„Vorum svolítið að reyna að tapa leiknum sjálfir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. apríl 2024 21:25 Lárus Jónsson fer yfir málin með sínum mönnum. Vísir/Bára Dröfn Þór Þorlákshöfn vann sterkan sex stiga sigur er liðið tók á móti Keflavík í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 106-100. Keflvíkingar voru án síns besta manns því Remy Martin var utan skýrslu vegna meiðsla. Þrátt fyrir það áttu Þórsarar oft og tíðum í stökustu vandræðum með að hemja sóknarleik gestanna, enda segir Lárus Jónsson, þjálfari liðsins, að heimamenn hafi eytt miklum tíma í að undirbúa hvernig þeir ættu að stoppa Martin. „Þeir eru með gott lið, þrátt fyrir að það vanti besta manninn þeirra. Leikurinn bar þess merki að allt okkar varnarplan snerist um það að stoppa Remy Martin og svo var hann ekki til staðar,“ sagði Lárus í leikslok. „Þá var bara eins og það væri pínu slökkt á okkar mönnum. Við héldum kannski ekki að þetta yrði auðvelt, en öll vikan var búin að fara í að sjá hvort að við gætum stoppað Remy. Kannski fáum við að gera það í úrslitakeppninni.“ Í stað Remy Martin steig Halldór Garðar Hermannsson upp í liði Keflavíkur og setti 22 stig gegn sínum gömlu félögum. „Hann var bara frábær í dag og er búinn að vera mjög góður í vetur. Það er bara þannig í góðum liðum að ef einn leikmaður dettur út þá stíga aðrir upp. Remy er kannski ekkert venjulegur leikmaður, en Keflavík er með marga góða leikmenn.“ Þetta var fyrsti heimasigur Þórsara síðan 7. janúar á þessu ári og í fyrri hálfleik leit út fyrir að þetta yrði enn einn leikurinn sem liðið væri að elta allan leikinn án þess að vinna. „Við spiluðum miklu betri vörn í þriðja leikhluta og héldum þeim í 16 stigum. Það var kannski grunnurin að þessu öllu. Í fyrri hálfleiknum vorum við svolítið að reyna að tapa leiknum sjálfir fannst mér. En strákarnir stigu upp í seinni hálfleik og vonandi er það sú orka sem koma skal í úrslitakeppninni.“ Þá segir Lárus sína menn fara með góðatilfinningu inn í úrslitakeppnina eftir þennan sigur. „Það er bara gott að enda með 30 stig í þessari deild, sama hvort maður endi í fimmta eða fjórða sæti eða eitthvað svoleiðis. Við erum búnir að spila vel í vetur gegn mörgum frábærum liðum. Ef við endum í fjórða þá má Þór bara vera mjög ánægt með það að enda þar í þessari deild,“ sagði Lárus að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Þórsarar lögðu Keflvíkinga að velli í lokaumferðinni Þór Þorlákshöfn vann sex stiga sigur á Keflavík í lokaumferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Þorlákshöfn 106-100 Þórsurum í vil. Bæði lið hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar en niðurröðun hennar kemur betur í ljós seinna í kvöld.Nánari umfjöllun og viðtöl tengd leiknum birtast hér innan skamms. 4. apríl 2024 18:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira
Keflvíkingar voru án síns besta manns því Remy Martin var utan skýrslu vegna meiðsla. Þrátt fyrir það áttu Þórsarar oft og tíðum í stökustu vandræðum með að hemja sóknarleik gestanna, enda segir Lárus Jónsson, þjálfari liðsins, að heimamenn hafi eytt miklum tíma í að undirbúa hvernig þeir ættu að stoppa Martin. „Þeir eru með gott lið, þrátt fyrir að það vanti besta manninn þeirra. Leikurinn bar þess merki að allt okkar varnarplan snerist um það að stoppa Remy Martin og svo var hann ekki til staðar,“ sagði Lárus í leikslok. „Þá var bara eins og það væri pínu slökkt á okkar mönnum. Við héldum kannski ekki að þetta yrði auðvelt, en öll vikan var búin að fara í að sjá hvort að við gætum stoppað Remy. Kannski fáum við að gera það í úrslitakeppninni.“ Í stað Remy Martin steig Halldór Garðar Hermannsson upp í liði Keflavíkur og setti 22 stig gegn sínum gömlu félögum. „Hann var bara frábær í dag og er búinn að vera mjög góður í vetur. Það er bara þannig í góðum liðum að ef einn leikmaður dettur út þá stíga aðrir upp. Remy er kannski ekkert venjulegur leikmaður, en Keflavík er með marga góða leikmenn.“ Þetta var fyrsti heimasigur Þórsara síðan 7. janúar á þessu ári og í fyrri hálfleik leit út fyrir að þetta yrði enn einn leikurinn sem liðið væri að elta allan leikinn án þess að vinna. „Við spiluðum miklu betri vörn í þriðja leikhluta og héldum þeim í 16 stigum. Það var kannski grunnurin að þessu öllu. Í fyrri hálfleiknum vorum við svolítið að reyna að tapa leiknum sjálfir fannst mér. En strákarnir stigu upp í seinni hálfleik og vonandi er það sú orka sem koma skal í úrslitakeppninni.“ Þá segir Lárus sína menn fara með góðatilfinningu inn í úrslitakeppnina eftir þennan sigur. „Það er bara gott að enda með 30 stig í þessari deild, sama hvort maður endi í fimmta eða fjórða sæti eða eitthvað svoleiðis. Við erum búnir að spila vel í vetur gegn mörgum frábærum liðum. Ef við endum í fjórða þá má Þór bara vera mjög ánægt með það að enda þar í þessari deild,“ sagði Lárus að lokum.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Þórsarar lögðu Keflvíkinga að velli í lokaumferðinni Þór Þorlákshöfn vann sex stiga sigur á Keflavík í lokaumferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Þorlákshöfn 106-100 Þórsurum í vil. Bæði lið hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar en niðurröðun hennar kemur betur í ljós seinna í kvöld.Nánari umfjöllun og viðtöl tengd leiknum birtast hér innan skamms. 4. apríl 2024 18:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira
Þórsarar lögðu Keflvíkinga að velli í lokaumferðinni Þór Þorlákshöfn vann sex stiga sigur á Keflavík í lokaumferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Þorlákshöfn 106-100 Þórsurum í vil. Bæði lið hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar en niðurröðun hennar kemur betur í ljós seinna í kvöld.Nánari umfjöllun og viðtöl tengd leiknum birtast hér innan skamms. 4. apríl 2024 18:30