Lífið

„Ís­lendingar fara til Tenerife, þá fer Hassan til Tenerife“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hassan ásamt Amani eiginkonu sinni og dóttur þeirra, Samar.
Hassan ásamt Amani eiginkonu sinni og dóttur þeirra, Samar. Vísir/Arnar

Hassan Shahin klæðskeri er tiltölulega nýfluttur í nýtt og rúmgott húsnæði við Hverfisgötu í Reykjavík. Hassan viðurkennir að það sé erfitt og kostnaðarsamt að færa út kvíarnar en lífið á Íslandi hafi þó aldrei verið betra. 

Við heimsóttum Hassan á nýja staðinn í Íslandi í dag í síðustu viku. Hassan þarf vart að kynna, hann hefur vakið mikla athygli fyrir þýtt viðmót og dugnað síðustu ár. Hassan er 43 ára Sýrlendingur og kom til Íslands sem flóttamaður árið 2017. Hann sér ekki fyrir sér að flytja nokkurn tímann af landi brott.

„Nei. Ef ég færi myndi ég bara fara til Sýrlands,“ segir Hassan.

Klippa: Heimsókn til Hassans á Hverfisgötu

Og þó að Hassan elski Ísland segir hann nauðsynlegt að komast stundum burt í frí. Hann er raunar tiltölulega nýkominn heim frá tiltekinni Íslendinganýlendu í suðri.

„Ég var að koma frá Tenerife. Fólk á Íslandi fer til Tenerife. Þá fer Hassan til Tenerife!“ segir hann glaðbeittur. Hassan og fjölskylda eru á leigumarkaði eins og sakir standa en þau dreymir um að festa enn frekar rætur hér á Íslandi.

„Kannski á næsta ári, þegar viðskiptin verða orðin góð, þá kaupi ég kannski íbúð.“

Brot úr viðtalinu við Hassan í Íslandi í dag má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn í heild er aðgengilegur áskrifendum á streymisveitu Stöðvar 2, Stöð2+. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.