Vél frá Boeing snúið við eftir að vélarhlíf rifnaði af í flugtaki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. apríl 2024 07:04 Rannsóknaryfirvöld vestanhafs hafa nú fjölda tilvika til rannsóknar þar sem vélar frá Boeing koma við sögu. AP/Ted S. Warren Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum hafa hafið enn eina rannsóknina er varðar flugvél frá Boeing, eftir að flugmenn neyddust til að lenda vél frá fyrirtækinu í kjölfar þess að vélarhlíf rifnaði af í flugtaki. Um var að ræða vél í eigu Southwest Airlines sem var að taka á loft frá alþjóðaflugvellinum í Denver í gær þegar atvikið átti sér stað. Vélin lenti örugglega á vellinum 25 mínútum eftir flugtak en á myndskeiðum má sjá hlífina blakta í vindinum. 135 farþegar og sex áhafnarmeðlimir voru um borð. Engan sakaði. Engine cowling on Southwest Airlines Boeing plane falls off during take-off video https://t.co/8uvOBMmXG5— The Guardian (@guardian) April 8, 2024 Samkvæmt Southwest Airlines er nú verið að skoða vélina en hún var tekin í notkun árið 2015. Flugfélagið hefur neitað því að svara hvenær síðasta öryggisskoðun fór fram. Boeing flugvélaframleiðandinn hefur ekki átt sjö dagana sæla en ýmsar bilanir sem hafa orðið í vélum félagsins hafa ratað í fréttirnar síðustu misseri og raunar ár. Nú síðast voru Max 9 vélar fyrirtækisins í Bandaríkjunum kyrrsettar í kjölfar þess að hurðarlok losnaði í miðju flugi. Fjöldi hópmálsókna hefur verið höfðaður á hendur fyrirtækinu vegna atviksins. Þá vekur athygli að flugmálayfirvöld vestanhafs rannsaka nú einnig að minnsta kosti þrjú önnur tilvik þar sem Boeing-vélum í eigu Southwest Airlines var snúið við eftir að áhöfnin tilkynnti um vélarbilun. Bandaríkin Fréttir af flugi Samgöngur Boeing Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Um var að ræða vél í eigu Southwest Airlines sem var að taka á loft frá alþjóðaflugvellinum í Denver í gær þegar atvikið átti sér stað. Vélin lenti örugglega á vellinum 25 mínútum eftir flugtak en á myndskeiðum má sjá hlífina blakta í vindinum. 135 farþegar og sex áhafnarmeðlimir voru um borð. Engan sakaði. Engine cowling on Southwest Airlines Boeing plane falls off during take-off video https://t.co/8uvOBMmXG5— The Guardian (@guardian) April 8, 2024 Samkvæmt Southwest Airlines er nú verið að skoða vélina en hún var tekin í notkun árið 2015. Flugfélagið hefur neitað því að svara hvenær síðasta öryggisskoðun fór fram. Boeing flugvélaframleiðandinn hefur ekki átt sjö dagana sæla en ýmsar bilanir sem hafa orðið í vélum félagsins hafa ratað í fréttirnar síðustu misseri og raunar ár. Nú síðast voru Max 9 vélar fyrirtækisins í Bandaríkjunum kyrrsettar í kjölfar þess að hurðarlok losnaði í miðju flugi. Fjöldi hópmálsókna hefur verið höfðaður á hendur fyrirtækinu vegna atviksins. Þá vekur athygli að flugmálayfirvöld vestanhafs rannsaka nú einnig að minnsta kosti þrjú önnur tilvik þar sem Boeing-vélum í eigu Southwest Airlines var snúið við eftir að áhöfnin tilkynnti um vélarbilun.
Bandaríkin Fréttir af flugi Samgöngur Boeing Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira