Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Víkings og Stjörnunnar laugardaginn 6. apríl. Íþróttadeild spáir KR 5. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið endi einu sæti ofar en í fyrra. KR-ingar lentu í verulegum hremmingum í upphafi móts í fyrra og töpuðu meðal annars fimm leikjum í röð án þess að skora. KR keypti norskan kött í sekknum og útlitið var alls ekki bjart vestur í bæ. En Rúnar Kristinsson náði að rétta stefnuna eftir að hafa breytt um leikkerfi og KR endaði í 6. sæti sem var samt versti árangur liðsins frá því liðið var næstum því fallið 2007. Undir lok síðasta tímabils ákvað stjórn KR að framlengja ekki samning Rúnars, einnar mestu goðsagnar í sögu félagsins. Gregg Ryder (lengst til hægri) á blaðamannafundinum þar sem hann var kynntur til leiks hjá KR.vísir/dúi Við tók tímabil þar sem svo virtist sem rætt hafi verið við alla þjálfara nema þann sem var svo ráðinn, Gregg Ryder. Englendingurinn hefur undanfarin ár þjálfað hjá Køge í Danmörku en stýrði áður Þór og Þrótti hér á landi. Þrátt fyrir að vera aðeins 36 ára er Ryder með mikla reynslu og hann þarf á henni og allri sinni kunnáttu og þekkingu að halda í þessu starfi sem hefur reynst mörgum þjálfaranum of stór biti. Eftir að hafa ekki átt möguleika í stærstu bitana á félagaskiptamarkaðnum í nokkur ár hnyklaði KR aftur vöðvana á þeim vettvangi í vetur. grafík/gunnar tumi Liðið fékk þrjá eftirsótta atvinnumenn, Aron Sigurðarson, Axel Óskar Andrésson og Alex Þór Hauksson, og Guy Smit í markið. Markvarðastaðan var vandamál hjá KR í fyrra en ætti ekki að vera það lengur eftir komu Hollendingsins. Aron, Axel og Alex munu svo styrkja KR-liðið gríðarlega, hver á sínum þriðjungi vallarins. Það má þó ekki gleyma því að KR hefur misst sterka pósta í vetur, meðal annars bakverðina Kennie Chopart og Kristin Jónsson, og miðvörðinn Jakob Franz Pálsson. KR-ingar koma samt alltaf út í plús á félagaskiptamarkaðnum eftir veturinn. Breiddin í vörninni má þó ekkert vera minni. grafík/gunnar tumi Stjarna síðasta tímabils hjá KR, Benóný Breki Andrésson, ákvað að halda kyrru fyrir í Vesturbænum og þeir Aron og Atli Sigurjónsson ættu að bera sóknarleikinn uppi. Hann þarf að vera betri en í fyrra en KR skoraði bara 38 mörk. Aðeins liðin sem féllu, ÍBV og Keflavík, skoruðu minna. Það var eflaust ekki auðveld ákvörðun hjá stjórn KR að framlengja ekki samning Rúnars en kannski þurftu báðir aðilar á breytingu að halda eftir langt samband. Benóný Breki Andrésson skoraði níu mörk í fyrra.vísir/hulda margrét Ryder er ekki með mikla innistæðu í bankanum hjá stuðningsmönnum KR en hljóðið í þeim er samt frekar gott eftir veturinn. Og ekki að ástæðulausu. KR er nefnilega farið á minna aftur á KR. Spurningin er bara hversu langt liðsstyrkurinn og meðbyrinn fleytir Vesturbæingum í sumar. Titilbarátta virðist óraunhæf en KR-ingar sjá væntanlega Evrópusæti í hillingum. Besta deild karla KR Tengdar fréttir Besta-spáin 2024: VÖKnuðu af værum blundi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2024 09:01 Besta-spáin 2024: Í traustum Heimishöndum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2024 11:01 Besta-spáin 2024: Verða að læra af mistökum fortíðarinnar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2024 09:00 Besta-spáin 2024: Vegasalt varnar og sóknar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2024 11:00 Besta-spáin 2024: Ætla að dvelja lengur hér Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Vestra 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2024 09:01 Besta-spáin 2024: Trú Rúnars Páls þarf að flytja fjöll Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 11:02 Besta-spáin 2024: Júmbósætið virðist frátekið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 09:01 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Víkings og Stjörnunnar laugardaginn 6. apríl. Íþróttadeild spáir KR 5. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið endi einu sæti ofar en í fyrra. KR-ingar lentu í verulegum hremmingum í upphafi móts í fyrra og töpuðu meðal annars fimm leikjum í röð án þess að skora. KR keypti norskan kött í sekknum og útlitið var alls ekki bjart vestur í bæ. En Rúnar Kristinsson náði að rétta stefnuna eftir að hafa breytt um leikkerfi og KR endaði í 6. sæti sem var samt versti árangur liðsins frá því liðið var næstum því fallið 2007. Undir lok síðasta tímabils ákvað stjórn KR að framlengja ekki samning Rúnars, einnar mestu goðsagnar í sögu félagsins. Gregg Ryder (lengst til hægri) á blaðamannafundinum þar sem hann var kynntur til leiks hjá KR.vísir/dúi Við tók tímabil þar sem svo virtist sem rætt hafi verið við alla þjálfara nema þann sem var svo ráðinn, Gregg Ryder. Englendingurinn hefur undanfarin ár þjálfað hjá Køge í Danmörku en stýrði áður Þór og Þrótti hér á landi. Þrátt fyrir að vera aðeins 36 ára er Ryder með mikla reynslu og hann þarf á henni og allri sinni kunnáttu og þekkingu að halda í þessu starfi sem hefur reynst mörgum þjálfaranum of stór biti. Eftir að hafa ekki átt möguleika í stærstu bitana á félagaskiptamarkaðnum í nokkur ár hnyklaði KR aftur vöðvana á þeim vettvangi í vetur. grafík/gunnar tumi Liðið fékk þrjá eftirsótta atvinnumenn, Aron Sigurðarson, Axel Óskar Andrésson og Alex Þór Hauksson, og Guy Smit í markið. Markvarðastaðan var vandamál hjá KR í fyrra en ætti ekki að vera það lengur eftir komu Hollendingsins. Aron, Axel og Alex munu svo styrkja KR-liðið gríðarlega, hver á sínum þriðjungi vallarins. Það má þó ekki gleyma því að KR hefur misst sterka pósta í vetur, meðal annars bakverðina Kennie Chopart og Kristin Jónsson, og miðvörðinn Jakob Franz Pálsson. KR-ingar koma samt alltaf út í plús á félagaskiptamarkaðnum eftir veturinn. Breiddin í vörninni má þó ekkert vera minni. grafík/gunnar tumi Stjarna síðasta tímabils hjá KR, Benóný Breki Andrésson, ákvað að halda kyrru fyrir í Vesturbænum og þeir Aron og Atli Sigurjónsson ættu að bera sóknarleikinn uppi. Hann þarf að vera betri en í fyrra en KR skoraði bara 38 mörk. Aðeins liðin sem féllu, ÍBV og Keflavík, skoruðu minna. Það var eflaust ekki auðveld ákvörðun hjá stjórn KR að framlengja ekki samning Rúnars en kannski þurftu báðir aðilar á breytingu að halda eftir langt samband. Benóný Breki Andrésson skoraði níu mörk í fyrra.vísir/hulda margrét Ryder er ekki með mikla innistæðu í bankanum hjá stuðningsmönnum KR en hljóðið í þeim er samt frekar gott eftir veturinn. Og ekki að ástæðulausu. KR er nefnilega farið á minna aftur á KR. Spurningin er bara hversu langt liðsstyrkurinn og meðbyrinn fleytir Vesturbæingum í sumar. Titilbarátta virðist óraunhæf en KR-ingar sjá væntanlega Evrópusæti í hillingum.
Besta-spáin 2024: VÖKnuðu af værum blundi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2024 09:01
Besta-spáin 2024: Í traustum Heimishöndum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2024 11:01
Besta-spáin 2024: Verða að læra af mistökum fortíðarinnar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2024 09:00
Besta-spáin 2024: Vegasalt varnar og sóknar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2024 11:00
Besta-spáin 2024: Ætla að dvelja lengur hér Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Vestra 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2024 09:01
Besta-spáin 2024: Trú Rúnars Páls þarf að flytja fjöll Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 11:02
Besta-spáin 2024: Júmbósætið virðist frátekið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 09:01