Biden segist ósammála nálgun Netanyahu og hann sé að gera mistök Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. apríl 2024 06:50 Biden hefur hingað til verið ötulasti stuðningsmaður Netanyahu en afstaða hans hefur breyst. Það má meðal annars rekja til hörmungarástandsins sem nú ríkir á Gasa og auknum hita í kosningabaráttunni heima fyrir. GPO/Anadolu/Getty Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í samtali við sjónvarpsstöðina Univision í gær að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, vera að gera mistök varðandi Gasa og að hann væri ekki sammála nálgun hans. Biden ítrekaði gagnrýni sína á árás Íraelshers á starfsmenn hjálparsamtaka í síðustu viku, þar sem sjö létu lífið. Þá sagðist hann vilja sjá Ísraelsmenn koma á tafarlausu vopnahléi í sex til átta vikur og hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa. Ummæli forsetans fela í sér nokkra stefnubreytingu en hann hefur áður sagt að það sé undir Hamas komið að ganga að skilmálum um vopnahlé og lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. Biden sagðist einnig hafa rætt við stjórnvöld í Sádi Arabíu, Egyptalandi og Jórdaníu og að þau væru reiðubúin til að flytja matvæli inn á Gasa um leið og Ísraelsmenn gæfu græna ljósið. „Það er engin afsökun fyrir því að sjá fólkinu ekki fyrir heilbrigðisþjónustu og matvælum. Það ætti að gerast núna,“ sagði Biden. Ísraelsmenn sögðu í gær að 468 flutningabifreiðum hefði verið hleypt inn á Gasa í gær og 419 á mánudag. Um er að ræða mesta aðflutning neyðargagna inn á svæðið frá því að stríðið hófst en talsmenn Sameinuðu þjóðanna segja þetta hins vegar langt í frá nóg. Þá sagði Samantha Power, yfirmaður USAid, fyrir þingnefnd í gær að hungursneyð ríkti á Gasa en á sama tíma væru fullar matvöruverslanir í tveggja kílómetra fjarlægð. „Við þurfum að fara langt umfram 500 bíla,“ sagði hún. Þrátt fyrir breyttan tón vestanhafs varðandi hernaðaraðgerðir Ísraels á Gasa hefur Netanyahu greint frá því að áhlaup á Rafah, þar sem yfir milljón manna hefst við, sé á dagskrá. Samningaviðræður um vopnahlé standa yfir en lítið virðist hafa þokast í þeim. Bandaríkin Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Biden ítrekaði gagnrýni sína á árás Íraelshers á starfsmenn hjálparsamtaka í síðustu viku, þar sem sjö létu lífið. Þá sagðist hann vilja sjá Ísraelsmenn koma á tafarlausu vopnahléi í sex til átta vikur og hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa. Ummæli forsetans fela í sér nokkra stefnubreytingu en hann hefur áður sagt að það sé undir Hamas komið að ganga að skilmálum um vopnahlé og lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. Biden sagðist einnig hafa rætt við stjórnvöld í Sádi Arabíu, Egyptalandi og Jórdaníu og að þau væru reiðubúin til að flytja matvæli inn á Gasa um leið og Ísraelsmenn gæfu græna ljósið. „Það er engin afsökun fyrir því að sjá fólkinu ekki fyrir heilbrigðisþjónustu og matvælum. Það ætti að gerast núna,“ sagði Biden. Ísraelsmenn sögðu í gær að 468 flutningabifreiðum hefði verið hleypt inn á Gasa í gær og 419 á mánudag. Um er að ræða mesta aðflutning neyðargagna inn á svæðið frá því að stríðið hófst en talsmenn Sameinuðu þjóðanna segja þetta hins vegar langt í frá nóg. Þá sagði Samantha Power, yfirmaður USAid, fyrir þingnefnd í gær að hungursneyð ríkti á Gasa en á sama tíma væru fullar matvöruverslanir í tveggja kílómetra fjarlægð. „Við þurfum að fara langt umfram 500 bíla,“ sagði hún. Þrátt fyrir breyttan tón vestanhafs varðandi hernaðaraðgerðir Ísraels á Gasa hefur Netanyahu greint frá því að áhlaup á Rafah, þar sem yfir milljón manna hefst við, sé á dagskrá. Samningaviðræður um vopnahlé standa yfir en lítið virðist hafa þokast í þeim.
Bandaríkin Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira