Íslenska Rocket League-deildin farin af stað Arnar Gauti Bjarkason skrifar 12. apríl 2024 12:01 Deildin ber heitið GR-deildin, en GR Verk eru styrkjendur deildarinnar. Áttunda tímabil GR Verk deildarinnar í Rocket League hófst á þriðjudaginn í síðustu viku þann 2. apríl á twitch rás íslenska Rocket League samfélagsins.Alls taka 6 lið þátt í mótinu en þetta eru liðin DUSTY, Þór, 354 Esports, OMON, Quick Esports og OGV. Notast er við þrefalt Round-Robin format á þessu átta vikna keppnistímabili og eru allir leikir BO5. 1.umferð Áttunda tímabilið hófst með 1. umferð deildarinnar þriðjudagskvöldið 2. apríl kl. 19:40 og voru spilaðar þrjár viðureignir. Voru þetta viðureginirnar DUSTY gegn Quick Esports, Þór gegn OMON og 354 gegn OGV. DUSTY komu sterkir inn í 1. umferð deildarinnar með 3-0 sigri gegn Quick Esports en fyrsti leikurinn fór 3-1, annar leikurinn einnig 3-1 og sá þriðji 6-0 allt DUSTY í hag. Viðureignin Þór gegn Omon fór 3-0 Þór í vil og komu Þórsarar því einnig afar sterkir inn í 1. umferðina. Fyrsti leikurinn fór 4-2, annar leikurinn 4-1 og sá þriðji 3-2. Þriðja viðureign kvöldsins var 354 gegn OGV. Hófst viðureignin með 4-1 sigri OGV í fyrstu tveimur leikjunum en 354 svöruðu andstæðingi sínum með 2-1 sigri í þriðja leiknum. Þó dugði það ekki til þar sem að OGV vann fjórða leikinn 3-1 og þar með lauk 1. umferðinni. 2. umferð Önnur umferð fyrstu vikunnar hófst fimmtudagskvöldið 4. apríl kl. 19:40. Þar mættust Quick Esports gegn OGV, DUSTY gegn OMON og Þór gegn 354. Kvöldið hófst með hnífjöfnum leik Quick Esport og OGV. Staðan var 1-1 þar til að tími leiksins rann út en sá leikur fór í framlengingu. Endaði barráttan með sigri Quick Esport 2-1 í fyrsta leik. Gæfan fylgdi þó ekki Quick Esports í þeim leikjum sem eftir voru af viðureigninni þar sem að OGV vann öruggan sigur gegn Quick Esports 3-0 í öðrum leiknum, 5-0 í hinum þriðja og 4-1 í þeim fjórða. Fór viðureignin því 3-1 OGV í vil. Jafnframt var hildarleikur DUSTY gegn OMON einkar spennandi. DUSTY unnu fyrstu tvo leikina örugglega 3-0 og 3-1 en OMON fengu loks vind í seglin í þriðja leiknum sem fór 3-1 fyrir OMON. Í fjórða leik viðureignarinnar var DUSTY 2 mörkum yfir en OMON náður að jafna metin í 2-2 en leikurinn fór í 14 sekúndna framlengingu sem endaði með sigri DUSTY 3-2 gegn OMON. Lokaniðurstaða þessarar viðureignar var þá 3-1 fyrir DUSTY. Bardagi Þórs og 354 endaði með 3-0 sigri í viðureigninni og mætti því taka svo til orða að Þór hafi unnið öruggan sigur gegn 354.Fyrsti leikurinn var frekar tæpur og fór í 20 sekúndna framlengingu en Þór unnu þann leik 3-2. Annar leikurinn fór síðan 1-0 og sá þriðji 2-0 Þórsurum í vil. Fylgjast má með deildinni á Twitch-rás íslenska Rocket-league samfélagsins og á Discord-servernum þeirra. Rafíþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti
1.umferð Áttunda tímabilið hófst með 1. umferð deildarinnar þriðjudagskvöldið 2. apríl kl. 19:40 og voru spilaðar þrjár viðureignir. Voru þetta viðureginirnar DUSTY gegn Quick Esports, Þór gegn OMON og 354 gegn OGV. DUSTY komu sterkir inn í 1. umferð deildarinnar með 3-0 sigri gegn Quick Esports en fyrsti leikurinn fór 3-1, annar leikurinn einnig 3-1 og sá þriðji 6-0 allt DUSTY í hag. Viðureignin Þór gegn Omon fór 3-0 Þór í vil og komu Þórsarar því einnig afar sterkir inn í 1. umferðina. Fyrsti leikurinn fór 4-2, annar leikurinn 4-1 og sá þriðji 3-2. Þriðja viðureign kvöldsins var 354 gegn OGV. Hófst viðureignin með 4-1 sigri OGV í fyrstu tveimur leikjunum en 354 svöruðu andstæðingi sínum með 2-1 sigri í þriðja leiknum. Þó dugði það ekki til þar sem að OGV vann fjórða leikinn 3-1 og þar með lauk 1. umferðinni. 2. umferð Önnur umferð fyrstu vikunnar hófst fimmtudagskvöldið 4. apríl kl. 19:40. Þar mættust Quick Esports gegn OGV, DUSTY gegn OMON og Þór gegn 354. Kvöldið hófst með hnífjöfnum leik Quick Esport og OGV. Staðan var 1-1 þar til að tími leiksins rann út en sá leikur fór í framlengingu. Endaði barráttan með sigri Quick Esport 2-1 í fyrsta leik. Gæfan fylgdi þó ekki Quick Esports í þeim leikjum sem eftir voru af viðureigninni þar sem að OGV vann öruggan sigur gegn Quick Esports 3-0 í öðrum leiknum, 5-0 í hinum þriðja og 4-1 í þeim fjórða. Fór viðureignin því 3-1 OGV í vil. Jafnframt var hildarleikur DUSTY gegn OMON einkar spennandi. DUSTY unnu fyrstu tvo leikina örugglega 3-0 og 3-1 en OMON fengu loks vind í seglin í þriðja leiknum sem fór 3-1 fyrir OMON. Í fjórða leik viðureignarinnar var DUSTY 2 mörkum yfir en OMON náður að jafna metin í 2-2 en leikurinn fór í 14 sekúndna framlengingu sem endaði með sigri DUSTY 3-2 gegn OMON. Lokaniðurstaða þessarar viðureignar var þá 3-1 fyrir DUSTY. Bardagi Þórs og 354 endaði með 3-0 sigri í viðureigninni og mætti því taka svo til orða að Þór hafi unnið öruggan sigur gegn 354.Fyrsti leikurinn var frekar tæpur og fór í 20 sekúndna framlengingu en Þór unnu þann leik 3-2. Annar leikurinn fór síðan 1-0 og sá þriðji 2-0 Þórsurum í vil. Fylgjast má með deildinni á Twitch-rás íslenska Rocket-league samfélagsins og á Discord-servernum þeirra.
Rafíþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti