Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Erfiður dagur fyrir flestar Íþróttadeild Vísis skrifar 9. apríl 2024 18:35 Hildur Antonsdottir komst líklega best frá hlutunum á miðsvæðinu hjá íslenska liðinu. Christof Koepsel/Getty Images Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 3-1 tap er liðið heimsótti ógnarsterkt lið Þjóðverja í undankeppni EM 2025. Þýska liðið var mun sterkara á nánast öllum sviðum í leik dagsins og íslensku stelpurnar mega líklega teljast heppnar að hafa ekki tapað stærra. Stelpurnar stóðu þó vel í þýska liðinu fyrsta hálftíma leiksins eftir að hafa lent undir eftir aðeins fjögurra mínútna leik, en eftir að Sveindís Jane Jónsdóttir þurfti að fara meidd af velli fór að halla verulega undan fæti hjá íslenska liðinu. Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður [5] Var að fá á sig mark í fyrsta skipti í treyju íslenska landsliðsins. Í raun lítið sem hún gat gert í mörkum Þjóðverja, en átti oft og tíðum í erfiðleikum með að spila boltanum út frá marki í seinni hálfleik. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður [4] Fékk það óöfundsverða verkefni að glíma við Klöru Bühl á vinstri kantinum og átti oft í vandræðum. Er ekki bakvörður að upplagi, en hefur oft skilað varnarhlutanum í þessari stöðu betur. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [5] Höfum oft séð fyrirliðan eiga betri daga. Sáum hana þó oft mæta vel í hjálparvörnina og á þeim kafla sem íslenska liðið náði að sækja í fyrri hálfleik var hún mætt til að reyna að valda usla í vítateig Þjóðverja eftir löng innköst Sveindísar. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [4] Eftir að hafa sýnt frábæra frammistöðu gegn Pólverjum þar sem hún glímdi vel við Ewu Pajor fann Ingibjörg sig því miður ekki í dag. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður [4] Þessi fer í reynslubankann hjá Sædísi. Átti flotta spretti gegn Pólverjum en þarf að læra á leiki sem þessa þar sem íslenska liðið neyðist til að verjast nánast allan leikinn. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [6] Líklega sú sem átti hvað bestan leik inni á miðsvæðinu. Virðist alltaf geta haldið áfram og vinnur mikið fyrir liðið. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [5] - Tekin af velli á 79. mínútu Hefur átt betri daga í íslensku treyjunni. Var nálægt því að gefa mark í seinni hálfleik þegar hún tapaði boltanum á hættulegum stað. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður [6] Skapaði hættu í tvígang í fyrri hálfleik og átti þátt í marki Íslands. Sæmilegur leikur hjá Karólínu, en við vitum öll að hún getur betur. Diljá Ýr Zomers, vinstri kantmaður [6] - Tekin af velli á 66. mínútu Lagði upp markið fyrir Hlín í fyrri hálfleik og virðist full sjálfstrausts eftir góða mánuði í Belgíu. Fékk þó úr litlu að moða eins og aðrir sóknarmenn Íslands eftir að Sveindís fór af velli. Hlín Eiríksdóttir, hægri kantmaður [7] - Tekin af velli á 66. mínútu Flott frammistaða hjá Hlín sem kom kannski nokkuð óvænt inn í byrjunarliðið fyrir Bryndísi Örnu Níelsdóttur. Skoraði mark Íslands og var ógnandi framan af leik. Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji [5] - Tekin af velli á 30. mínútu Óheppin að þurfa að fara snemma af velli vegna meiðsla. Var búin að vera vinnusöm fram að meiðslunum og augljóst að þýska vörnin lagði mikla áherslu á að reyna að stöðva Sveindísi. Varamenn: Bryndís Arna Níelsdóttir [5] - Kom inn á fyrir Sveindísi Jane Jónsdóttur á 30. mínútu Eins og aðrar í fremstu línu fékk hún úr litlu að moða. Sýnir mikla baráttu, en fékk erfitt verkefni þegar hún kom óvænt inn á fyrir hættulegasta leikmann Íslands. Sandra María Jessen [5] - Kom inn á fyrir Diljá Ýr Zomers á 66. mínútu Kom inn á við erfiðar aðstæður og gerði lítið til að breyta leiknum, enda voru tækifærin til þess fá. Guðný Árnadóttir [5] - Kom inn á fyrir Hlín Eiríksdóttur á 66. mínútu Kom inn á í stöðu sem hún er kannski ekki allt of vön að spila. Skilaði því ágætlega miðað við aðstæður. Selma Sól Magnúsdóttir - Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Sjá meira
Þýska liðið var mun sterkara á nánast öllum sviðum í leik dagsins og íslensku stelpurnar mega líklega teljast heppnar að hafa ekki tapað stærra. Stelpurnar stóðu þó vel í þýska liðinu fyrsta hálftíma leiksins eftir að hafa lent undir eftir aðeins fjögurra mínútna leik, en eftir að Sveindís Jane Jónsdóttir þurfti að fara meidd af velli fór að halla verulega undan fæti hjá íslenska liðinu. Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður [5] Var að fá á sig mark í fyrsta skipti í treyju íslenska landsliðsins. Í raun lítið sem hún gat gert í mörkum Þjóðverja, en átti oft og tíðum í erfiðleikum með að spila boltanum út frá marki í seinni hálfleik. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður [4] Fékk það óöfundsverða verkefni að glíma við Klöru Bühl á vinstri kantinum og átti oft í vandræðum. Er ekki bakvörður að upplagi, en hefur oft skilað varnarhlutanum í þessari stöðu betur. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [5] Höfum oft séð fyrirliðan eiga betri daga. Sáum hana þó oft mæta vel í hjálparvörnina og á þeim kafla sem íslenska liðið náði að sækja í fyrri hálfleik var hún mætt til að reyna að valda usla í vítateig Þjóðverja eftir löng innköst Sveindísar. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [4] Eftir að hafa sýnt frábæra frammistöðu gegn Pólverjum þar sem hún glímdi vel við Ewu Pajor fann Ingibjörg sig því miður ekki í dag. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður [4] Þessi fer í reynslubankann hjá Sædísi. Átti flotta spretti gegn Pólverjum en þarf að læra á leiki sem þessa þar sem íslenska liðið neyðist til að verjast nánast allan leikinn. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [6] Líklega sú sem átti hvað bestan leik inni á miðsvæðinu. Virðist alltaf geta haldið áfram og vinnur mikið fyrir liðið. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [5] - Tekin af velli á 79. mínútu Hefur átt betri daga í íslensku treyjunni. Var nálægt því að gefa mark í seinni hálfleik þegar hún tapaði boltanum á hættulegum stað. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður [6] Skapaði hættu í tvígang í fyrri hálfleik og átti þátt í marki Íslands. Sæmilegur leikur hjá Karólínu, en við vitum öll að hún getur betur. Diljá Ýr Zomers, vinstri kantmaður [6] - Tekin af velli á 66. mínútu Lagði upp markið fyrir Hlín í fyrri hálfleik og virðist full sjálfstrausts eftir góða mánuði í Belgíu. Fékk þó úr litlu að moða eins og aðrir sóknarmenn Íslands eftir að Sveindís fór af velli. Hlín Eiríksdóttir, hægri kantmaður [7] - Tekin af velli á 66. mínútu Flott frammistaða hjá Hlín sem kom kannski nokkuð óvænt inn í byrjunarliðið fyrir Bryndísi Örnu Níelsdóttur. Skoraði mark Íslands og var ógnandi framan af leik. Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji [5] - Tekin af velli á 30. mínútu Óheppin að þurfa að fara snemma af velli vegna meiðsla. Var búin að vera vinnusöm fram að meiðslunum og augljóst að þýska vörnin lagði mikla áherslu á að reyna að stöðva Sveindísi. Varamenn: Bryndís Arna Níelsdóttir [5] - Kom inn á fyrir Sveindísi Jane Jónsdóttur á 30. mínútu Eins og aðrar í fremstu línu fékk hún úr litlu að moða. Sýnir mikla baráttu, en fékk erfitt verkefni þegar hún kom óvænt inn á fyrir hættulegasta leikmann Íslands. Sandra María Jessen [5] - Kom inn á fyrir Diljá Ýr Zomers á 66. mínútu Kom inn á við erfiðar aðstæður og gerði lítið til að breyta leiknum, enda voru tækifærin til þess fá. Guðný Árnadóttir [5] - Kom inn á fyrir Hlín Eiríksdóttur á 66. mínútu Kom inn á í stöðu sem hún er kannski ekki allt of vön að spila. Skilaði því ágætlega miðað við aðstæður. Selma Sól Magnúsdóttir - Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Sjá meira