Markmaðurinn tryggði liðinu stig með marki frá eigin vallarhelmingi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. apríl 2024 16:32 Gabriel Kobylak skoraði ótrúlegt mark til að tryggja liði sínu stig í pólsku deildinni í gær. Vísir/Getty Gabriel Kobylak, markvörður pólska liðsins Radomiak Radom, reyndist hetja liðsins er hann skoraði ótrúlegt mark frá eigin vallarhelmingi gegn Puszcza í pólsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Það að Puszcza og Radomiak Radom geri 1-1 jafntefli í pólsku deildinni í knattspyrnu ratar alla jafna ekki í íslenska fjölmiðla. Hins vegar fá úrslit gærdagsins að fljóta með, einfaldlega vegna þess að gestirnir tryggðu sér stig á ótrúlegan hátt. Gestirnir í Radomiak Radom lentu í kröppum dansi snemma leiks þegar heimamenn tóku forystuna strax á fjórðu mínútu leiksins. Ekki batnaði útlitið á 63. mínútu þegar Radomiak Radom missti mann af velli með beint rautt spjald og gestirnir þurftu því að leika seinusta hálftíma leiksins manni færri. Þrátt fyrir liðsmuninn tókst gestunum að finna jöfnunarmark aðeins þremur mínútum eftir að liðið missti mann af velli. Markið kom heldur betur úr óvæntri átt, en það var markvörðurinn Gabriel Kobylak sem jafnaði metin með skoti nánast frá eigin vítateig. Eins og gefur að skilja fögnuðu liðsfélagar Kobylak markinu vel og innilega og varð niðurstaðan að lokum 1-1 jafntefli, en markið má sjá hér fyrir neðan. 🇵🇱😯 Radomiak Radon's goalkeeper Gabriel Kobylak scored from just outside his own box yesterday! 💫 pic.twitter.com/tNEwhyFvLe— EuroFoot (@eurofootcom) April 2, 2024 Radomiak Radom situr nú í 11. sæti pólsku deildarinnar með 32 stig eftir 26 leiki, sjö stigum meira en Puszcza sem er einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Fótbolti Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira
Það að Puszcza og Radomiak Radom geri 1-1 jafntefli í pólsku deildinni í knattspyrnu ratar alla jafna ekki í íslenska fjölmiðla. Hins vegar fá úrslit gærdagsins að fljóta með, einfaldlega vegna þess að gestirnir tryggðu sér stig á ótrúlegan hátt. Gestirnir í Radomiak Radom lentu í kröppum dansi snemma leiks þegar heimamenn tóku forystuna strax á fjórðu mínútu leiksins. Ekki batnaði útlitið á 63. mínútu þegar Radomiak Radom missti mann af velli með beint rautt spjald og gestirnir þurftu því að leika seinusta hálftíma leiksins manni færri. Þrátt fyrir liðsmuninn tókst gestunum að finna jöfnunarmark aðeins þremur mínútum eftir að liðið missti mann af velli. Markið kom heldur betur úr óvæntri átt, en það var markvörðurinn Gabriel Kobylak sem jafnaði metin með skoti nánast frá eigin vítateig. Eins og gefur að skilja fögnuðu liðsfélagar Kobylak markinu vel og innilega og varð niðurstaðan að lokum 1-1 jafntefli, en markið má sjá hér fyrir neðan. 🇵🇱😯 Radomiak Radon's goalkeeper Gabriel Kobylak scored from just outside his own box yesterday! 💫 pic.twitter.com/tNEwhyFvLe— EuroFoot (@eurofootcom) April 2, 2024 Radomiak Radom situr nú í 11. sæti pólsku deildarinnar með 32 stig eftir 26 leiki, sjö stigum meira en Puszcza sem er einu stigi fyrir ofan fallsvæðið.
Fótbolti Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira