„Verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2024 20:11 Sveindís jane Jónsdóttir skoraði þriðja mark Íslands. Vísir/Hulda Margrét Sveindís jane Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er liðið vann 3-0 sigur gegn Pólverjum í fyrsta leik undankeppni EM á Kópavogsvelli í kvöld. „Þetta var bara hörkugóður leikur hjá okkur og 3-0 eru alltaf geggjuð úrslit og að halda hreinu er líka mjög mikilvægt fyrir okkur. Þrjú góð mörk og sigur í fyrsta leik er bara frábært,“ sagði Sveindís í viðtali í leikslok. Íslenska liðið braut ísinn á 42. mínútu leiksins og tvöfaldaði forystuna aðeins mínútu síðar. „Þetta eru náttúrulega þessar markamínútur oftast í lok fyrri hálfleiks og það er alltaf gott að skora þá. Hvað þá fyrsta markið og svo annað markið beint eftir. Það gaf okkur mjög góða tilfinningu og við byrjuðum líka seinni hálfleikinn vel og mér fannst við vera betri heilt yfir. Fyrri hálfleikurinn var kannski smá erfiður í byrjun og þær fengu nokkur færi, en Fanney stóð sig frábærlega í markinu og gott fyrir hana að halda hreinu aftur.“ Hún segist þó ekki hafa haft áhyggjur af því að leikurinn gæti orðið erfiðari í seinni hálfleik ef íslenska liðið hefði ekki farið með forskot inn í hléið. „Nei ég mundi ekki segja það. Mér fannst við bara koma ógeðslega sterkar inn í seinni hálfleik þrátt fyrir að vera með þetta forskot. Við hefðum getað bakkað niður og reynt að halda forystunni, en mér fannst við samt halda áfram og viljað meira þannig ég held að það hefði ekki skipt máli þó það væri 0-0 í hálfleik. Við hefðum bara komið enn þá gíraðari í seinni hálfleikinn.“ Sveindís átti virkilega góðan leik fyrir íslenska liðið í kvöld og skoraði þriðja mark liðsins. Hún hefði þó hæglega getað skorað meira. „Ég er bara að spara mörkin fyrir næsta leik,“ sagði Sveindís og hló, en íslenska liðið mætir Þjóðverjum næstkomandi þriðjudag. „Ég hefði alveg getað skorað fleiri en ég verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik.“ Þá segir hún sigurinn í kvöld vera gott veganesti inn í leikinn gegn Þjóðverjum. „Já, algjörlega. Alttaf gott að vinna og vita að við eigum annan leik inni. Við viljum fá þessa tilfinningu aftur og við ætlum að spila okkar besta leik á móti Þýskalandi og þá er allt mögulegt,“ sagði Sveindís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir „Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. 5. apríl 2024 19:58 „Leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands, var hreykinn og sáttur eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins. 5. apríl 2024 19:37 Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. 5. apríl 2024 18:56 Umfjöllun: Ísland - Pólland | Ferðalagið á fimmta EM hófst á öruggum sigri Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann afar öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti því pólska á Kópavogsvelli í dag. Ferðalagið á fimmta Evrópumót stelpnanna hófst því á á virkilega jákvæðan hátt. 5. apríl 2024 18:39 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira
„Þetta var bara hörkugóður leikur hjá okkur og 3-0 eru alltaf geggjuð úrslit og að halda hreinu er líka mjög mikilvægt fyrir okkur. Þrjú góð mörk og sigur í fyrsta leik er bara frábært,“ sagði Sveindís í viðtali í leikslok. Íslenska liðið braut ísinn á 42. mínútu leiksins og tvöfaldaði forystuna aðeins mínútu síðar. „Þetta eru náttúrulega þessar markamínútur oftast í lok fyrri hálfleiks og það er alltaf gott að skora þá. Hvað þá fyrsta markið og svo annað markið beint eftir. Það gaf okkur mjög góða tilfinningu og við byrjuðum líka seinni hálfleikinn vel og mér fannst við vera betri heilt yfir. Fyrri hálfleikurinn var kannski smá erfiður í byrjun og þær fengu nokkur færi, en Fanney stóð sig frábærlega í markinu og gott fyrir hana að halda hreinu aftur.“ Hún segist þó ekki hafa haft áhyggjur af því að leikurinn gæti orðið erfiðari í seinni hálfleik ef íslenska liðið hefði ekki farið með forskot inn í hléið. „Nei ég mundi ekki segja það. Mér fannst við bara koma ógeðslega sterkar inn í seinni hálfleik þrátt fyrir að vera með þetta forskot. Við hefðum getað bakkað niður og reynt að halda forystunni, en mér fannst við samt halda áfram og viljað meira þannig ég held að það hefði ekki skipt máli þó það væri 0-0 í hálfleik. Við hefðum bara komið enn þá gíraðari í seinni hálfleikinn.“ Sveindís átti virkilega góðan leik fyrir íslenska liðið í kvöld og skoraði þriðja mark liðsins. Hún hefði þó hæglega getað skorað meira. „Ég er bara að spara mörkin fyrir næsta leik,“ sagði Sveindís og hló, en íslenska liðið mætir Þjóðverjum næstkomandi þriðjudag. „Ég hefði alveg getað skorað fleiri en ég verð bara að sætta mig við eitt núna og skora meira í næsta leik.“ Þá segir hún sigurinn í kvöld vera gott veganesti inn í leikinn gegn Þjóðverjum. „Já, algjörlega. Alttaf gott að vinna og vita að við eigum annan leik inni. Við viljum fá þessa tilfinningu aftur og við ætlum að spila okkar besta leik á móti Þýskalandi og þá er allt mögulegt,“ sagði Sveindís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir „Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. 5. apríl 2024 19:58 „Leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands, var hreykinn og sáttur eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins. 5. apríl 2024 19:37 Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. 5. apríl 2024 18:56 Umfjöllun: Ísland - Pólland | Ferðalagið á fimmta EM hófst á öruggum sigri Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann afar öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti því pólska á Kópavogsvelli í dag. Ferðalagið á fimmta Evrópumót stelpnanna hófst því á á virkilega jákvæðan hátt. 5. apríl 2024 18:39 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira
„Um leið og við settum fyrsta markið hafði maður litlar áhyggjur“ Fanney Inga Birkisdóttir átti frábæran leik í marki Íslands í 3-0 sigri gegn Póllandi. 5. apríl 2024 19:58
„Leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands, var hreykinn og sáttur eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins. 5. apríl 2024 19:37
Einkunnir Íslands gegn Póllandi: Sveindís sannar mikilvægi sitt enn og aftur Ísland vann Pólland 3-0 á Kópavogsvelli í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss 2025. 5. apríl 2024 18:56
Umfjöllun: Ísland - Pólland | Ferðalagið á fimmta EM hófst á öruggum sigri Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann afar öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti því pólska á Kópavogsvelli í dag. Ferðalagið á fimmta Evrópumót stelpnanna hófst því á á virkilega jákvæðan hátt. 5. apríl 2024 18:39