Bótaþegar fengu nokkurra ára kröfu frá skattinum um hánótt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. apríl 2024 14:00 Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálstofnunar segir afar leitt að bótaþegar séu að fá fjögurra ára kröfu vegna ofgreiddra bóta. Ástæðurnar séu m.a. uppfærsla á tölvukerfi og mikið annríki síðustu ár á stofnuninni. Vísir Ríkissjóður innheimtir nú fjögurra ára skuld vegna ofgreiddra atvinnuleysisbóta. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir afar leitt að þetta hafi tekið svona langan tíma. Skýringanna sé að leita í annríki á stofnuninni og nýju tölvukerfi. Það var um klukkan hálf fimm í fyrrinótt sem ríkissjóðsinnheimtur sendu kröfur á fólk vegna ofgreiddra atvinnuleysisbóta fyrir árið 2020, samkvæmt kröfu sem fréttastofa fékk í hendurnar. Tvö hundruð manns þurfa að endurgreiða samtals hundrað milljónir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að í flestum tilvikum komi kröfurnar til vegna þess að fólk á atvinnuleysiskrá hafi verið aðrar tekjur samfara atvinnuleysisbótum. „Það eru í kringum tvö hundruð manns sem þurfa að endurgreiða um hundrað milljónir króna. Mikið af þessum kröfum eru vegna fjármagnstekna sem fólk var með á þessum tíma þ.e. meðan það fékk bætur. Fólki var kunnugt um þetta á sínum tíma því krafan kom fram á greiðsluseðlum. Við getum ekki ákveðið að gefa eftir ofgreiddar atvinnuleysisbætur. En auðvitað þykir okkur verulega leitt hversu seint þetta er á ferðinni,“ segir Unnur. Hún segir að skýringa sé meðal annars að leita í nýju tölvukerfi. „Það eru margir samverkandi þættir sem urðu til þess að þetta kemur svona seint. Við vorum að skipta út tölvukerfi sem gerði okkur erfitt fyrir og þá hefur verið ofboðslegt annríki frá þessum tíma. Hins vegar stefnum við í að geta sent slíkar kröfur miklu fyrr en í þessu tilviki og ég vona að það takist á þessu ári,“ segir Unnur. Vinnumarkaður Atvinnurekendur Skattar og tollar Félagsmál Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Það var um klukkan hálf fimm í fyrrinótt sem ríkissjóðsinnheimtur sendu kröfur á fólk vegna ofgreiddra atvinnuleysisbóta fyrir árið 2020, samkvæmt kröfu sem fréttastofa fékk í hendurnar. Tvö hundruð manns þurfa að endurgreiða samtals hundrað milljónir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að í flestum tilvikum komi kröfurnar til vegna þess að fólk á atvinnuleysiskrá hafi verið aðrar tekjur samfara atvinnuleysisbótum. „Það eru í kringum tvö hundruð manns sem þurfa að endurgreiða um hundrað milljónir króna. Mikið af þessum kröfum eru vegna fjármagnstekna sem fólk var með á þessum tíma þ.e. meðan það fékk bætur. Fólki var kunnugt um þetta á sínum tíma því krafan kom fram á greiðsluseðlum. Við getum ekki ákveðið að gefa eftir ofgreiddar atvinnuleysisbætur. En auðvitað þykir okkur verulega leitt hversu seint þetta er á ferðinni,“ segir Unnur. Hún segir að skýringa sé meðal annars að leita í nýju tölvukerfi. „Það eru margir samverkandi þættir sem urðu til þess að þetta kemur svona seint. Við vorum að skipta út tölvukerfi sem gerði okkur erfitt fyrir og þá hefur verið ofboðslegt annríki frá þessum tíma. Hins vegar stefnum við í að geta sent slíkar kröfur miklu fyrr en í þessu tilviki og ég vona að það takist á þessu ári,“ segir Unnur.
Vinnumarkaður Atvinnurekendur Skattar og tollar Félagsmál Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira