HAF-studio hjónin, Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson, hönnuðu og gerðu íbúðina upp árið 2018 og er útkoman óaðfinnanleg.

Um er að ræða 101 fermetra bjarta íbúð á annarri hæð í húsi sem var reist árið 1944. Skandinavískur stíll umlykur eignina á sjarmerandi máta þar sem rósettur í lofti, ljóst viðarparket og tvöföld frönsk vængjahurð með gleri er í aðalhlutverki.
Eldhús er stílhreint og bjart þar sem HAF Studio framhliðar prýða innréttinguna ásamt fallegum Carrara-marmara á borðum.
Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni og eitt baðherbergi. Gegnheilar og ljósar Terrazo-flísar prýða baðherbergið sem gefur rýminu karakter og klassa.




Sannkallaðir fagurkerar
Nýverið seldi parið stílhreina og fallega eign við Laugaveg 40 sem var til umfjöllunar á lífinu á Vísi. Pétur og Helgi eru sannkallaðir fagurkerar og innréttu þá íbúð á sjarmerandi máta þar sem fagurfræðin réð ríkjum. Það er því ekki við öðru að búast en að nýja íbúðin verði jafn glæsileg.