Enska úrvalsdeildin mun notast við hálfsjálfvirka skynjara og myndavélar, samskonar tækni og UEFA notast við í Meistaradeildinni. FIFA beitir aðeins öðruvísi tækni en þar er örgjörva komið fyrir í boltanum og á leikmönnum.
Deildin hefur þegar sett sig í samband við áhugasama aðila sem vilja útvega tæknibúnaðinn. Stefnt er að því að taka tæknina upp í haust, eftir að deildin fer af stað, ekki strax í fyrsta leik.
Hér fyrir ofan má sjá myndband til útskýringar, munurinn verður sá að í stað þess að koma örgjörva fyrir inni í bolta og á leikmönnum munu myndavélar skynja staðsetningu þeirra með aðstoð gervigreindar.
Markmiðið er að útiloka sóknir þar sem leik er haldið áfram þó línuvörður telji sóknarmann rangstæðan. Línuverðir munu þá fá skilaboð samstundis í eyra og ef skynjarinn staðfestir grun þeirra er leikur stöðvaður og sóknarmaður fær ekki að klára færið. Talið er að breytingin muni spara að meðaltali 31 sekúndu við hverju ákvörðun.
Premier League clubs have unanimously agreed to the introduction of Semi-Automated Offside Technology from next season
— Premier League (@premierleague) April 11, 2024
It will provide quicker placement of the virtual offside line and high-quality graphics to ensure an enhanced broadcast and stadium experience
Dómgæsla í deildinni hefur hlotið mikla gagnrýni að undanförnu. Ákvarðanir inni á vellinum og í VAR herberginu hafa reitt marga til reiði. Meðal annars hefur gagnrýnið beinst að handvirku tækninni sem notað er til að skera úr um rangstöður, þar sem áhorfendur bíða meðan VAR dómari teiknar línur á skjáinn. En eftir að breytingarnar taka gildi verður sú aðferð aðeins notuð í neyð og til vara ef tæknin bregst.
Ítalska úrvalsdeildin tók upp samskonar tækni á síðasta tímabili og UEFA hefur notað tæknina í Meistaradeildinni, við góðan árangur. FIFA notaði mjög svipaða tækni á HM í Katar 2022, einnig við góðan árangur.