Góð áskorun að smakka 17 kokteila sama kvöldið Lovísa Arnardóttir skrifar 3. apríl 2024 11:42 Teitur hvetur fólk til að smakka nýja og fjölbreytta kokteila á meðan kokteilahátíðinni stendur. Aðsend Í dag hefst Kokteilahátíð Reykjavíkur eða Reykjavík Coctail Weekend, RCW. Hátíðin stendur til sunnudags en í kvöld fer fram einn stærsti viðburður hennar í Flóa í Hörpu þegar fyrsti fasi Íslandsmeistaramóts barþjóna hefst. Fimm komast áfram í úrslit. „Hátíðin er í fyrsta sinn í Hörpu. Þetta er eitthvað sem áhugafólk um kokteila og vín vill ekki missa af,“ segir Teitur Riddermann Schiöth forseti Barþjónaklúbbs Íslands sem skipuleggur hátíðina. Auk Íslandsmeistaramótsins fer í Flóa í kvöld fram kynning frá vínbirgjum. Kaupa þarf miða á viðburðinn en með hverjum miða fylgja um tíu drykkjarmiðar. „Tíu drykkjarmiðar ættu að vera feykinóg en með þeim getur fólk gengið á milli og smakkað það sem er í boði. Seinna meir verður svo hægt að smakka sigurkokteilinn,“ segir Teitur. Vínbirgjarnir eru flestir með sýningar á sínum vörum í kokteilaformi en svo verða einnig birgjar með til sýnis allskonar kokteilavörur. „Þetta verða aðallega drykkir og kokteilar,“ segir Teitur og til að blanda þá verði barþjónar sem starfa á börum í bænum. Hefja Íslandsmótið í kvöld Alls taka um 37 þátt í Íslandsmeistaramóti barþjóna. „Forkeppnin fer fram upp á sviði í Hörpu. Það er keppt í klassískri kokteilagerð og er í raun keppt í tveimur flokkum. Annars vegar eiga þau að gera kokteil með lágri áfengisprósentu og hins vegar freyðandi kokteil þar sem þeir þurfa að nota í það minnsta sjö sentilítra af freyðivíni.“ Hver barþjónn þarf í keppninni að segja frá kokteilnum og innblæstri að honum og fær mínútu til þess. Eftir það fær hann sjö mínútur til að gera fimm kokteila. Einn fer á sýningarborð og fjórir til dómnefndar sem smakkar. „Keppendur eru líka dæmdir fyrir fagleg vinnubrögð,“ segir Teitur. Hann segir að keppendum sé skipt í holl. Þrír blandi á sama tíma upp á sviði og það geti tvö þriggja manna teymi verið upp á sviði hverju sinni. „Þannig náum við vonandi að klára fyrir klukkan ellefu,“ segir Teitur léttur og að fimm komist í úrslit í Barþjónakeppninni sem fer fram á sunnudaginn. Áskorun að smakka 17 kokteila Á morgun fara svo tvær dómnefndir á vegum hátíðarinnar í göngu á milli allra staðanna sem taka þátt í hátíðinni. Alls eru það 33 barir en á hverjum og einum er sérstakur kokteilaseðill sem er í gangi alla helgina. „Við löbbum á alla 33 staðina og smökkum einn kokteil sem þau hafa valið sem keppniskokteil. Eftir það, þegar við erum búin að smakka, veljum við fimm bestu kokteilana og þeir keppa svo líka í úrslitum á sunnudaginn, ásamt þeim fimm sem komast í úrslit í Íslandsmótinu.“ En hvað er eiginlega trikkið við það að smakka 33 kokteila og enda ekki hauslaus? „Þú þarft að vera „pró“. Oftast er þetta fólk sem hefur gert þetta áður. Þetta er auðvitað skemmtilegt vinna en við skiptum þessu niður í tvær dómnefndir þannig það sé ekki sama dómnefndin að smakka alla kokteilana. Það væri frekar mikið. Þannig þetta eru kannski 16 á hverju dómnefnd. Þetta tekur auðvitað á en fólk klárar yfirleitt ekki kokteilana og jafnvel bara spýtir þeim út. Til að vera ekki alveg farin í seinasta kokteilum.“ Teitur hefur sjálfur starfað lengi sem barþjónn og þekkir bransann afar vel. Hann segir vinsælustu kokteilana í dag líklega vera Whiskey Sour, Basil gimlet, Espresso Martini og Pick me Up. Dómnefnd fer á milli 33 bara til að smakka kokteiila á morgun. Aðsend „Moscow Mule hefur verið að koma sterkur inn en ég veit ekki hvort hann gæti mögulega verið dottinn úr tísku. Mojito-æðið er eiginlega alveg búið því það er svo margt spennandi að koma inn.“ Hver er þinn uppáhalds? „Það er Negroni sem er kannski svona fyrir lengra komna. Það eru jöfn hlutföll af gini, sætum Vermouth og Campari. Hann er beiskur og sterkur og rífur aðeins í, en ég elska hann.“ Hvað varðar séríslenska kokteila segir Teitur að það hafi ekki verið mikið nýlega en nefnir sem dæmi Miðnes sem er gin og tónik með miklu meira gini en tónik. Svo er muldur ís með. Brennivín gott í kokteila „Svo eru brennivínskokteilar skemmtilegar,“ segir Teitur og að þótt svo að það sé kannski ekki vínið sem komi fyrst upp í hugann við kokteilagerð sé það prýðilegt í það. „Þetta er gæðavara. Hlutlaus spíri með kúmeni sem er hægt að nota í kokteila. Ég gerði einn 2016 sem ég skírði Svartafell,“ segir Teitur en í honum var brennivín, hindberjasíríp, sítrónusafi, rjómi og Montenegro Ammarro og sítrónu- og limebörkur rifinn yfir. Teitur segir Brennivínið gott í kokteilagerð.Mynd/Brennivín.is „Ég vann árangri með hann því ég vann gömlu Brennivínskeppnina,“ segir Teitur og að það hafi vakið mikla athygli í keppninni að hann hafi notað vatnsbyssur til að sprauta víninu í glösin. Teitur hvetur alla sem hafa áhuga á kokteilum til að kíkja á keppnina eða staðina til að smakka þá kokteila sem hafa verið búnir til fyrir hátíðina. „Kokteilar snúast um að hafa gaman. Það er allt gott í hófi,“ segir hann og hvetur gesti hátíðarinnar til að smakka fjölbreytta og nýja kokteila. „Staðirnir sjálfir eru að búa til koktteila sem eru kannski ekki jafn vel þekktir og þessir klassísku. Það eru allir helstu kokteilabarir Reykjavíkur með og kokteilaseðlarnir eru mjög vel heppnaður. „Standardinn“ er orðinn miklu meiri en bara þegar ég bar að byrja fyrir tíu árum.“ Hægt er að kynna sér alla dagskrá hátíðarinnar á heimasíðu hennar RCW.is. Síðan er hönnuð fyrir farsíma. Kokteilar Reykjavík Tengdar fréttir Innlendir og erlendir sérfræðingar miðla þekkingu sinni á Reykjavík Cocktail Weekend Þessa viku fer fram sérstök mini útgáfa af Reykjavík Cocktail Weekend en í ár er hátíðin í formi netráðstefnu. 12. maí 2021 17:30 „Gerum bara geggjaða kokteila" Citrus - Cocktail Co. er sérsniðin kokteilþjónusta og ferðabar sem barþjónarnir Jónas Heiðarr og Jónmundur Þorsteinsson standa á bak við. Þeir mæta á hverskonar viðburði, vippa upp barnum og hrista fram dýrindis drykki. 30. apríl 2019 15:00 Kokteillinn Svartafell bar sigur úr bítum Keppni í besta Brennivínskokteilnum 2016 var haldin í Tjarnabíó á þriðjudagskvöldið var. 25. apríl 2016 16:00 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
„Hátíðin er í fyrsta sinn í Hörpu. Þetta er eitthvað sem áhugafólk um kokteila og vín vill ekki missa af,“ segir Teitur Riddermann Schiöth forseti Barþjónaklúbbs Íslands sem skipuleggur hátíðina. Auk Íslandsmeistaramótsins fer í Flóa í kvöld fram kynning frá vínbirgjum. Kaupa þarf miða á viðburðinn en með hverjum miða fylgja um tíu drykkjarmiðar. „Tíu drykkjarmiðar ættu að vera feykinóg en með þeim getur fólk gengið á milli og smakkað það sem er í boði. Seinna meir verður svo hægt að smakka sigurkokteilinn,“ segir Teitur. Vínbirgjarnir eru flestir með sýningar á sínum vörum í kokteilaformi en svo verða einnig birgjar með til sýnis allskonar kokteilavörur. „Þetta verða aðallega drykkir og kokteilar,“ segir Teitur og til að blanda þá verði barþjónar sem starfa á börum í bænum. Hefja Íslandsmótið í kvöld Alls taka um 37 þátt í Íslandsmeistaramóti barþjóna. „Forkeppnin fer fram upp á sviði í Hörpu. Það er keppt í klassískri kokteilagerð og er í raun keppt í tveimur flokkum. Annars vegar eiga þau að gera kokteil með lágri áfengisprósentu og hins vegar freyðandi kokteil þar sem þeir þurfa að nota í það minnsta sjö sentilítra af freyðivíni.“ Hver barþjónn þarf í keppninni að segja frá kokteilnum og innblæstri að honum og fær mínútu til þess. Eftir það fær hann sjö mínútur til að gera fimm kokteila. Einn fer á sýningarborð og fjórir til dómnefndar sem smakkar. „Keppendur eru líka dæmdir fyrir fagleg vinnubrögð,“ segir Teitur. Hann segir að keppendum sé skipt í holl. Þrír blandi á sama tíma upp á sviði og það geti tvö þriggja manna teymi verið upp á sviði hverju sinni. „Þannig náum við vonandi að klára fyrir klukkan ellefu,“ segir Teitur léttur og að fimm komist í úrslit í Barþjónakeppninni sem fer fram á sunnudaginn. Áskorun að smakka 17 kokteila Á morgun fara svo tvær dómnefndir á vegum hátíðarinnar í göngu á milli allra staðanna sem taka þátt í hátíðinni. Alls eru það 33 barir en á hverjum og einum er sérstakur kokteilaseðill sem er í gangi alla helgina. „Við löbbum á alla 33 staðina og smökkum einn kokteil sem þau hafa valið sem keppniskokteil. Eftir það, þegar við erum búin að smakka, veljum við fimm bestu kokteilana og þeir keppa svo líka í úrslitum á sunnudaginn, ásamt þeim fimm sem komast í úrslit í Íslandsmótinu.“ En hvað er eiginlega trikkið við það að smakka 33 kokteila og enda ekki hauslaus? „Þú þarft að vera „pró“. Oftast er þetta fólk sem hefur gert þetta áður. Þetta er auðvitað skemmtilegt vinna en við skiptum þessu niður í tvær dómnefndir þannig það sé ekki sama dómnefndin að smakka alla kokteilana. Það væri frekar mikið. Þannig þetta eru kannski 16 á hverju dómnefnd. Þetta tekur auðvitað á en fólk klárar yfirleitt ekki kokteilana og jafnvel bara spýtir þeim út. Til að vera ekki alveg farin í seinasta kokteilum.“ Teitur hefur sjálfur starfað lengi sem barþjónn og þekkir bransann afar vel. Hann segir vinsælustu kokteilana í dag líklega vera Whiskey Sour, Basil gimlet, Espresso Martini og Pick me Up. Dómnefnd fer á milli 33 bara til að smakka kokteiila á morgun. Aðsend „Moscow Mule hefur verið að koma sterkur inn en ég veit ekki hvort hann gæti mögulega verið dottinn úr tísku. Mojito-æðið er eiginlega alveg búið því það er svo margt spennandi að koma inn.“ Hver er þinn uppáhalds? „Það er Negroni sem er kannski svona fyrir lengra komna. Það eru jöfn hlutföll af gini, sætum Vermouth og Campari. Hann er beiskur og sterkur og rífur aðeins í, en ég elska hann.“ Hvað varðar séríslenska kokteila segir Teitur að það hafi ekki verið mikið nýlega en nefnir sem dæmi Miðnes sem er gin og tónik með miklu meira gini en tónik. Svo er muldur ís með. Brennivín gott í kokteila „Svo eru brennivínskokteilar skemmtilegar,“ segir Teitur og að þótt svo að það sé kannski ekki vínið sem komi fyrst upp í hugann við kokteilagerð sé það prýðilegt í það. „Þetta er gæðavara. Hlutlaus spíri með kúmeni sem er hægt að nota í kokteila. Ég gerði einn 2016 sem ég skírði Svartafell,“ segir Teitur en í honum var brennivín, hindberjasíríp, sítrónusafi, rjómi og Montenegro Ammarro og sítrónu- og limebörkur rifinn yfir. Teitur segir Brennivínið gott í kokteilagerð.Mynd/Brennivín.is „Ég vann árangri með hann því ég vann gömlu Brennivínskeppnina,“ segir Teitur og að það hafi vakið mikla athygli í keppninni að hann hafi notað vatnsbyssur til að sprauta víninu í glösin. Teitur hvetur alla sem hafa áhuga á kokteilum til að kíkja á keppnina eða staðina til að smakka þá kokteila sem hafa verið búnir til fyrir hátíðina. „Kokteilar snúast um að hafa gaman. Það er allt gott í hófi,“ segir hann og hvetur gesti hátíðarinnar til að smakka fjölbreytta og nýja kokteila. „Staðirnir sjálfir eru að búa til koktteila sem eru kannski ekki jafn vel þekktir og þessir klassísku. Það eru allir helstu kokteilabarir Reykjavíkur með og kokteilaseðlarnir eru mjög vel heppnaður. „Standardinn“ er orðinn miklu meiri en bara þegar ég bar að byrja fyrir tíu árum.“ Hægt er að kynna sér alla dagskrá hátíðarinnar á heimasíðu hennar RCW.is. Síðan er hönnuð fyrir farsíma.
Kokteilar Reykjavík Tengdar fréttir Innlendir og erlendir sérfræðingar miðla þekkingu sinni á Reykjavík Cocktail Weekend Þessa viku fer fram sérstök mini útgáfa af Reykjavík Cocktail Weekend en í ár er hátíðin í formi netráðstefnu. 12. maí 2021 17:30 „Gerum bara geggjaða kokteila" Citrus - Cocktail Co. er sérsniðin kokteilþjónusta og ferðabar sem barþjónarnir Jónas Heiðarr og Jónmundur Þorsteinsson standa á bak við. Þeir mæta á hverskonar viðburði, vippa upp barnum og hrista fram dýrindis drykki. 30. apríl 2019 15:00 Kokteillinn Svartafell bar sigur úr bítum Keppni í besta Brennivínskokteilnum 2016 var haldin í Tjarnabíó á þriðjudagskvöldið var. 25. apríl 2016 16:00 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Innlendir og erlendir sérfræðingar miðla þekkingu sinni á Reykjavík Cocktail Weekend Þessa viku fer fram sérstök mini útgáfa af Reykjavík Cocktail Weekend en í ár er hátíðin í formi netráðstefnu. 12. maí 2021 17:30
„Gerum bara geggjaða kokteila" Citrus - Cocktail Co. er sérsniðin kokteilþjónusta og ferðabar sem barþjónarnir Jónas Heiðarr og Jónmundur Þorsteinsson standa á bak við. Þeir mæta á hverskonar viðburði, vippa upp barnum og hrista fram dýrindis drykki. 30. apríl 2019 15:00
Kokteillinn Svartafell bar sigur úr bítum Keppni í besta Brennivínskokteilnum 2016 var haldin í Tjarnabíó á þriðjudagskvöldið var. 25. apríl 2016 16:00