„Ef spilum okkar vörn þá verður þetta erfitt fyrir þá“ Siggeir Ævarsson skrifar 10. apríl 2024 23:20 Kristófer Acox fyrirliða Vals var öflugur í kvöld Vísir/Vilhelm Kristófer Acox, fyrirliði Vals, sagðist ekki reikna með mikilli flugeldasýningu í leikjum Vals og Hattar í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar en Valsmenn þurftu að hafa töluvert fyrir 94-75 sigri sínum í kvöld. Hattarmenn voru mjög líflegir í byrjun og gáfu deildarmeisturunum ekkert eftir en eftir því sem á leið komumst Valsmenn betur og betur í takt. „Þeir náttúrulega bara eru með hörkulið eins og við vissum fyrirfram. Það verður ekkert auðvelt í þessu. Við komum flottir fannst mér inn í seinni hálfleik. Náðum að vinna upp líka smá mun og slíta þá aðeins frá okkur. Við þurftum að vinna bara hörðum höndum fyrir því. Þetta er náttúrulega bara einn leikur af þremur sem þarf að vinna og þetta verður áframhaldandi stríð þegar við förum austur á sunnudaginn.“ Mæting Hattarmanna í stúkuna var til fyrirmynd í kvöld og Kristó sagðist reikna með að það yrði troðfull höll og læti fyrir austan í næsta leik. „Algjörlega og þeir gera vel að mæta hér í kvöld. Þeir náttúrulega eru að fagna því að komast í úrslitakeppnina í fyrsta sinn og óskum þeim til hamingju með það. Við vitum að það verður örugglega meira af Hattarmönnum fyrir austan heldur en Valsmönnum í næsta leik. En við erum náttúrulega líka vanir því. Búnir að spila mikið fyrir norðan á móti Stólunum en við þrífumst í þannig umhverfi og erum mjög spenntir að fara og spila fyrir framan pakkaða höll.“ Leikurinn í kvöld var á köflum nokkuð hægur og mikið af mistökum á báða bóga. Kristó sagði bæði lið vilja spila stífa vörn en hafði þó trú á að vörn Valsmanna myndi ríða baggamuninn að lokum. „Bæði lið vilja spila góða vörn. Spila harkalega og vera fastir fyrir. Það verður þar af leiðandi erfiðara að skora. Við viljum spila vörn, fyrst og fremst og gerum fannst mér mjög vel í kvöld. Þetta verður sennilega engin flugeldasýning út seríuna en auðvitað leggjum við upp með að reyna að fá einhver auðveld stig hér og þar. En ef við vitum að ef spilum okkar vörn þá verður þetta erfitt fyrir þá.“ Körfubolti Valur Subway-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
Hattarmenn voru mjög líflegir í byrjun og gáfu deildarmeisturunum ekkert eftir en eftir því sem á leið komumst Valsmenn betur og betur í takt. „Þeir náttúrulega bara eru með hörkulið eins og við vissum fyrirfram. Það verður ekkert auðvelt í þessu. Við komum flottir fannst mér inn í seinni hálfleik. Náðum að vinna upp líka smá mun og slíta þá aðeins frá okkur. Við þurftum að vinna bara hörðum höndum fyrir því. Þetta er náttúrulega bara einn leikur af þremur sem þarf að vinna og þetta verður áframhaldandi stríð þegar við förum austur á sunnudaginn.“ Mæting Hattarmanna í stúkuna var til fyrirmynd í kvöld og Kristó sagðist reikna með að það yrði troðfull höll og læti fyrir austan í næsta leik. „Algjörlega og þeir gera vel að mæta hér í kvöld. Þeir náttúrulega eru að fagna því að komast í úrslitakeppnina í fyrsta sinn og óskum þeim til hamingju með það. Við vitum að það verður örugglega meira af Hattarmönnum fyrir austan heldur en Valsmönnum í næsta leik. En við erum náttúrulega líka vanir því. Búnir að spila mikið fyrir norðan á móti Stólunum en við þrífumst í þannig umhverfi og erum mjög spenntir að fara og spila fyrir framan pakkaða höll.“ Leikurinn í kvöld var á köflum nokkuð hægur og mikið af mistökum á báða bóga. Kristó sagði bæði lið vilja spila stífa vörn en hafði þó trú á að vörn Valsmanna myndi ríða baggamuninn að lokum. „Bæði lið vilja spila góða vörn. Spila harkalega og vera fastir fyrir. Það verður þar af leiðandi erfiðara að skora. Við viljum spila vörn, fyrst og fremst og gerum fannst mér mjög vel í kvöld. Þetta verður sennilega engin flugeldasýning út seríuna en auðvitað leggjum við upp með að reyna að fá einhver auðveld stig hér og þar. En ef við vitum að ef spilum okkar vörn þá verður þetta erfitt fyrir þá.“
Körfubolti Valur Subway-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn