Þær þýsku sluppu með skrekkinn í kvöld: Mæta Íslandi næst Aron Guðmundsson skrifar 5. apríl 2024 20:24 Úr leik Austurríkis og Þýskalands í kvöld Vísir/Getty Þýskaland slapp heldur betur með skrekkinn gegn nágrönnum sínum í Austurríki í fyrstu umferð undankeppni EM kvenna í fótbolta í kvöld. Liðin eru með Íslandi í riðli og er óhætt að segja að Þjóðverjarnir hafi lent í kröppum dansi í kvöld en höfðu þó á endanum 3-2 sigur. Þýskaland og Ísland mætast svo á þriðjudaginn kemur í uppgjöri efstu liða riðilsins. Nokkuð óvæntar vendingar áttu sér stað snemma leiks þegar Eileen Campbell kom Austurríki yfir strax á 8.mínútu leiksins. Marga rak svo í rogastans þegar að téð Campbell tvöfaldaði forystu heimakvenna með sínu öðru marki í leiknum tæpum tíu mínútum síðar. Sterk staða fyrir austurríska liðið en gæðin sem þýska liðið býr yfir dyljast engum og enn nóg eftir af leiknum til þess að afskrifa þær í baráttunni um sigurinn. Klara Buhl minnkaði einmitt muninn fyrir Þýskaland með marki á 39.mínútu og staðan 2-1 fyrir Austurríki þegar að liðin gengu inn til búningsherbergja. Buhl var síðan aftur á ferðinni snemma í seinni hálfleik er hún jafnaði metin fyrir Þýskaland með sínu öðru marki í leiknum. Giulia Gwinn, liðsfélagi Glódísar Perlu hjá Bayern Munchen, fullkomnaði síðan endurkomu Þýskalands er hún bætti við þriðja marki liðsins úr vítaspyrnu á 64.mínútu og Þjóðverjar því komnir yfir í leiknum, 3-2. Reyndist það lokamark leiksin, torsóttur 3-2 sigur Þýskalands staðreynd og hefja Þjóðverjar undankeppnina með sama móti og Ísland, á sigri, en Stelpurnar okkar sitja hins vegar á toppi riðilsins eftir fyrstu umferðina á betri markatölu eftir þriggja marka sigur á Póllandi fyrr í dag.. Þýskaland og Ísland mætast einmitt í næstu umferð riðlakeppninnar á þriðjudaginn kemur í Aachen í Þýskalandi og er ljóst að sigurliðið í þeim leik mun sitja á toppi riðilsins fram að næsta landsleikjahléi hið minnsta. Vísir fylgir Stelpunum okkar í íslenska kvennalandsliðinu út til Þýskalands og færir ykkur allt það helsta í tengslum við leikinn. EM í Sviss 2025 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sjá meira
Nokkuð óvæntar vendingar áttu sér stað snemma leiks þegar Eileen Campbell kom Austurríki yfir strax á 8.mínútu leiksins. Marga rak svo í rogastans þegar að téð Campbell tvöfaldaði forystu heimakvenna með sínu öðru marki í leiknum tæpum tíu mínútum síðar. Sterk staða fyrir austurríska liðið en gæðin sem þýska liðið býr yfir dyljast engum og enn nóg eftir af leiknum til þess að afskrifa þær í baráttunni um sigurinn. Klara Buhl minnkaði einmitt muninn fyrir Þýskaland með marki á 39.mínútu og staðan 2-1 fyrir Austurríki þegar að liðin gengu inn til búningsherbergja. Buhl var síðan aftur á ferðinni snemma í seinni hálfleik er hún jafnaði metin fyrir Þýskaland með sínu öðru marki í leiknum. Giulia Gwinn, liðsfélagi Glódísar Perlu hjá Bayern Munchen, fullkomnaði síðan endurkomu Þýskalands er hún bætti við þriðja marki liðsins úr vítaspyrnu á 64.mínútu og Þjóðverjar því komnir yfir í leiknum, 3-2. Reyndist það lokamark leiksin, torsóttur 3-2 sigur Þýskalands staðreynd og hefja Þjóðverjar undankeppnina með sama móti og Ísland, á sigri, en Stelpurnar okkar sitja hins vegar á toppi riðilsins eftir fyrstu umferðina á betri markatölu eftir þriggja marka sigur á Póllandi fyrr í dag.. Þýskaland og Ísland mætast einmitt í næstu umferð riðlakeppninnar á þriðjudaginn kemur í Aachen í Þýskalandi og er ljóst að sigurliðið í þeim leik mun sitja á toppi riðilsins fram að næsta landsleikjahléi hið minnsta. Vísir fylgir Stelpunum okkar í íslenska kvennalandsliðinu út til Þýskalands og færir ykkur allt það helsta í tengslum við leikinn.
EM í Sviss 2025 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sjá meira