„Eru búnir að vera að hóta því síðan“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2024 11:00 Kristófer Acox og félagar í Valsliðinu eru sigurstranglegir á móti Hetti í átta liða úrslitunum. Vísir/Diego Teitur Örlygsson sér þroskamerki á Valsliðinu og Helgi Már Magnússon vill að Hattarmenn njóti þess að vera í úrslitakeppninni í fyrstas skiptið. Einvígi liðanna hefst í kvöld. Úrslitakeppni karlakörfuboltans hefst í kvöld og í öðru einvíginu sem fer að stað miðvikudaginn 10. apríl 2024 verður Höttur að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppni frá upphafi. Þetta er því mjög sögulegur dagur fyrir körfuboltann á Austurlandi. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Valsmenn urðu deildarmeistarar og mæta liðinu í áttunda sæti sem varð Höttur. Valsmenn unnu báða innbyrðis leiki liðanna í vetur. Höttur er að taka þátt í úrslitakeppninni í fyrsta sinn en Valsliðið hefur verið í lokaúrslitum undanfarin tvö ár. Búnir að vera langbestir í vetur Stefán Árni Pálsson vildi fá að vita það hvort að Hattarmenn ættu hreinlega einhverja möguleika í þessu einvígi? Klippa: Upphitun fyrir einvígi Vals og Hattar „Já, já. Þeir eiga alveg séns en mér finnst eins og Teitur kemur inn á. Ég er alveg sammála því að Valur er mun mun líklegri kandidat. Þetta eru meistaraefni og hafa verið það undanfarin þrjú ár. Urðu meistarar fyrir tveimur árum og eru búnir að vera að hóta því síðan,“ sagði Helgi Már. Valsmenn hafa misst bestu bakverði sína í meiðsli, fyrst Kára Jónsson og svo Joshua Jefferson. „Þeir eru búnir að vera langbestir í vetur en hafa vissulega lent í einhverjum skakkaföllum. Ég held að það skipti engu máli í þessari seríu. Valsmenn eru ennþá daginn í dag meistarakandidatar þrátt fyrir að hafa misst þessa menn,“ sagði Helgi. Sér þroskamerki Teitur hrósaði Valsmönnum og hvernig þeir nálguðust leik sinn í lokaumferðinni. „Þessi kjarni Valsmanna er samt sem áður búinn að búa til smá sigurhefð. Hvernig þeir mæta inn í leiki. Ég var hrifinn af því í gær að horfa á Val á móti Njarðvík, í leik sem skipti þá engu máli. Þeir voru bara á fullu, menn stigu upp hver á fætur öðrum og maður sá að þessi leikur skipti þá máli þrátt fyrir að deildartitillinn væri í höfn,“ sagði Teitur. „Það finnst mér vera þroskamerki og sýnir að Valsliðið er á mjög góðum stað,“ sagði Teitur. Í fyrsta skiptið á lokaballinu „Hversu erfitt verður það fyrir Egilsstaðaabúa að mæta í fyrsta skiptið á lokaballið,“ spurði Stefán Árni. „Ég held að það verði bara gaman hjá þeim. Ég neita að trúa öðru en að þeir reyni að njóta. Ég gæti alveg trúað því að leikur tvö verði erfiður leikur fyrir Val. Troðfullt hús og frábær stemmning. Það er erfitt að fara á Egilsstaði til að byrja með. Ég vona að þeir njóti og gefi allt í þetta,“ sagði Helgi. Leikur Vals og Hattar hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Njarðvíkur og Þórs hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Vals og Hattar og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphituna í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina Subway-deild karla Valur Höttur Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
Úrslitakeppni karlakörfuboltans hefst í kvöld og í öðru einvíginu sem fer að stað miðvikudaginn 10. apríl 2024 verður Höttur að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppni frá upphafi. Þetta er því mjög sögulegur dagur fyrir körfuboltann á Austurlandi. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Valsmenn urðu deildarmeistarar og mæta liðinu í áttunda sæti sem varð Höttur. Valsmenn unnu báða innbyrðis leiki liðanna í vetur. Höttur er að taka þátt í úrslitakeppninni í fyrsta sinn en Valsliðið hefur verið í lokaúrslitum undanfarin tvö ár. Búnir að vera langbestir í vetur Stefán Árni Pálsson vildi fá að vita það hvort að Hattarmenn ættu hreinlega einhverja möguleika í þessu einvígi? Klippa: Upphitun fyrir einvígi Vals og Hattar „Já, já. Þeir eiga alveg séns en mér finnst eins og Teitur kemur inn á. Ég er alveg sammála því að Valur er mun mun líklegri kandidat. Þetta eru meistaraefni og hafa verið það undanfarin þrjú ár. Urðu meistarar fyrir tveimur árum og eru búnir að vera að hóta því síðan,“ sagði Helgi Már. Valsmenn hafa misst bestu bakverði sína í meiðsli, fyrst Kára Jónsson og svo Joshua Jefferson. „Þeir eru búnir að vera langbestir í vetur en hafa vissulega lent í einhverjum skakkaföllum. Ég held að það skipti engu máli í þessari seríu. Valsmenn eru ennþá daginn í dag meistarakandidatar þrátt fyrir að hafa misst þessa menn,“ sagði Helgi. Sér þroskamerki Teitur hrósaði Valsmönnum og hvernig þeir nálguðust leik sinn í lokaumferðinni. „Þessi kjarni Valsmanna er samt sem áður búinn að búa til smá sigurhefð. Hvernig þeir mæta inn í leiki. Ég var hrifinn af því í gær að horfa á Val á móti Njarðvík, í leik sem skipti þá engu máli. Þeir voru bara á fullu, menn stigu upp hver á fætur öðrum og maður sá að þessi leikur skipti þá máli þrátt fyrir að deildartitillinn væri í höfn,“ sagði Teitur. „Það finnst mér vera þroskamerki og sýnir að Valsliðið er á mjög góðum stað,“ sagði Teitur. Í fyrsta skiptið á lokaballinu „Hversu erfitt verður það fyrir Egilsstaðaabúa að mæta í fyrsta skiptið á lokaballið,“ spurði Stefán Árni. „Ég held að það verði bara gaman hjá þeim. Ég neita að trúa öðru en að þeir reyni að njóta. Ég gæti alveg trúað því að leikur tvö verði erfiður leikur fyrir Val. Troðfullt hús og frábær stemmning. Það er erfitt að fara á Egilsstaði til að byrja með. Ég vona að þeir njóti og gefi allt í þetta,“ sagði Helgi. Leikur Vals og Hattar hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Njarðvíkur og Þórs hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Vals og Hattar og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphituna í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina
Subway-deild karla Valur Höttur Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira