Segist hafa skaðað líkama sinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. apríl 2024 23:01 Varane í baráttunni í vetur. Robbie Jay Barratt/Getty Images) Raphaël Varane, miðvörður Manchester United, segist hafa skaðað líkama sinn með því að spila stuttu eftir að hafa fengið heilahristing. Þá segist hann ekki leyfa börnum sínum að skalla boltann þegar þau eru að leika sér í fótbolta. Hinn þrítugi Varane spilar í dag með Man United en gerði garðinn frægan með Real Madríd. Þar varð hann bæði spænskur meistari ásamt því að vinna Meistaradeild Evrópu oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ofan á það varð hann heimsmeistari með Frakklandi áður en hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir 93 A-landsleiki. Varane hefur glímt við mikil meiðsli á ferli sínum og hefur nú opinberað hversu illa það fór með hann að spila stuttu eftir að fá heilahristing. "I do know I've damaged my body" Manchester United defender Raphael Varane has warned against the dangers of heading after speaking about suffering concussion in his career. pic.twitter.com/PBW9t1P1Nq— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 2, 2024 Hann spilaði í 1-0 tapi Frakklands gegn Þýskalandi á HM 2014 aðeins nokkrum dögum eftir að hann fékk heilahristing. Sömu sögu er að segja þegar Real Madríd tapaði gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu árið 2020. „Sjö ára sonur minn spilar fótbolta og ég ráðlegg honum að skalla ekki boltann. Fyrir mér er það mikilvægt. Þó það valdi ekki skaða strax þá vitum við hvaða langtíma áhrif það hefur. Regluleg högg á höfuðið geta haft slæmt áhrif.“ „Persónulega veit ég ekki hvort ég verði 100 ára gamall en ég veit að ég hef skaðað líkama minn. Kenna ætti ungu fólki skaðsemi þess að skalla boltann.“ Raphaël Varane: "My seven-year-old son plays football, and I advise him not to header the ball." "Even if it does not cause immediate trauma, we know that in the long term, repeated shocks are likely to have harmful effects." "I don't know if I will live to be 100, but pic.twitter.com/jiEPSF5JbP— EuroFoot (@eurofootcom) April 2, 2024 Rannsóknir staðfesta að Varane hefur rétt fyrir sér og þá hefur verið rætt hvort það sé best að banna börnum að skalla boltann upp að vissum aldri. Að endingu sagði Varane að læknateymi félaga þurfi að stíga inn í ef leikmenn hafi fengið heilahristing því íþróttafólk vill alltaf keppa. Miðvörðurinn sagði einnig að hann hefði misst af nokkrum leikjum Man United á leiktíðinni vegna einkenna eftir heilahristing. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Í beinni: Chelsea - Wolves | Lýkur langri bið heimamanna? Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Sjá meira
Hinn þrítugi Varane spilar í dag með Man United en gerði garðinn frægan með Real Madríd. Þar varð hann bæði spænskur meistari ásamt því að vinna Meistaradeild Evrópu oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ofan á það varð hann heimsmeistari með Frakklandi áður en hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir 93 A-landsleiki. Varane hefur glímt við mikil meiðsli á ferli sínum og hefur nú opinberað hversu illa það fór með hann að spila stuttu eftir að fá heilahristing. "I do know I've damaged my body" Manchester United defender Raphael Varane has warned against the dangers of heading after speaking about suffering concussion in his career. pic.twitter.com/PBW9t1P1Nq— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 2, 2024 Hann spilaði í 1-0 tapi Frakklands gegn Þýskalandi á HM 2014 aðeins nokkrum dögum eftir að hann fékk heilahristing. Sömu sögu er að segja þegar Real Madríd tapaði gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu árið 2020. „Sjö ára sonur minn spilar fótbolta og ég ráðlegg honum að skalla ekki boltann. Fyrir mér er það mikilvægt. Þó það valdi ekki skaða strax þá vitum við hvaða langtíma áhrif það hefur. Regluleg högg á höfuðið geta haft slæmt áhrif.“ „Persónulega veit ég ekki hvort ég verði 100 ára gamall en ég veit að ég hef skaðað líkama minn. Kenna ætti ungu fólki skaðsemi þess að skalla boltann.“ Raphaël Varane: "My seven-year-old son plays football, and I advise him not to header the ball." "Even if it does not cause immediate trauma, we know that in the long term, repeated shocks are likely to have harmful effects." "I don't know if I will live to be 100, but pic.twitter.com/jiEPSF5JbP— EuroFoot (@eurofootcom) April 2, 2024 Rannsóknir staðfesta að Varane hefur rétt fyrir sér og þá hefur verið rætt hvort það sé best að banna börnum að skalla boltann upp að vissum aldri. Að endingu sagði Varane að læknateymi félaga þurfi að stíga inn í ef leikmenn hafi fengið heilahristing því íþróttafólk vill alltaf keppa. Miðvörðurinn sagði einnig að hann hefði misst af nokkrum leikjum Man United á leiktíðinni vegna einkenna eftir heilahristing.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Í beinni: Chelsea - Wolves | Lýkur langri bið heimamanna? Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Sjá meira