Þurfa að stöðva ógnarsterka liðsfélaga Glódísar Aron Guðmundsson skrifar 9. apríl 2024 13:00 Íslenska landsliðið þarf frammistöðu úr efstu hillu til þess að klekkja á liði Þýskalands í undankeppni EM í kvöld. Klara Buhl og Lea Schuller, leikmenn Þýskalands og liðsfélagar Glódísar Perlu hjá Bayern Munchen, búa yfir gæðum í heimsklassa Vísir/Samsett mynd Íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður þýska liðsins Bayern Munchen, mun í kvöld mæta nokkrum af liðsfélögum sínum þegar að Þýskaland og Ísland mætast í undankeppni EM 2025 í fótbolta í Aachen í Þýskalandi. Tvær af þeim, sóknarleikmennirnir Lea Schuller og Klara Buhl, búa yfir gæðum sem koma þeim á lista yfir bestu leikmenn í heimi að mati Glódísar. Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen Leikmenn íslenska landsliðsins munu þurfa að hitta á sinn dag til þess að standa í fullu tré við þýska liðið, eitt besta landslið í heimi, í kvöld. Einstaklingsgæðin sem þýska liðið hefur innan sinna raða eru mjög mikil. Þar innanborðs eru leikmenn sem geta tekið upp á því að vinna leiki á sínar eigin spýtur. Hin 26 ára gamla Lea Schuller hefur komið að tuttugu og tveimur mörkum á yfirstandandi tímabili fyrir Bayern Munchen og þýska landsliðið. Og akkúrat sömu sögu er að segja af hinni 23 ára gömlu Klöru Buhl en báðar leika þær með Bayern Munchen líkt og íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla. Klippa: Glódís þekkir tvær af helstu stjörnum Þjóðverja mjög vel. Ekki eru þetta einu vopn þýska liðsins en Glódís Perla hefur ekki tekið upp á því í aðdraganda leiksins að tala eitthvað sérstaklega um þessa tvo leikmenn við sína liðsfélaga í íslenska landsliðinu. „Nei ég hef svo sem ekki sagt neitt sérstaklega um þessa tvo leikmenn við stelpurnar. Við erum líka með mikið af gríðarlega góðum leikmönnum, góða varnarmenn. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því að þetta verði einhver ójöfn keppni þar á milli.“ En hverjir eru helstu styrkleikar þessara tveggja leikmanna, Leu og Klöru? „Klara er frábær í stöðunni einn á einn. Örugglega einn besti leikmaður í heimi í þeirri stöðu. Þá er hún kraftmikil, getur notað báðar fætur, skotið og gefið fyrir. Þá búa þær báðar yfir mikilli hlaupagetu. Lea er frábær í loftinu og er að mínu mati besti leikmaður í heimi í loftinu. Að sama skapi er hún orðin gríðarlega vinnusöm, hleypur mikið og hratt. Þetta eru þeirra helstu styrkleikar.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan tíu mínútur yfir fjögur og verður honum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Þá færum við ykkur brakandi fersk viðbrögð frá landsliðsþjálfaranum sem og leikmönnum Íslands fljótlega að leik loknum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen Leikmenn íslenska landsliðsins munu þurfa að hitta á sinn dag til þess að standa í fullu tré við þýska liðið, eitt besta landslið í heimi, í kvöld. Einstaklingsgæðin sem þýska liðið hefur innan sinna raða eru mjög mikil. Þar innanborðs eru leikmenn sem geta tekið upp á því að vinna leiki á sínar eigin spýtur. Hin 26 ára gamla Lea Schuller hefur komið að tuttugu og tveimur mörkum á yfirstandandi tímabili fyrir Bayern Munchen og þýska landsliðið. Og akkúrat sömu sögu er að segja af hinni 23 ára gömlu Klöru Buhl en báðar leika þær með Bayern Munchen líkt og íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla. Klippa: Glódís þekkir tvær af helstu stjörnum Þjóðverja mjög vel. Ekki eru þetta einu vopn þýska liðsins en Glódís Perla hefur ekki tekið upp á því í aðdraganda leiksins að tala eitthvað sérstaklega um þessa tvo leikmenn við sína liðsfélaga í íslenska landsliðinu. „Nei ég hef svo sem ekki sagt neitt sérstaklega um þessa tvo leikmenn við stelpurnar. Við erum líka með mikið af gríðarlega góðum leikmönnum, góða varnarmenn. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því að þetta verði einhver ójöfn keppni þar á milli.“ En hverjir eru helstu styrkleikar þessara tveggja leikmanna, Leu og Klöru? „Klara er frábær í stöðunni einn á einn. Örugglega einn besti leikmaður í heimi í þeirri stöðu. Þá er hún kraftmikil, getur notað báðar fætur, skotið og gefið fyrir. Þá búa þær báðar yfir mikilli hlaupagetu. Lea er frábær í loftinu og er að mínu mati besti leikmaður í heimi í loftinu. Að sama skapi er hún orðin gríðarlega vinnusöm, hleypur mikið og hratt. Þetta eru þeirra helstu styrkleikar.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan tíu mínútur yfir fjögur og verður honum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Þá færum við ykkur brakandi fersk viðbrögð frá landsliðsþjálfaranum sem og leikmönnum Íslands fljótlega að leik loknum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Sjá meira