Þær þýsku sluppu með skrekkinn í kvöld: Mæta Íslandi næst Aron Guðmundsson skrifar 5. apríl 2024 20:24 Úr leik Austurríkis og Þýskalands í kvöld Vísir/Getty Þýskaland slapp heldur betur með skrekkinn gegn nágrönnum sínum í Austurríki í fyrstu umferð undankeppni EM kvenna í fótbolta í kvöld. Liðin eru með Íslandi í riðli og er óhætt að segja að Þjóðverjarnir hafi lent í kröppum dansi í kvöld en höfðu þó á endanum 3-2 sigur. Þýskaland og Ísland mætast svo á þriðjudaginn kemur í uppgjöri efstu liða riðilsins. Nokkuð óvæntar vendingar áttu sér stað snemma leiks þegar Eileen Campbell kom Austurríki yfir strax á 8.mínútu leiksins. Marga rak svo í rogastans þegar að téð Campbell tvöfaldaði forystu heimakvenna með sínu öðru marki í leiknum tæpum tíu mínútum síðar. Sterk staða fyrir austurríska liðið en gæðin sem þýska liðið býr yfir dyljast engum og enn nóg eftir af leiknum til þess að afskrifa þær í baráttunni um sigurinn. Klara Buhl minnkaði einmitt muninn fyrir Þýskaland með marki á 39.mínútu og staðan 2-1 fyrir Austurríki þegar að liðin gengu inn til búningsherbergja. Buhl var síðan aftur á ferðinni snemma í seinni hálfleik er hún jafnaði metin fyrir Þýskaland með sínu öðru marki í leiknum. Giulia Gwinn, liðsfélagi Glódísar Perlu hjá Bayern Munchen, fullkomnaði síðan endurkomu Þýskalands er hún bætti við þriðja marki liðsins úr vítaspyrnu á 64.mínútu og Þjóðverjar því komnir yfir í leiknum, 3-2. Reyndist það lokamark leiksin, torsóttur 3-2 sigur Þýskalands staðreynd og hefja Þjóðverjar undankeppnina með sama móti og Ísland, á sigri, en Stelpurnar okkar sitja hins vegar á toppi riðilsins eftir fyrstu umferðina á betri markatölu eftir þriggja marka sigur á Póllandi fyrr í dag.. Þýskaland og Ísland mætast einmitt í næstu umferð riðlakeppninnar á þriðjudaginn kemur í Aachen í Þýskalandi og er ljóst að sigurliðið í þeim leik mun sitja á toppi riðilsins fram að næsta landsleikjahléi hið minnsta. Vísir fylgir Stelpunum okkar í íslenska kvennalandsliðinu út til Þýskalands og færir ykkur allt það helsta í tengslum við leikinn. EM í Sviss 2025 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
Nokkuð óvæntar vendingar áttu sér stað snemma leiks þegar Eileen Campbell kom Austurríki yfir strax á 8.mínútu leiksins. Marga rak svo í rogastans þegar að téð Campbell tvöfaldaði forystu heimakvenna með sínu öðru marki í leiknum tæpum tíu mínútum síðar. Sterk staða fyrir austurríska liðið en gæðin sem þýska liðið býr yfir dyljast engum og enn nóg eftir af leiknum til þess að afskrifa þær í baráttunni um sigurinn. Klara Buhl minnkaði einmitt muninn fyrir Þýskaland með marki á 39.mínútu og staðan 2-1 fyrir Austurríki þegar að liðin gengu inn til búningsherbergja. Buhl var síðan aftur á ferðinni snemma í seinni hálfleik er hún jafnaði metin fyrir Þýskaland með sínu öðru marki í leiknum. Giulia Gwinn, liðsfélagi Glódísar Perlu hjá Bayern Munchen, fullkomnaði síðan endurkomu Þýskalands er hún bætti við þriðja marki liðsins úr vítaspyrnu á 64.mínútu og Þjóðverjar því komnir yfir í leiknum, 3-2. Reyndist það lokamark leiksin, torsóttur 3-2 sigur Þýskalands staðreynd og hefja Þjóðverjar undankeppnina með sama móti og Ísland, á sigri, en Stelpurnar okkar sitja hins vegar á toppi riðilsins eftir fyrstu umferðina á betri markatölu eftir þriggja marka sigur á Póllandi fyrr í dag.. Þýskaland og Ísland mætast einmitt í næstu umferð riðlakeppninnar á þriðjudaginn kemur í Aachen í Þýskalandi og er ljóst að sigurliðið í þeim leik mun sitja á toppi riðilsins fram að næsta landsleikjahléi hið minnsta. Vísir fylgir Stelpunum okkar í íslenska kvennalandsliðinu út til Þýskalands og færir ykkur allt það helsta í tengslum við leikinn.
EM í Sviss 2025 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira