„Þú þarft að vinna þrisvar og við þurfum núna að vinna tvisvar“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 11. apríl 2024 21:30 Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni Vísir/Hulda Margrét Keflavík tók á móti Álftanesi í 8-liða úrslitum í Subway deild karla. Það voru heimamenn sem tóku forystu í einvíginu með sjö stiga sigri, 99-92. „Þetta var nóg. Við vorum kannski líka búnir að gera nóg fyrstu þrjá leikhluta til þess að klúðra þessu ekki alveg. Við vorum pínu að leika okkur af eldinum í þessu í fjórða leikhluta.“ Sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Það mátti heyra á Pétri að hann væri ekki alveg sáttur með sína menn í fjórða leikhluta. „Nei við töpum honum með tíu stigum. Hinir þrír voru fínir en við hefðum helst þurft að klára þennan leik þegar við höfðum tækifæri á því.“ Aðspurður um hvort það hafi kannski komið smá værukærð í leik Keflvíkinga í fjórða leikhluta sagði Pétur að það væri alveg hugsanlegt. „Hugsanlega og við vorum kannski að fara reyna hægja á leiknum á meðan þeir voru að keyra hann upp og það gekk bara ágætlega hjá þeim á meðan við hefðum kannski bara átt að vera keyra þetta upp.“ Keflavík mættu af miklum krafti út í seinni hálfleikinn og má segja að þar hafi leikurinn svolítið farið frá gestunum þegar Keflavík náði að keyra upp hraðann og hlaupa yfir Álftnesinga. „Já það var kannski nóg í þessum leik. Ef þú horfðir á bikarleikinn á móti Tindastól að þá komu þeir einmitt svona út og töpuðu svo leiknum þannig það svo þar byrjar ekkert endilega alltaf trixið. Það þarf að klára leikinn og ef að þessi leikur hefði verið 45 mínútur þá hefðu þeir hugsanlega unnið.“ Stigin dreifðust vel á leikmenn Keflavíkur í kvöld og voru þeir flestir sem spiluðu mjög jafnir á stigum. Pétur var þó ekki endilega sammála því að það hafi verið góður hlutur endilega. „Kannski erfiðara fyrir þá að finna einhverja til að dekka. En enginn hitti vel þannig það þarf einhver að stíga kannski betur upp í næsta leik.“ Pétur var sammála því að það væri mikilvægt að verja heimavöllinn. „Það er gríðarlega mikilvægt og þetta verður svona einvígi, það verður barátta og þetta verður ekkert búið fyrr en eftir 40 mínútur hver leikur og þessar seríur verða aldrei búnar fyrr en eftir fimm leiki. Þú þarft að vinna þrisvar og við þurfum núna að vinna tvisvar. Þeir vöknuðu í morgun alveg eins og við og þurftu að vinna þrjá leiki og það hefur ekkert breyst núna.“ Leikur Keflavíkur er að spila hratt og hefur það reynst liðinu vel í vetur. „Okkar leikur er að spila hratt og reyna hitta vel. Það mun væntanlega vera það áfram. Það skilaði okkur bikarmeistara titlinum og það skilaði okkur 3.sæti í þessari sterku deild. Við erum að vona að það komi okkur svo áfram í næsta leik og við tökum svo næsta leik eftir það.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sjá meira
„Þetta var nóg. Við vorum kannski líka búnir að gera nóg fyrstu þrjá leikhluta til þess að klúðra þessu ekki alveg. Við vorum pínu að leika okkur af eldinum í þessu í fjórða leikhluta.“ Sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Það mátti heyra á Pétri að hann væri ekki alveg sáttur með sína menn í fjórða leikhluta. „Nei við töpum honum með tíu stigum. Hinir þrír voru fínir en við hefðum helst þurft að klára þennan leik þegar við höfðum tækifæri á því.“ Aðspurður um hvort það hafi kannski komið smá værukærð í leik Keflvíkinga í fjórða leikhluta sagði Pétur að það væri alveg hugsanlegt. „Hugsanlega og við vorum kannski að fara reyna hægja á leiknum á meðan þeir voru að keyra hann upp og það gekk bara ágætlega hjá þeim á meðan við hefðum kannski bara átt að vera keyra þetta upp.“ Keflavík mættu af miklum krafti út í seinni hálfleikinn og má segja að þar hafi leikurinn svolítið farið frá gestunum þegar Keflavík náði að keyra upp hraðann og hlaupa yfir Álftnesinga. „Já það var kannski nóg í þessum leik. Ef þú horfðir á bikarleikinn á móti Tindastól að þá komu þeir einmitt svona út og töpuðu svo leiknum þannig það svo þar byrjar ekkert endilega alltaf trixið. Það þarf að klára leikinn og ef að þessi leikur hefði verið 45 mínútur þá hefðu þeir hugsanlega unnið.“ Stigin dreifðust vel á leikmenn Keflavíkur í kvöld og voru þeir flestir sem spiluðu mjög jafnir á stigum. Pétur var þó ekki endilega sammála því að það hafi verið góður hlutur endilega. „Kannski erfiðara fyrir þá að finna einhverja til að dekka. En enginn hitti vel þannig það þarf einhver að stíga kannski betur upp í næsta leik.“ Pétur var sammála því að það væri mikilvægt að verja heimavöllinn. „Það er gríðarlega mikilvægt og þetta verður svona einvígi, það verður barátta og þetta verður ekkert búið fyrr en eftir 40 mínútur hver leikur og þessar seríur verða aldrei búnar fyrr en eftir fimm leiki. Þú þarft að vinna þrisvar og við þurfum núna að vinna tvisvar. Þeir vöknuðu í morgun alveg eins og við og þurftu að vinna þrjá leiki og það hefur ekkert breyst núna.“ Leikur Keflavíkur er að spila hratt og hefur það reynst liðinu vel í vetur. „Okkar leikur er að spila hratt og reyna hitta vel. Það mun væntanlega vera það áfram. Það skilaði okkur bikarmeistara titlinum og það skilaði okkur 3.sæti í þessari sterku deild. Við erum að vona að það komi okkur svo áfram í næsta leik og við tökum svo næsta leik eftir það.“
Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sjá meira