Mun túlka Springsteen Atli Ísleifsson skrifar 9. apríl 2024 08:49 Jeremy Allen White er þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Shameless og The Bear. EPA Bandaríski leikarinn Jeremy Allen White, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum The Bear, mun túlka Bruce Springsteen í væntanlegri kvikmynd um stórsöngvarann. Deadline greindi frá þessu í gær. Fjölmargir hafa verið nefndir í því samhengi að fá hlutverkið en nú liggur fyrir að hinn 33 ára White hafi dregið lengsta stráið. Myndin mun bera nafnið Deliver Me From Nowhere og er litið á framleiðslu hennar sem mikinn feng fyrir 20th Century Studios og nýjan forstjóra framleiðslufyrirtækisins, David Greenbaum. White er einnig þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk Phillip „Lip“ Gallagher í þáttunum Shameless sem framleiddir voru á árunum 2011 til 2021. Í myndinni um Springsteen mun segja frá mótandi tímabili í lífi söngvarans, þar sem hann glímdi við andleg veikindi á sama tíma og hann reyndi að fóta sig sem alheimsstjarna. Á sama tíma samdi hann og tók upp plötuna Nebraska sem kom út árið 1982 og er almennt talin ein af hans bestu. Tökur á myndinni hefjast í haust, en hún verður sýnd í kvikmyndahúsum og síðar í streymisveitu Disney. Bæði Springsteen sjálfur og umboðsmaður hans, Jon Landau, taka virkan þátt í framleiðslu myndarinnar þar sem meðal annars verður að finna tónlist af plötunum The River, Nebraska og Born in the U.S.A. Bíó og sjónvarp Hollywood Tónlist Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Deadline greindi frá þessu í gær. Fjölmargir hafa verið nefndir í því samhengi að fá hlutverkið en nú liggur fyrir að hinn 33 ára White hafi dregið lengsta stráið. Myndin mun bera nafnið Deliver Me From Nowhere og er litið á framleiðslu hennar sem mikinn feng fyrir 20th Century Studios og nýjan forstjóra framleiðslufyrirtækisins, David Greenbaum. White er einnig þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk Phillip „Lip“ Gallagher í þáttunum Shameless sem framleiddir voru á árunum 2011 til 2021. Í myndinni um Springsteen mun segja frá mótandi tímabili í lífi söngvarans, þar sem hann glímdi við andleg veikindi á sama tíma og hann reyndi að fóta sig sem alheimsstjarna. Á sama tíma samdi hann og tók upp plötuna Nebraska sem kom út árið 1982 og er almennt talin ein af hans bestu. Tökur á myndinni hefjast í haust, en hún verður sýnd í kvikmyndahúsum og síðar í streymisveitu Disney. Bæði Springsteen sjálfur og umboðsmaður hans, Jon Landau, taka virkan þátt í framleiðslu myndarinnar þar sem meðal annars verður að finna tónlist af plötunum The River, Nebraska og Born in the U.S.A.
Bíó og sjónvarp Hollywood Tónlist Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein