Þurfa hugrekki og þor: „Fórna öllu fyrir þetta“ Aron Guðmundsson skrifar 9. apríl 2024 14:00 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands Vísir/Sigurjón Ólason Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsiðsins í fótbolta, segir sitt lið þurfa að þora að spila á sínum gildum í kvöld gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025. Sýna hugrekki. Þýska liðið sé mjög gott en það sé íslenska liðið líka. Hann segir íslenska liðið ætla að fórna öllu í leik kvöldsins og sjá hverju það skilar. Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen Leikur Þýskalands og Íslands fer fram á Tivoli-leikvanginum í Aachen í Vesturhluta-Þýskalands klukkan tíu mínútur yfir fjögur síðar í dag. Vísir ræddi við Þorstein fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Tivoli-leikvanginum í gær. Hann var ánægður með umgjörðina sjálfa á leikvanginum sjálfum en hafði sínar skoðanir á vellinum sjálfum sem blaðamaður tekur undir. Ljóst er að völlurinn er ekki upp á sitt besta, virkaði loðinn og tættur. Klippa: Þurfa að sýna hugrekki og þor: Fórna öllu í þetta „Grasið virkar ekkert voðalega gott en bara allt í lagi. Umgjörðin er hins vegar flott og allt í standi held ég.“ Íslenska landsliðið mætir til leiks í kvöld á toppi fjórða riðils í A-deild eftir 3-0 sigur á Póllandi í fyrstu umferð. Þjóðverjarnir eru í 2.sæti riðilsins með sama stigafjölda en verri markatölu eftir 3-2 sigur á Austurríki. „Leikurinn á móti Þjóðverjum verður allt öðru vísi en á móti Pólverjunum. Þýska liðið mun pressa okkur hátt á vellinum, þær munu vera mjög agressívar. Við þurfum að þora að vera við sjálf. Þora að vera með boltann og vera góð í návígjum. Bæði með og án bolta. Þora að vera við sjálf og sýna hugrekki á vellinum. Það er það sem við þurfum að fara með inn í leikinn. Hugrökk alla leið og þora að framkvæma þá hluti sem við getum. Við vitum að þetta þýska lið er gott. En að sama skapi teljum við okkur líka vera með gott lið. Auðvitað vitum við að þetta verður erfitt en við ætlum okkur hluti í þessum leik. Ætlum okkur að spila góðan leik og gefa allt í þetta. Ef við getum gengið sátt frá því sem við lögðum í leikinn þá getum við uppskorið góða hluti. Markmiðið er bara að leggja allt í sölurnar. Fórna öllu fyrir þetta. Svo sjáum við hverju það skilar okkur.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan tíu mínútur yfir fjögur og verður honum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Þá færum við ykkur brakandi fersk viðbrögð frá landsliðsþjálfaranum sem og leikmönnum Íslands fljótlega að leik loknum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen Leikur Þýskalands og Íslands fer fram á Tivoli-leikvanginum í Aachen í Vesturhluta-Þýskalands klukkan tíu mínútur yfir fjögur síðar í dag. Vísir ræddi við Þorstein fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Tivoli-leikvanginum í gær. Hann var ánægður með umgjörðina sjálfa á leikvanginum sjálfum en hafði sínar skoðanir á vellinum sjálfum sem blaðamaður tekur undir. Ljóst er að völlurinn er ekki upp á sitt besta, virkaði loðinn og tættur. Klippa: Þurfa að sýna hugrekki og þor: Fórna öllu í þetta „Grasið virkar ekkert voðalega gott en bara allt í lagi. Umgjörðin er hins vegar flott og allt í standi held ég.“ Íslenska landsliðið mætir til leiks í kvöld á toppi fjórða riðils í A-deild eftir 3-0 sigur á Póllandi í fyrstu umferð. Þjóðverjarnir eru í 2.sæti riðilsins með sama stigafjölda en verri markatölu eftir 3-2 sigur á Austurríki. „Leikurinn á móti Þjóðverjum verður allt öðru vísi en á móti Pólverjunum. Þýska liðið mun pressa okkur hátt á vellinum, þær munu vera mjög agressívar. Við þurfum að þora að vera við sjálf. Þora að vera með boltann og vera góð í návígjum. Bæði með og án bolta. Þora að vera við sjálf og sýna hugrekki á vellinum. Það er það sem við þurfum að fara með inn í leikinn. Hugrökk alla leið og þora að framkvæma þá hluti sem við getum. Við vitum að þetta þýska lið er gott. En að sama skapi teljum við okkur líka vera með gott lið. Auðvitað vitum við að þetta verður erfitt en við ætlum okkur hluti í þessum leik. Ætlum okkur að spila góðan leik og gefa allt í þetta. Ef við getum gengið sátt frá því sem við lögðum í leikinn þá getum við uppskorið góða hluti. Markmiðið er bara að leggja allt í sölurnar. Fórna öllu fyrir þetta. Svo sjáum við hverju það skilar okkur.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan tíu mínútur yfir fjögur og verður honum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Þá færum við ykkur brakandi fersk viðbrögð frá landsliðsþjálfaranum sem og leikmönnum Íslands fljótlega að leik loknum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira