„Okkur langaði bara í meira“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2024 20:42 Sædís Rún Heiðarsdóttir stóð vaktina í vinstri bakverðinum vel í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Við ætluðum okkur að byrja sterkt og hafa þetta í okkar höndum. 3-0 og hreint lak, það er varla hægt að biðja um meira“ sagði Sædís Rún Heiðarsdóttir, bakvörður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, eftir öruggan 3-0 sigur gegn Pólverjum í kvöld. Pólska liðið náði að skapa sér færi í upphafi leiks, en Sædís segist aldrei hafa haft áhyggjur af því að íslenska liðið myndi lenda í basli í kvöld. „Mér persónulega leið ekki illa og ég vissi að við myndum fá færi. Auðvitað fengu þær líka sín færi, en okkur tókst að koma boltanum í netið og það er það sem þetta snýst um. Eins og ég segir er 3-0 bara geggjað og eftir að við skorum þetta fyrsta mark fannst mér þetta engin spurning.“ Þá segir hún einnig mikilvægt fyrir íslenska liðið að hafa náð að bæta öðru markinu við strax í kjölfar þess fyrsta. „Virkilega sterkt að ná þessu inn strax eftir fyrsta markið og auðvitað gefur það okkur meira. Það er miklu betra að hafa 2-0 forystu en 1-0 forystu því það er stutt á milli í þessu. 2-0 er auðvitað það sem maður kýs.“ Sveindís Jane Jónsdóttir bætti svo þriðja marki Íslands við tiltölulega snemma í seinni hálfleik og segir Sædís að það hafi endanlega drepið leikinn. „Mér fannst við í rauninni eiginlega drepa þetta bara eftir fyrsta markið og eftir annað markið hafði maður aldrei áhyggjur. En það er stutt á milli í þessu og maður þarf að vera vakandi þannig það var virkilega sterkt að ná í 3-0 heimasigur.“ Sædís segir það einnig hafa verið gott að sjá að íslenska liðið tók fótinn aldrei af bensíngjöfinni þrátt fyrir að vera komið með þriggja marka forskot. „Persónulega langaði mig bara í meira. Kannski hefði maður þurft að halda betur í boltann stundum en okkur langaði bara í meira. En eins og ég segi er 3-0 bara flott.“ Hún segir sigurinn vera mikilvægt og gott veganesti inn í næsta leik liðsins, gegn Þjóðverjum á þriðjudaginn. „Ég held að ef að við spilum okkar leik þá eigum við séns í öll lið. Þannig að mér finnst þetta bara undir okkur komið,“ sagði Sædís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir „Klárum þetta á allt annan hátt en við höfum gert áður“ Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að liðið hafi haft góð völd á leiknum er Ísland vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM 2025. 5. apríl 2024 20:28 „Verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik“ Sveindís jane Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er liðið vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM á Kópavogsvelli í kvöld. 5. apríl 2024 20:11 „Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. 5. apríl 2024 19:58 „Leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands, var hreykinn og sáttur eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins. 5. apríl 2024 19:37 Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. 5. apríl 2024 18:56 Umfjöllun: Ísland - Pólland | Ferðalagið á fimmta EM hófst á öruggum sigri Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann afar öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti því pólska á Kópavogsvelli í dag. Ferðalagið á fimmta Evrópumót stelpnanna hófst því á á virkilega jákvæðan hátt. 5. apríl 2024 18:39 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Sjá meira
Pólska liðið náði að skapa sér færi í upphafi leiks, en Sædís segist aldrei hafa haft áhyggjur af því að íslenska liðið myndi lenda í basli í kvöld. „Mér persónulega leið ekki illa og ég vissi að við myndum fá færi. Auðvitað fengu þær líka sín færi, en okkur tókst að koma boltanum í netið og það er það sem þetta snýst um. Eins og ég segir er 3-0 bara geggjað og eftir að við skorum þetta fyrsta mark fannst mér þetta engin spurning.“ Þá segir hún einnig mikilvægt fyrir íslenska liðið að hafa náð að bæta öðru markinu við strax í kjölfar þess fyrsta. „Virkilega sterkt að ná þessu inn strax eftir fyrsta markið og auðvitað gefur það okkur meira. Það er miklu betra að hafa 2-0 forystu en 1-0 forystu því það er stutt á milli í þessu. 2-0 er auðvitað það sem maður kýs.“ Sveindís Jane Jónsdóttir bætti svo þriðja marki Íslands við tiltölulega snemma í seinni hálfleik og segir Sædís að það hafi endanlega drepið leikinn. „Mér fannst við í rauninni eiginlega drepa þetta bara eftir fyrsta markið og eftir annað markið hafði maður aldrei áhyggjur. En það er stutt á milli í þessu og maður þarf að vera vakandi þannig það var virkilega sterkt að ná í 3-0 heimasigur.“ Sædís segir það einnig hafa verið gott að sjá að íslenska liðið tók fótinn aldrei af bensíngjöfinni þrátt fyrir að vera komið með þriggja marka forskot. „Persónulega langaði mig bara í meira. Kannski hefði maður þurft að halda betur í boltann stundum en okkur langaði bara í meira. En eins og ég segi er 3-0 bara flott.“ Hún segir sigurinn vera mikilvægt og gott veganesti inn í næsta leik liðsins, gegn Þjóðverjum á þriðjudaginn. „Ég held að ef að við spilum okkar leik þá eigum við séns í öll lið. Þannig að mér finnst þetta bara undir okkur komið,“ sagði Sædís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir „Klárum þetta á allt annan hátt en við höfum gert áður“ Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að liðið hafi haft góð völd á leiknum er Ísland vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM 2025. 5. apríl 2024 20:28 „Verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik“ Sveindís jane Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er liðið vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM á Kópavogsvelli í kvöld. 5. apríl 2024 20:11 „Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. 5. apríl 2024 19:58 „Leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands, var hreykinn og sáttur eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins. 5. apríl 2024 19:37 Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. 5. apríl 2024 18:56 Umfjöllun: Ísland - Pólland | Ferðalagið á fimmta EM hófst á öruggum sigri Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann afar öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti því pólska á Kópavogsvelli í dag. Ferðalagið á fimmta Evrópumót stelpnanna hófst því á á virkilega jákvæðan hátt. 5. apríl 2024 18:39 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Sjá meira
„Klárum þetta á allt annan hátt en við höfum gert áður“ Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að liðið hafi haft góð völd á leiknum er Ísland vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM 2025. 5. apríl 2024 20:28
„Verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik“ Sveindís jane Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er liðið vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM á Kópavogsvelli í kvöld. 5. apríl 2024 20:11
„Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. 5. apríl 2024 19:58
„Leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands, var hreykinn og sáttur eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins. 5. apríl 2024 19:37
Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. 5. apríl 2024 18:56
Umfjöllun: Ísland - Pólland | Ferðalagið á fimmta EM hófst á öruggum sigri Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann afar öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti því pólska á Kópavogsvelli í dag. Ferðalagið á fimmta Evrópumót stelpnanna hófst því á á virkilega jákvæðan hátt. 5. apríl 2024 18:39