„Velkomnir aftur KR!“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2024 11:31 Talsverður spenningur er fyrir fótboltasumrinu vestur í bæ. vísir/hulda margrét Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir aukin umsvif KR á félagaskiptamarkaðnum minna á gamla tíma. KR er spáð 5. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. KR-ingar enduðu í 6. sæti á síðasta tímabili. KR mætir til leiks með sterkan hóp í sumar eftir að hafa látið mikið að sér kveða á félagaskiptamarkaðnum í vetur. Þrír öflugir atvinnumenn komu til að mynda í Vesturbæinn: Axel Óskar Andrésson, Alex Þór Hauksson og Aron Sigurðarson. Þá er Guy Smit kominn í markið. „Velkomnir aftur KR! Það er gaman að tala um þá. Það er slagkraftur og stemmning í kringum þá. Það er full ástæða til bjartsýni og til að gleðjast þegar við tölum um KR,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Loksins eru jákvæðar fréttir af KR. Það hefur verið þrúgandi stemmning, mikil neikvæðni og vond viðtöl. Þetta hefur verið þannig síðustu ár. Núna koma þeir aftur til baka með þessa stráka og líta vel út,“ sagði Baldur Sigurðsson. Gregg Ryder var ráðinn þjálfari KR í vetur en hann tekur við starfinu af sjálfum Rúnari Kristinssyni. „Þeir eru vissulega með þjálfara sem er spurningarmerki hjá topp félagi. En ég held að KR-ingar og stuðningsmenn KR eigi bara að búast við ungu og skemmtilegu liði. Þeir eiga að mæta frá fyrsta leik og styðja vel við þá,“ sagði Baldur. „Svona lið, sem er að koma upp og er búið að vera svona mikið í umræðunni, með þjálfara sem er með ákveðna brothætta stöðu, kemur inn í KR í mínus og þarf að vinna sig inn, sem hann er búinn að gera, þetta getur snúist svolítið mikið um byrjunina. Við erum að tala um hraðmótið, fyrstu sex leikina, allir um borð; styðjið og fylkið ykkur á bak við liðið því það getur þýtt gott tímabil. Þetta er allt eða ekkert dæmi.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla KR Besta sætið Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
KR er spáð 5. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. KR-ingar enduðu í 6. sæti á síðasta tímabili. KR mætir til leiks með sterkan hóp í sumar eftir að hafa látið mikið að sér kveða á félagaskiptamarkaðnum í vetur. Þrír öflugir atvinnumenn komu til að mynda í Vesturbæinn: Axel Óskar Andrésson, Alex Þór Hauksson og Aron Sigurðarson. Þá er Guy Smit kominn í markið. „Velkomnir aftur KR! Það er gaman að tala um þá. Það er slagkraftur og stemmning í kringum þá. Það er full ástæða til bjartsýni og til að gleðjast þegar við tölum um KR,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Loksins eru jákvæðar fréttir af KR. Það hefur verið þrúgandi stemmning, mikil neikvæðni og vond viðtöl. Þetta hefur verið þannig síðustu ár. Núna koma þeir aftur til baka með þessa stráka og líta vel út,“ sagði Baldur Sigurðsson. Gregg Ryder var ráðinn þjálfari KR í vetur en hann tekur við starfinu af sjálfum Rúnari Kristinssyni. „Þeir eru vissulega með þjálfara sem er spurningarmerki hjá topp félagi. En ég held að KR-ingar og stuðningsmenn KR eigi bara að búast við ungu og skemmtilegu liði. Þeir eiga að mæta frá fyrsta leik og styðja vel við þá,“ sagði Baldur. „Svona lið, sem er að koma upp og er búið að vera svona mikið í umræðunni, með þjálfara sem er með ákveðna brothætta stöðu, kemur inn í KR í mínus og þarf að vinna sig inn, sem hann er búinn að gera, þetta getur snúist svolítið mikið um byrjunina. Við erum að tala um hraðmótið, fyrstu sex leikina, allir um borð; styðjið og fylkið ykkur á bak við liðið því það getur þýtt gott tímabil. Þetta er allt eða ekkert dæmi.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla KR Besta sætið Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira