Lífsnauðsynlegur sigur Luton og markaveisla hjá Villa og Brentford Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2024 16:04 Carlton Morris fagnar hér sigurmarki sínu sem gæti reynst Luton Town mikilvægt. Vísir/Getty Luton vann afar mikilvægan sigur í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Þá fór fram mikill markaleikur þegar Aston Villa tók á móti Brentford. Leikur Aston Villa og Brentford á heimavelli Villa var frábær skemmtun. Ollie Watkins kom kom Villa í forystuna með marki á 39. mínútu en eftir stöðuna 1-0 í hálfleik bættist heldur betur í markaflóruna í þeim síðari. Morgan Rogers kom Villa í 2-0 eftir aðeins hálfrar mínútu leik í síðari hálfleik en á 59. mínútu hófst endurkoma Brentford með marki Mathias Jörgensen. Bryan Mbuemo jafnaði í 2-2 tveimur mínútum síðar og Yoane Wissa fullkomnaði endurkomunu með marki á 68. mínútu og knattspyrnustjóri Villa Unai Emray var brjálaður á hliðarlínunni. Mark Flekken tapaði þessu einvígi gegn Ollie Watkins þegar Watkins jafnaði metin í 3-3.Vísir/Getty Ollie Watkins hefur þó margsýnt fram á það að hann er sannarlega betri en enginn. Hann jafnaði í 3-3 á 81. mínútu eftir vafasamt úthlaup Mark Flekken í marki Brentford og tryggði Villa stig. Lokatölur 3-3 og Tottenham getur jafnað Villa að stigum í 4. sætinu á morgun en liðið mætir þá Nottingham Forest. Á Goodison Park mætti Everton liði Burnley þar sem Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði leikinn á varamannabekknum. Þar var aðeins eitt mark skorað og það gerði Dominic Calvert-Lewin í uppbótartíma fyrri hálfleiks fyrir lið Everton. Markið kom eftir mistök Arijanet Muric í marki Burnley og svipaði það til marks Darwin Nunez gegn Sheffield United í vikunni. Dominic Calvert-Lewin skoraði mikilvægt mark fyrir Everton í dag.Vísir/Getty Lítið var um færi í leiknum en heimamenn héldu forystunni út síðari hálfleik og tryggðu sér gríðarlega mikilvæg þrjú stig. Everton er nú komið sex stigum frá fallsæti deildarinnar. Í Lundúnum tók lið Fulham á móti Newcastle. Leikurinn var markalaus lengst af en á 75. mínútu skoraði Fabian Schär fyrir Newcastle en það mark var dæmt af vegna brots. Sex mínútum síðar skoraði Newcastle hins vegar löglegt mark sem reyndist það eina í leiknum. Þar var á ferðinni Brasilíumaðurinn Bruno Guimares og eftir 1-0 sigurinn er Newcastle aðeins einu stigi á eftir liði Manchester United og í 8. sæti deildarinnar. Bruno Guimares fagnar sigurmarki sínu í dag.Vísir/Getty Luton og Bournemouth mættust á heimavelli þeirra fyrrnefndu. Marcus Tavernier kom gestunum í forystu í fyrri hálfleik en Jordan Clark jafnaði fyrir Luton á 73. mínútu. Í uppbótartíma skoraði Carlton Morris síðan gríðarlega mikilvægt mark fyrir Luton og tryggði liðinu 2-1 sigur. Stigin þrjú þýða að Luton er nú jafnt Nottingham Forest að stigum en situr þó í fallsæti á markatölu. Forest mætir eins og áður segir Tottenham á útivelli á morgun. West Ham átti góða endurkomu þegar liðið var í heimsókn hjá Wolves. Pablo Sarabia kom Úlfunum yfir á 33. mínútu með marki úr vítaspyrnu en tvö mörk á síðustu tuttugu mínútunum tryggðu lærisveinum David Moyes stigin þrjú. Fyrst jafnaði Lucas Paqueta úr öðru víti á 72. mínútu og James Ward-Prowse tryggði West Ham 2-1 sigur með ótrúlegu marki beint úr hornspyrnu á 84. mínútu. Wolves tókst að skora á tíundu mínútu uppbótartíma en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Þrjú stig í höfn hjá West Ham sem situr í 7. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Manchester United en tveimur leikjum fleiri spilaða. Úrslit dagsins: Crystal Palace - Manchester City 2-4Aston Villa - Brentford 3-3Everton - Burnley 1-0Fulham - Newcastle 0-1Luton - Bournemouth 2-1Wolves - West Ham 1-2 Enski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Sport Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Sjá meira
Leikur Aston Villa og Brentford á heimavelli Villa var frábær skemmtun. Ollie Watkins kom kom Villa í forystuna með marki á 39. mínútu en eftir stöðuna 1-0 í hálfleik bættist heldur betur í markaflóruna í þeim síðari. Morgan Rogers kom Villa í 2-0 eftir aðeins hálfrar mínútu leik í síðari hálfleik en á 59. mínútu hófst endurkoma Brentford með marki Mathias Jörgensen. Bryan Mbuemo jafnaði í 2-2 tveimur mínútum síðar og Yoane Wissa fullkomnaði endurkomunu með marki á 68. mínútu og knattspyrnustjóri Villa Unai Emray var brjálaður á hliðarlínunni. Mark Flekken tapaði þessu einvígi gegn Ollie Watkins þegar Watkins jafnaði metin í 3-3.Vísir/Getty Ollie Watkins hefur þó margsýnt fram á það að hann er sannarlega betri en enginn. Hann jafnaði í 3-3 á 81. mínútu eftir vafasamt úthlaup Mark Flekken í marki Brentford og tryggði Villa stig. Lokatölur 3-3 og Tottenham getur jafnað Villa að stigum í 4. sætinu á morgun en liðið mætir þá Nottingham Forest. Á Goodison Park mætti Everton liði Burnley þar sem Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði leikinn á varamannabekknum. Þar var aðeins eitt mark skorað og það gerði Dominic Calvert-Lewin í uppbótartíma fyrri hálfleiks fyrir lið Everton. Markið kom eftir mistök Arijanet Muric í marki Burnley og svipaði það til marks Darwin Nunez gegn Sheffield United í vikunni. Dominic Calvert-Lewin skoraði mikilvægt mark fyrir Everton í dag.Vísir/Getty Lítið var um færi í leiknum en heimamenn héldu forystunni út síðari hálfleik og tryggðu sér gríðarlega mikilvæg þrjú stig. Everton er nú komið sex stigum frá fallsæti deildarinnar. Í Lundúnum tók lið Fulham á móti Newcastle. Leikurinn var markalaus lengst af en á 75. mínútu skoraði Fabian Schär fyrir Newcastle en það mark var dæmt af vegna brots. Sex mínútum síðar skoraði Newcastle hins vegar löglegt mark sem reyndist það eina í leiknum. Þar var á ferðinni Brasilíumaðurinn Bruno Guimares og eftir 1-0 sigurinn er Newcastle aðeins einu stigi á eftir liði Manchester United og í 8. sæti deildarinnar. Bruno Guimares fagnar sigurmarki sínu í dag.Vísir/Getty Luton og Bournemouth mættust á heimavelli þeirra fyrrnefndu. Marcus Tavernier kom gestunum í forystu í fyrri hálfleik en Jordan Clark jafnaði fyrir Luton á 73. mínútu. Í uppbótartíma skoraði Carlton Morris síðan gríðarlega mikilvægt mark fyrir Luton og tryggði liðinu 2-1 sigur. Stigin þrjú þýða að Luton er nú jafnt Nottingham Forest að stigum en situr þó í fallsæti á markatölu. Forest mætir eins og áður segir Tottenham á útivelli á morgun. West Ham átti góða endurkomu þegar liðið var í heimsókn hjá Wolves. Pablo Sarabia kom Úlfunum yfir á 33. mínútu með marki úr vítaspyrnu en tvö mörk á síðustu tuttugu mínútunum tryggðu lærisveinum David Moyes stigin þrjú. Fyrst jafnaði Lucas Paqueta úr öðru víti á 72. mínútu og James Ward-Prowse tryggði West Ham 2-1 sigur með ótrúlegu marki beint úr hornspyrnu á 84. mínútu. Wolves tókst að skora á tíundu mínútu uppbótartíma en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Þrjú stig í höfn hjá West Ham sem situr í 7. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Manchester United en tveimur leikjum fleiri spilaða. Úrslit dagsins: Crystal Palace - Manchester City 2-4Aston Villa - Brentford 3-3Everton - Burnley 1-0Fulham - Newcastle 0-1Luton - Bournemouth 2-1Wolves - West Ham 1-2
Enski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Sport Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Sjá meira