„Held að þeir séu ekki síður hungraðir en í fyrra“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2024 09:31 Víkingar fagna sigrinum á Valsmönnum í Meistarakeppni KSÍ 1. apríl. vísir/hulda margrét Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir að Íslandsmeistarar Víkings geti bætt enn frekar í og segir að spennandi tímabil sé í vændum í Fossvoginum. Víkingi er spáð 2. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Víkingar urðu Íslandsmeistarar í fyrra. Víkingar eiga titil að verja, bæði í Bestu deildinni og Mjólkurbikarnum, eftir sannkallað draumatímabil í fyrra. En er einhver ástæða fyrir því að Víkingur ætti að gefa eftir í sumar? „Jájá, það er alveg hægt að finna þær ef þú vilt leita að þeim. En það er líka alveg ástæða til að halda að þeir séu bara að fara að bæta í og gefa enn meira í en í fyrra. Það er spennandi tímabil hjá þeim framundan varðandi Evrópukeppnina. Ég held að þeir séu ekki síður hungraðir en í fyrra í þetta tækifæri í Evrópukeppninni,“ sagði Atli Viðar. „Ég held að það sé engin ástæða til annars en að þeir fylgi eftir síðasta tímabili og haldi áfram að bæta ofan á.“ Baldur Sigurðsson veltir fyrir sér hvort einbeiting Víkinga verði meiri á Evrópukeppninni í sumar en síðustu ár. „Það er galið að ætla að vera eitthvað sniðugur núna og fara að segja annað en að þeir ætli að fara að taka titilinn aftur. En þetta getur gerst. Við sáum þetta gerast hjá Blikunum í fyrra,“ sagði Baldur. „Þegar þú hefur Evrópukeppnina, sem er nánast á sama stalli og Íslandsmeistaratitilinn, ef það kemur eitthvað mótlæti í kringum hana mun það sama gerast og hjá Blikunum síðasta sumar; þá taka þeir allan fókus af deildinni og setja allan kraft í Evrópukeppnina. Maður sér að þarna er möguleiki á veikleika hjá Víkingum gagnvart deildinni.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Besta sætið Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Víkingi er spáð 2. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Víkingar urðu Íslandsmeistarar í fyrra. Víkingar eiga titil að verja, bæði í Bestu deildinni og Mjólkurbikarnum, eftir sannkallað draumatímabil í fyrra. En er einhver ástæða fyrir því að Víkingur ætti að gefa eftir í sumar? „Jájá, það er alveg hægt að finna þær ef þú vilt leita að þeim. En það er líka alveg ástæða til að halda að þeir séu bara að fara að bæta í og gefa enn meira í en í fyrra. Það er spennandi tímabil hjá þeim framundan varðandi Evrópukeppnina. Ég held að þeir séu ekki síður hungraðir en í fyrra í þetta tækifæri í Evrópukeppninni,“ sagði Atli Viðar. „Ég held að það sé engin ástæða til annars en að þeir fylgi eftir síðasta tímabili og haldi áfram að bæta ofan á.“ Baldur Sigurðsson veltir fyrir sér hvort einbeiting Víkinga verði meiri á Evrópukeppninni í sumar en síðustu ár. „Það er galið að ætla að vera eitthvað sniðugur núna og fara að segja annað en að þeir ætli að fara að taka titilinn aftur. En þetta getur gerst. Við sáum þetta gerast hjá Blikunum í fyrra,“ sagði Baldur. „Þegar þú hefur Evrópukeppnina, sem er nánast á sama stalli og Íslandsmeistaratitilinn, ef það kemur eitthvað mótlæti í kringum hana mun það sama gerast og hjá Blikunum síðasta sumar; þá taka þeir allan fókus af deildinni og setja allan kraft í Evrópukeppnina. Maður sér að þarna er möguleiki á veikleika hjá Víkingum gagnvart deildinni.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Besta sætið Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira