„Þetta er eitt af, ef ekki besta sóknarliðið í deildinni“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 11. apríl 2024 21:51 Kjartan Atli Kjartansson leiddi lið Álftanes í fyrsta sinn í úrslitakeppni en þeirra beið tap. vísir / hulda margrét Keflavík tók á móti Álftanesi í 8-liða úrslitum Subway deildar karla. Það voru heimamenn sem tóku forystu í einvíginu með sjö stiga sigri, 99-92. „Það eru blendnar tilfinningar. Ánægður með margt og svo óánægður með sitthvað líka. Við förum bara og greinum þennan leik og sjáum hvað við getum gert betur.“ Sagði Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftnesinga eftir leikinn í kvöld. Álftanes voru að elta leikinn nánast frá byrjun en áttu svo frábæran fjórða leikhluta sem var ekki langt frá því að skila endurkomu en Kjartan Atli horfði ekki sárt á eftir neinum kafla í leiknum. „Ég er svo sem ekkert sár með neitt. Leikurinn féll í þeirra farveg þarna um miðjan leikinn. Hvernig við enduðum annan og byrjum þriðja. Við náum með einhverjum djöfulgangi að koma okkur aftur inn í leikinn eða hótuðum því, náðum þessu niður í fimm stig. Það var svolítið seint en það var svona um miðbikið, þá náðu þeir að setja eimreiðina á sína teina og við vorum aðeins að elta þá.“ Keflavík komu út úr hálfleiknum af miklum krafti en í fjórða leikhluta náðu Álftanes að komast aftur inn í leikinn. Hvað gerðist? „Við róteruðum liðinu, við breyttum aðeins varnar áherslum og breyttum liðskipan. Vorum aðeins stærri á móti þeim og reyndum að taka meira pláss og allskonar svona sem að við gerðum og vorum að reyna finna lausnir á þessu og svo kom það þarna að einhverju leyti og það var bara orka í leikmönnum sem að kom okkur inn í leikinn fannst mér. “ Keflavík voru svolítið að finna opnur í hornum og voru að setja niður opna þrista þaðan. „Þetta er erfitt lið að stoppa. Þetta er eitt af, ef ekki besta sóknarlið í deildinni. Þeir eru bikarmeistarar og þeir eru að koma inn sem heitasta liðið þannig að þeir eru með mörg vopn og þú verður að reyna takmarka eitthvað. Þeir hittu frábærlega og tóku mikið af þristum og sárt jú, það er hundleiðinlegt að sjá andstæðingana hitta út þriggja stiga skotum en þetta er það sem þeir hafa verið að gera í vetur.“ Liðin mætast á Álftanesi næst og var Kjartan Atli á því að það væri mjög mikilvægt að verja heimavöllinn. „Það verður auðvitað mjög mikilvægt. Þetta er sería upp í þrjá sigra og það er bara einn leikur í einu og við mætum og verjum okkar heimavöll, Svana hreiðrið.“ Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira
„Það eru blendnar tilfinningar. Ánægður með margt og svo óánægður með sitthvað líka. Við förum bara og greinum þennan leik og sjáum hvað við getum gert betur.“ Sagði Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftnesinga eftir leikinn í kvöld. Álftanes voru að elta leikinn nánast frá byrjun en áttu svo frábæran fjórða leikhluta sem var ekki langt frá því að skila endurkomu en Kjartan Atli horfði ekki sárt á eftir neinum kafla í leiknum. „Ég er svo sem ekkert sár með neitt. Leikurinn féll í þeirra farveg þarna um miðjan leikinn. Hvernig við enduðum annan og byrjum þriðja. Við náum með einhverjum djöfulgangi að koma okkur aftur inn í leikinn eða hótuðum því, náðum þessu niður í fimm stig. Það var svolítið seint en það var svona um miðbikið, þá náðu þeir að setja eimreiðina á sína teina og við vorum aðeins að elta þá.“ Keflavík komu út úr hálfleiknum af miklum krafti en í fjórða leikhluta náðu Álftanes að komast aftur inn í leikinn. Hvað gerðist? „Við róteruðum liðinu, við breyttum aðeins varnar áherslum og breyttum liðskipan. Vorum aðeins stærri á móti þeim og reyndum að taka meira pláss og allskonar svona sem að við gerðum og vorum að reyna finna lausnir á þessu og svo kom það þarna að einhverju leyti og það var bara orka í leikmönnum sem að kom okkur inn í leikinn fannst mér. “ Keflavík voru svolítið að finna opnur í hornum og voru að setja niður opna þrista þaðan. „Þetta er erfitt lið að stoppa. Þetta er eitt af, ef ekki besta sóknarlið í deildinni. Þeir eru bikarmeistarar og þeir eru að koma inn sem heitasta liðið þannig að þeir eru með mörg vopn og þú verður að reyna takmarka eitthvað. Þeir hittu frábærlega og tóku mikið af þristum og sárt jú, það er hundleiðinlegt að sjá andstæðingana hitta út þriggja stiga skotum en þetta er það sem þeir hafa verið að gera í vetur.“ Liðin mætast á Álftanesi næst og var Kjartan Atli á því að það væri mjög mikilvægt að verja heimavöllinn. „Það verður auðvitað mjög mikilvægt. Þetta er sería upp í þrjá sigra og það er bara einn leikur í einu og við mætum og verjum okkar heimavöll, Svana hreiðrið.“
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira