Kóngur og drottning komu bæði frá Íslandi: Framtíð CrossFit á Íslandi björt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2024 08:30 Bergrós Björnsdóttir og Bjarni Leifs Kjartansson voru hraustustu táningarnir á Mallorca um síðustu helgi. @theprogrmcrown Ísland vann tvöfaldan sigur í krúnukeppni krakkanna á Mallorca á Spáni þar sem komu saman efnilegustu CrossFit krakkar Evrópu. The Crown keppnin var sett á laggirnar árið 2023 af John Christian Singleton hjá The Program og þar mætast bestu CrossFit táningar víðs vegar að úr heiminum. Sex strákar og sex stelpum var boðið til Mallorca á Spáni þar sem þau héldu til í sama húsi og keppti í hinum ýmsu þrautum á svæðinu. Þessar framtíðarstjörnur íþróttarinnar fengu þarna frábært tækifæri til að kynnast vel og þetta var því einstök upplifun fyrir þau. Ísland átti þrjá keppendur af tíu og bæði gullverðlaunin í keppninni fóru til Íslands. Bergrós Björnsdóttir og Bjarni Leifs Kjartansson voru nefnilega hraustustu táningarnir á eyjunni í þetta skiptið. Þriðji íslenski keppandinn, Rökkvi Guðnason, endaði í fjórða sætinu. Bergrós hélt upp á sautján ára afmælið sitt í febrúar en hinn nítján ára gamli Bjarni verður tvítugur í næsta mánuði. Bergrós og Bjarni höfðu auðvitað minnt á sig í aðdraganda mótsins enda urðu þau bæði Íslandsmeistarar í opnum flokki í CrossFit í vetur. Bergrós varð líka efst í flokki sextán til sautján ára stelpna í heiminum í opna hluta undankeppni heimsleikanna. View this post on Instagram A post shared by The Crown - CrossFit Competition (@theprogrmcrown) Bæði unnu þau Bergrós og Bjarni fimm greinar af tíu. Bjarni endaði með 19 stig þar sem markmiðið er að vera með sem fæst stig. Bjarni vann titilinn með sjö stiga mun en í öðru sæti varð heimamaðurinn Marti Pla frá Spáni en þriðja sætið tók Hugo Jansson frá Svíþjóð. Bergrós endaði með 22 stig en hún varð átta stigum á undan Hannah Wendt frá Bretlandi sem endaði í öðru sætinu. Þriðja varð síðan Marie Rognstad frá Noregi. Bergrós varð meðal þriggja efstu í öllum greinum nema tveimur. Hún endaði í fimmta sætinu í sundinu og í fjórða sætinu í úthlaupinu. Kannski sund og hlaup á dagskrá á næstunni. Hver veit? Hreinræktuðu CrossFit greinarnar komu aftur á móti mjög vel út hjá henni. Sundið var líka lélegasta greinin hjá Bjarna en hann varð í fyrsta eða öðru sæti í sjö af níu greinum sem er mögnuð frammistaða. Það er ljóst á þessu að við Íslendingar erum að eignast nýjar ungar CrossFit stjörnur sem verður fróðlegt að fylgjast með í fjórðungsúrslitum undankeppni heimsleikanna. Það væri gaman að sjá þau komast alla leið í undanúrslitin. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-2Hznek8zd4">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira
The Crown keppnin var sett á laggirnar árið 2023 af John Christian Singleton hjá The Program og þar mætast bestu CrossFit táningar víðs vegar að úr heiminum. Sex strákar og sex stelpum var boðið til Mallorca á Spáni þar sem þau héldu til í sama húsi og keppti í hinum ýmsu þrautum á svæðinu. Þessar framtíðarstjörnur íþróttarinnar fengu þarna frábært tækifæri til að kynnast vel og þetta var því einstök upplifun fyrir þau. Ísland átti þrjá keppendur af tíu og bæði gullverðlaunin í keppninni fóru til Íslands. Bergrós Björnsdóttir og Bjarni Leifs Kjartansson voru nefnilega hraustustu táningarnir á eyjunni í þetta skiptið. Þriðji íslenski keppandinn, Rökkvi Guðnason, endaði í fjórða sætinu. Bergrós hélt upp á sautján ára afmælið sitt í febrúar en hinn nítján ára gamli Bjarni verður tvítugur í næsta mánuði. Bergrós og Bjarni höfðu auðvitað minnt á sig í aðdraganda mótsins enda urðu þau bæði Íslandsmeistarar í opnum flokki í CrossFit í vetur. Bergrós varð líka efst í flokki sextán til sautján ára stelpna í heiminum í opna hluta undankeppni heimsleikanna. View this post on Instagram A post shared by The Crown - CrossFit Competition (@theprogrmcrown) Bæði unnu þau Bergrós og Bjarni fimm greinar af tíu. Bjarni endaði með 19 stig þar sem markmiðið er að vera með sem fæst stig. Bjarni vann titilinn með sjö stiga mun en í öðru sæti varð heimamaðurinn Marti Pla frá Spáni en þriðja sætið tók Hugo Jansson frá Svíþjóð. Bergrós endaði með 22 stig en hún varð átta stigum á undan Hannah Wendt frá Bretlandi sem endaði í öðru sætinu. Þriðja varð síðan Marie Rognstad frá Noregi. Bergrós varð meðal þriggja efstu í öllum greinum nema tveimur. Hún endaði í fimmta sætinu í sundinu og í fjórða sætinu í úthlaupinu. Kannski sund og hlaup á dagskrá á næstunni. Hver veit? Hreinræktuðu CrossFit greinarnar komu aftur á móti mjög vel út hjá henni. Sundið var líka lélegasta greinin hjá Bjarna en hann varð í fyrsta eða öðru sæti í sjö af níu greinum sem er mögnuð frammistaða. Það er ljóst á þessu að við Íslendingar erum að eignast nýjar ungar CrossFit stjörnur sem verður fróðlegt að fylgjast með í fjórðungsúrslitum undankeppni heimsleikanna. Það væri gaman að sjá þau komast alla leið í undanúrslitin. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-2Hznek8zd4">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira