynlegar og hverjar voru óþarfar? Hvað ætli óþarfinn hafi kostað þig í innkaupum? Hversu mörgum trjám var sóað í pappírinn? Hversu mikilli olíu var sóað í plastið? Það er mikilvægt að fyrirtæki vinni að því að heimilin geti komist af með sem minnstan úrgang. Í könnunum sjáum við að flestir landsmenn reyna nú þegar að minnka sín áhrif á umhverfið í gegnum innkaupin sín. Óþarfar pakkningar eru væntanlega ofarlega þar á lista. Það er að sjálfsögðu gott ef umbúðir eru skýrt merktar með flokkunarleiðbeiningum. Það er líka flott ef hráefnið í pakkningum er skárra fyrir umhverfið en það var fyrir nokkrum árum. En langflottast er að geta sleppt þessu öllu. Umbúðunum. Óþarfanum. Og enginn þarf að flokka neitt. Um þessar mundir erum við í Saman gegn sóun að skrifa nýja stefnu ríkisins um úrgangsforvarnir. Næstu fundir eru á Ísafirði 16. apríl og Egilsstöðum 22. apríl. Þar viljum safna hugmyndum frá sem flestum og fjölbreyttustum fyrirtækjum. Þú getur haft áhrif með því að taka þátt. Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Það besta við kaffihylki er kaffið. Það versta við pasta er pokinn utan um það. Rétt eins og þú myndir ekki tíma að kaupa þér nýjan einnota tannbursta á hverjum degi, þá tíma fæst okkar því heldur að kaupa einnota pakkningar fyrir hversdagslega hluti eins og kaffi eða pasta. Sem betur fer eru sífellt fleiri fyrirtæki að bjóða viðskiptavinum sínum að versla umbúðalausar vörur, hvort sem er fyrir heimili í smáinnkaupum eða framleiðslufyrirtæki í heildsölu. Líttu ofan í tunnurnar næst þegar þú ferð út með ruslið. Hverjar af þessum umbúðum voru nauðsynlegar og hverjar voru óþarfar? Hvað ætli óþarfinn hafi kostað þig í innkaupum? Hversu mörgum trjám var sóað í pappírinn? Hversu mikilli olíu var sóað í plastið? Það er mikilvægt að fyrirtæki vinni að því að heimilin geti komist af með sem minnstan úrgang. Í könnunum sjáum við að flestir landsmenn reyna nú þegar að minnka sín áhrif á umhverfið í gegnum innkaupin sín. Óþarfar pakkningar eru væntanlega ofarlega þar á lista. Það er að sjálfsögðu gott ef umbúðir eru skýrt merktar með flokkunarleiðbeiningum. Það er líka flott ef hráefnið í pakkningum er skárra fyrir umhverfið en það var fyrir nokkrum árum. En langflottast er að geta sleppt þessu öllu. Umbúðunum. Óþarfanum. Og enginn þarf að flokka neitt. Um þessar mundir erum við í Saman gegn sóun að skrifa nýja stefnu ríkisins um úrgangsforvarnir. Næstu fundir eru á Ísafirði 16. apríl og Egilsstöðum 22. apríl. Þar viljum safna hugmyndum frá sem flestum og fjölbreyttustum fyrirtækjum. Þú getur haft áhrif með því að taka þátt. Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar