Sjáðu fyrsta mark Gylfa og þegar KR skoraði beint úr hornspyrnu Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2024 11:32 KR og Fylkir röðuðu inn mörkum í Árbænum í gær en það voru KR-ingar sem fóru heim með stigin þrjú. vísir/Anton Gylfi Þór Sigurðsson var í aðalhlutverki í fyrsta leik sínum í Bestu deildinni í fótbolta í gær. Fyrsta mark hans í deildinni, markasúpuna í leik Fylkis og KR, og önnur mörk gærdagsins má nú sjá á Vísi. Gylfi átti stóran þátt í báðum mörkum Vals í gær, í 2-0 sigrinum á ÍA. Hann átti fyrirgjöf í fyrra markinu á Orra Sigurð Ómarsson sem gerði vel í að skalla á Patrick Pedersen sem skoraði. Gylfi skoraði svo sjálfur seinna markið, með skoti úr miðjum teignum eftir að hafa verið fljótur að athafna sig. Klippa: Mörkin úr leik Vals og ÍA Í Árbænum voru skoruð sjö mörk í 4-3 sigri KR gegn Fylki, í fyrsta deildarleik KR-inga undir stjórn Gregg Ryder. Theodór Elmar Bjarnason okm KR yfir en Benedikt Daríus Garðarsson jafnaði rétt fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik komst KR aftur yfir eftir glæsimark Luke Rae, og Atli Sigurjónsson skoraði úr skyndisókn strax í kjölfarið. Atli skoraði svo fjórða mark KR beint úr hornspyrnu á 80. mínútu. Fylki tókst samt að minnka muninn með mörkum frá Halldóri Jóni Sigurði Þórðarsyni og Þórði Gunnari Hafþórssyni. Klippa: Mörkin úr leik Fylkis og KR Vestramenn urðu að sætta sig við 2-0 tap í frumraun sinni í deildinni, gegn Fram í Úlfarsárdal, þar sem bæði mörkin komu á fyrsta hálftímanum. Fred skoraði fyrra markið með góðu skoti og það seinna er á vef KSÍ skráð á Kennie Chopart, en boltinn fór af Eiði Aroni Sigurbjörnssyni á leiðinni í netið. Klippa: Mörkin úr leik Fram og Vestra Í snjókomunni á Akureyri voru einnig tvö mörk skoruð en þar gerðu KA og HK 1-1 jafntefli. Rodrigo Gomes kom KA yfir strax á áttundu mínútu en Atli Þór Jónasson nýtti hæð sína vel til að jafna fyrir HK, en KA-menn voru ósáttir við að ekki skyldi dæmd aukaspyrna á samherja hans fyrir að hefta för markvarðarins Kristijan Jajalo. Klippa: Mörkin úr leik KA og HK Besta deild karla Fram Vestri Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr opnunarleik Bestu deildarinnar Víkingur lagði Stjörnuna í opnunarleik Bestu deildar karla í gærkvöldi. Meistararnir byrja tímabilið því vel enda ætla þeir sér stóra hluti. 7. apríl 2024 13:30 Uppgjörið: Valur - ÍA 2-0 | Gylfi á skotskónum í sigri Vals Valur vann 2-0 sigur gegn ÍA. Yfirburðir Valsmanna voru miklir og sigurinn hefði getað verið stærri. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í sínum fyrsta leik í efstu deild og stóðst allar væntingar. 7. apríl 2024 21:05 Uppgjörið: Fylkir - KR 3-4 | Markaveisla í Árbænum KR fór í heimsókn í Árbæ þar sem liðið mætti Fylki í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Lokatölur 3-4 fyrir gestina í hreint út sagt ótrúlegum leik. 7. apríl 2024 18:31 Uppgjörið: KA - HK 1-1 | Sterkt stig HK-inga fyrir norðan KA og HK skildu jöfn á Greifavellinum á Akureyri í dag í fyrstu umferð Bestu deildar karla, lokatölur 1-1. Viðar Örn Kjartansson kom inn á í liði KA í síðari hálfleik en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. 7. apríl 2024 15:22 Uppgjörið: Fram - Vestri 2-0 | Öflug byrjun í Úlfarsárdalnum Nýliðar Vestra heimsóttu Fram í Úlfarsárdalinn í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Lokatölur 2-0 sigur Fram, bæði mörk komu í fyrri hálfleiknum sem var feyki fjörugur, það hægðist svo töluvert á hlutunum í þeim seinni. 7. apríl 2024 15:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira
Gylfi átti stóran þátt í báðum mörkum Vals í gær, í 2-0 sigrinum á ÍA. Hann átti fyrirgjöf í fyrra markinu á Orra Sigurð Ómarsson sem gerði vel í að skalla á Patrick Pedersen sem skoraði. Gylfi skoraði svo sjálfur seinna markið, með skoti úr miðjum teignum eftir að hafa verið fljótur að athafna sig. Klippa: Mörkin úr leik Vals og ÍA Í Árbænum voru skoruð sjö mörk í 4-3 sigri KR gegn Fylki, í fyrsta deildarleik KR-inga undir stjórn Gregg Ryder. Theodór Elmar Bjarnason okm KR yfir en Benedikt Daríus Garðarsson jafnaði rétt fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik komst KR aftur yfir eftir glæsimark Luke Rae, og Atli Sigurjónsson skoraði úr skyndisókn strax í kjölfarið. Atli skoraði svo fjórða mark KR beint úr hornspyrnu á 80. mínútu. Fylki tókst samt að minnka muninn með mörkum frá Halldóri Jóni Sigurði Þórðarsyni og Þórði Gunnari Hafþórssyni. Klippa: Mörkin úr leik Fylkis og KR Vestramenn urðu að sætta sig við 2-0 tap í frumraun sinni í deildinni, gegn Fram í Úlfarsárdal, þar sem bæði mörkin komu á fyrsta hálftímanum. Fred skoraði fyrra markið með góðu skoti og það seinna er á vef KSÍ skráð á Kennie Chopart, en boltinn fór af Eiði Aroni Sigurbjörnssyni á leiðinni í netið. Klippa: Mörkin úr leik Fram og Vestra Í snjókomunni á Akureyri voru einnig tvö mörk skoruð en þar gerðu KA og HK 1-1 jafntefli. Rodrigo Gomes kom KA yfir strax á áttundu mínútu en Atli Þór Jónasson nýtti hæð sína vel til að jafna fyrir HK, en KA-menn voru ósáttir við að ekki skyldi dæmd aukaspyrna á samherja hans fyrir að hefta för markvarðarins Kristijan Jajalo. Klippa: Mörkin úr leik KA og HK
Besta deild karla Fram Vestri Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr opnunarleik Bestu deildarinnar Víkingur lagði Stjörnuna í opnunarleik Bestu deildar karla í gærkvöldi. Meistararnir byrja tímabilið því vel enda ætla þeir sér stóra hluti. 7. apríl 2024 13:30 Uppgjörið: Valur - ÍA 2-0 | Gylfi á skotskónum í sigri Vals Valur vann 2-0 sigur gegn ÍA. Yfirburðir Valsmanna voru miklir og sigurinn hefði getað verið stærri. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í sínum fyrsta leik í efstu deild og stóðst allar væntingar. 7. apríl 2024 21:05 Uppgjörið: Fylkir - KR 3-4 | Markaveisla í Árbænum KR fór í heimsókn í Árbæ þar sem liðið mætti Fylki í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Lokatölur 3-4 fyrir gestina í hreint út sagt ótrúlegum leik. 7. apríl 2024 18:31 Uppgjörið: KA - HK 1-1 | Sterkt stig HK-inga fyrir norðan KA og HK skildu jöfn á Greifavellinum á Akureyri í dag í fyrstu umferð Bestu deildar karla, lokatölur 1-1. Viðar Örn Kjartansson kom inn á í liði KA í síðari hálfleik en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. 7. apríl 2024 15:22 Uppgjörið: Fram - Vestri 2-0 | Öflug byrjun í Úlfarsárdalnum Nýliðar Vestra heimsóttu Fram í Úlfarsárdalinn í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Lokatölur 2-0 sigur Fram, bæði mörk komu í fyrri hálfleiknum sem var feyki fjörugur, það hægðist svo töluvert á hlutunum í þeim seinni. 7. apríl 2024 15:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira
Sjáðu mörkin úr opnunarleik Bestu deildarinnar Víkingur lagði Stjörnuna í opnunarleik Bestu deildar karla í gærkvöldi. Meistararnir byrja tímabilið því vel enda ætla þeir sér stóra hluti. 7. apríl 2024 13:30
Uppgjörið: Valur - ÍA 2-0 | Gylfi á skotskónum í sigri Vals Valur vann 2-0 sigur gegn ÍA. Yfirburðir Valsmanna voru miklir og sigurinn hefði getað verið stærri. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í sínum fyrsta leik í efstu deild og stóðst allar væntingar. 7. apríl 2024 21:05
Uppgjörið: Fylkir - KR 3-4 | Markaveisla í Árbænum KR fór í heimsókn í Árbæ þar sem liðið mætti Fylki í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Lokatölur 3-4 fyrir gestina í hreint út sagt ótrúlegum leik. 7. apríl 2024 18:31
Uppgjörið: KA - HK 1-1 | Sterkt stig HK-inga fyrir norðan KA og HK skildu jöfn á Greifavellinum á Akureyri í dag í fyrstu umferð Bestu deildar karla, lokatölur 1-1. Viðar Örn Kjartansson kom inn á í liði KA í síðari hálfleik en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. 7. apríl 2024 15:22
Uppgjörið: Fram - Vestri 2-0 | Öflug byrjun í Úlfarsárdalnum Nýliðar Vestra heimsóttu Fram í Úlfarsárdalinn í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Lokatölur 2-0 sigur Fram, bæði mörk komu í fyrri hálfleiknum sem var feyki fjörugur, það hægðist svo töluvert á hlutunum í þeim seinni. 7. apríl 2024 15:00