„Gengið bjargaði sálartetrinu aðeins hjá okkur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2024 16:01 Ólafur Ólafsson er fyrirliði Grindavíkur sem hefur leik í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Vísir/Sigurjón Ólafur Ólafsson og félagar í Grindavíkurliðinu hefja leik í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta í kvöld og eiga heimaleik. Þetta er samt öðruvísi heimaleikur en þeir eru vanir í úrslitakeppni því leikurinn fer fram í Smáranum í Kópavogi vegna eldsumbrotanna á Reykjanesskaganum. Grindvíkingar gerðu vel í að ná öðru sæti í deildinni en þurfa engu að síður að mæta Íslandsmeisturum Tindastóls í átta liða úrslitunum. Ólafur hitti Val Pál Eiríksson í dag og ræddi leikinn við Stólana í Smáranum í kvöld. Hvernig eru taugarnar? „Þær eru bara góðar. Þetta er bara spenna og tilhlökkun aðallega. Við erum klárir í slaginn,“ sagði Ólafur Ólafsson Þetta er vel mannað lið Hvernig er að mæta Íslandsmeisturum Tindastóls strax í fyrstu umferð úrslitakeppninnar? „Þetta leggst bara vel í mig. Þetta er vel mannað lið. Við getum ekki verið að vanmeta þá þótt þeir hafi endað neðar en við. Við verðum að hugsa um okkar sjálfa og mæta klárir til leiks og sjá hvað það fleytir okkur,“ sagði Ólafur Ólafsson. Grindavíkurliðið komst á mikla siglingu í seinni hluta deildarkeppninnar. „Eftir áramót þá gekk okkur vel og við vonum að við náum að fylgja þessu eftir og koma inn í úrslitakeppnina á siglingu. Til þess að gera það þá þurfum við að mæta klárir og fókuseraðir í þetta verkefni sem er fram undan núna,“ sagði Ólafur. Frábært að fá að vera hérna Eru þeir búnir að venjast því að heimavöllurinn sé í Smáranum í Kópavogi? „Já, já. Það væri gaman að vera heima að spila en það er frábært að fá að vera hérna. Þakklæti til Breiðabliks fyrir að leyfa okkur að vera hérna í vetur. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman og við erum búnir að venjast þessu núna,“ sagði Ólafur. Klippa: Við erum með vind í seglunum Ólafur viðurkennir að ástandið í Grindavík hefði vel getað þýtt að liðið hefði lent í meiri vandræðum innan vallar en raunin varð. Erum með vind í seglunum „Við náðum heldur betur að snúa þessu við og erum með vind í seglunum,“ sagði Ólafur. Hann og aðrir Grindvíkingar hafa ekki átt neinn venjulegan vetur. „Þetta er búið að vera leiðinlegt, gaman, erfitt og er búið að taka mikið á andlega og líkamlega heilsu. Þetta er búið að vera svolítið svona hvað ef vetur. Það var skemmtilegra að fá að vinna svona marga leiki í röð heldur en að tapa nokkrum og vinna nokkra. Gengið bjargaði sálartetrinu aðeins hjá okkur,“ sagði Ólafur. Finnur hann fyrir pressu á Grindvíkurliðinu komandi inn í þessa úrslitakeppni? Okkur líður bara mjög vel „Já og nei. Það eru allir að tala um að okkur líði ekkert vel og eitthvað svona dótarí. Okkur líður bara mjög vel og við setjum bara pressu á okkur sjálfa sem er bara gott. Við finnum ekkert fyrir einhverri aukapressu að utan. Við erum bara klárir,“ sagði Ólafur. Er stefnan sett á þann stóra? „Jú að sjálfsögðu. Það er gert á hverju einasta tímabili. Það voru níu önnur lið sem ætluðu að gera það líka. Við tökum einn dag í einu og einn leik í einu. Sjáum síðan til hvert það kemur okkur,“ sagði Ólafur. Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Grindvíkingar gerðu vel í að ná öðru sæti í deildinni en þurfa engu að síður að mæta Íslandsmeisturum Tindastóls í átta liða úrslitunum. Ólafur hitti Val Pál Eiríksson í dag og ræddi leikinn við Stólana í Smáranum í kvöld. Hvernig eru taugarnar? „Þær eru bara góðar. Þetta er bara spenna og tilhlökkun aðallega. Við erum klárir í slaginn,“ sagði Ólafur Ólafsson Þetta er vel mannað lið Hvernig er að mæta Íslandsmeisturum Tindastóls strax í fyrstu umferð úrslitakeppninnar? „Þetta leggst bara vel í mig. Þetta er vel mannað lið. Við getum ekki verið að vanmeta þá þótt þeir hafi endað neðar en við. Við verðum að hugsa um okkar sjálfa og mæta klárir til leiks og sjá hvað það fleytir okkur,“ sagði Ólafur Ólafsson. Grindavíkurliðið komst á mikla siglingu í seinni hluta deildarkeppninnar. „Eftir áramót þá gekk okkur vel og við vonum að við náum að fylgja þessu eftir og koma inn í úrslitakeppnina á siglingu. Til þess að gera það þá þurfum við að mæta klárir og fókuseraðir í þetta verkefni sem er fram undan núna,“ sagði Ólafur. Frábært að fá að vera hérna Eru þeir búnir að venjast því að heimavöllurinn sé í Smáranum í Kópavogi? „Já, já. Það væri gaman að vera heima að spila en það er frábært að fá að vera hérna. Þakklæti til Breiðabliks fyrir að leyfa okkur að vera hérna í vetur. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman og við erum búnir að venjast þessu núna,“ sagði Ólafur. Klippa: Við erum með vind í seglunum Ólafur viðurkennir að ástandið í Grindavík hefði vel getað þýtt að liðið hefði lent í meiri vandræðum innan vallar en raunin varð. Erum með vind í seglunum „Við náðum heldur betur að snúa þessu við og erum með vind í seglunum,“ sagði Ólafur. Hann og aðrir Grindvíkingar hafa ekki átt neinn venjulegan vetur. „Þetta er búið að vera leiðinlegt, gaman, erfitt og er búið að taka mikið á andlega og líkamlega heilsu. Þetta er búið að vera svolítið svona hvað ef vetur. Það var skemmtilegra að fá að vinna svona marga leiki í röð heldur en að tapa nokkrum og vinna nokkra. Gengið bjargaði sálartetrinu aðeins hjá okkur,“ sagði Ólafur. Finnur hann fyrir pressu á Grindvíkurliðinu komandi inn í þessa úrslitakeppni? Okkur líður bara mjög vel „Já og nei. Það eru allir að tala um að okkur líði ekkert vel og eitthvað svona dótarí. Okkur líður bara mjög vel og við setjum bara pressu á okkur sjálfa sem er bara gott. Við finnum ekkert fyrir einhverri aukapressu að utan. Við erum bara klárir,“ sagði Ólafur. Er stefnan sett á þann stóra? „Jú að sjálfsögðu. Það er gert á hverju einasta tímabili. Það voru níu önnur lið sem ætluðu að gera það líka. Við tökum einn dag í einu og einn leik í einu. Sjáum síðan til hvert það kemur okkur,“ sagði Ólafur.
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira