Árásin í Vantaa: Tólf ára barn lést og tvö alvarlega særð Atli Ísleifsson skrifar 2. apríl 2024 10:33 Tilkynnt var um árásina í Vantaa klukkan 9:08 í morgun að staðartíma, eða 6:08 að íslenskum tíma. EPA Tólf ára barn lést og tvö eru alvarlega særð eftir skotárás tólf ára barns í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. Þetta upplýsti finnska lögreglan á blaðamannafundi klukkan 10 í morgun. Tólf ára barn var handtekið á vettvangi í morgun vegna gruns um að bera ábyrgð á árásinni og segir lögregla að barnið hafi játað árásina við skýrslutöku. Of snemmt sé þó að segja nokkuð til um ástæður árásarinnar. Lögregla var kölluð á vettvang upp úr klukkan níu að staðartíma í morgun eftir að tilkynnt hafði verið um árásina í Viertolan-grunnskólanum í Vantaa, norður af Helsinki. Fyrstu lögreglumennirnir voru mættir í skólann um níu mínútum eftir að tilkynnt var um árásina. Um níu hundruð nemendur í fyrsta til níunda bekk grunnskóla stunda nám við skólann. Starfsmenn skólans eru um níutíu. Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, segir á samfélagsmiðlinum X að skotárásin í Vantaa sé átakanleg. Ampumavälikohtaus Vantaalla järkyttää syvästi. Ajatukseni ovat uhrien, heidän läheistensä ja Viertolan koulun muiden oppilaiden ja henkilökunnan luona. Seuraamme tilannetta tiiviisti ja odotamme viranomaisten päivittyviä tietoja.https://t.co/wJjwp8mcal— Petteri Orpo (@PetteriOrpo) April 2, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skotárás er gerð í skóla í Finnlandi. Í september 2008 skaut nemandi við Háskólann í Kauhajoki tíu manns til bana áður en hann svipti sig lífi. Í nóvember 2007 skaut svo átján ára nemandi í framhaldsskóla í Jokela átta manns til bana, áður en hann svipti sig lífi. Finnland Tengdar fréttir Skotárás í finnskum grunnskóla Lögregla í Finnlandi hefur handtekið einn eftir að tilkynnt var um skotárás í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. Einhverjir hafa særst í árásinni þó að enn hafi ekki verið gefið upp um nákvæman fjölda. 2. apríl 2024 07:28 Tólf ára barn grunað um árásina Tólf ára barn er nú í haldi finnsku lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Vantaa í morgun. Þrjú börn eru sögð hafa særst í árásinni, en ekki liggur fyrir hvort einhver hafi látið lífið. 2. apríl 2024 08:34 Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Sjá meira
Þetta upplýsti finnska lögreglan á blaðamannafundi klukkan 10 í morgun. Tólf ára barn var handtekið á vettvangi í morgun vegna gruns um að bera ábyrgð á árásinni og segir lögregla að barnið hafi játað árásina við skýrslutöku. Of snemmt sé þó að segja nokkuð til um ástæður árásarinnar. Lögregla var kölluð á vettvang upp úr klukkan níu að staðartíma í morgun eftir að tilkynnt hafði verið um árásina í Viertolan-grunnskólanum í Vantaa, norður af Helsinki. Fyrstu lögreglumennirnir voru mættir í skólann um níu mínútum eftir að tilkynnt var um árásina. Um níu hundruð nemendur í fyrsta til níunda bekk grunnskóla stunda nám við skólann. Starfsmenn skólans eru um níutíu. Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, segir á samfélagsmiðlinum X að skotárásin í Vantaa sé átakanleg. Ampumavälikohtaus Vantaalla järkyttää syvästi. Ajatukseni ovat uhrien, heidän läheistensä ja Viertolan koulun muiden oppilaiden ja henkilökunnan luona. Seuraamme tilannetta tiiviisti ja odotamme viranomaisten päivittyviä tietoja.https://t.co/wJjwp8mcal— Petteri Orpo (@PetteriOrpo) April 2, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skotárás er gerð í skóla í Finnlandi. Í september 2008 skaut nemandi við Háskólann í Kauhajoki tíu manns til bana áður en hann svipti sig lífi. Í nóvember 2007 skaut svo átján ára nemandi í framhaldsskóla í Jokela átta manns til bana, áður en hann svipti sig lífi.
Finnland Tengdar fréttir Skotárás í finnskum grunnskóla Lögregla í Finnlandi hefur handtekið einn eftir að tilkynnt var um skotárás í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. Einhverjir hafa særst í árásinni þó að enn hafi ekki verið gefið upp um nákvæman fjölda. 2. apríl 2024 07:28 Tólf ára barn grunað um árásina Tólf ára barn er nú í haldi finnsku lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Vantaa í morgun. Þrjú börn eru sögð hafa særst í árásinni, en ekki liggur fyrir hvort einhver hafi látið lífið. 2. apríl 2024 08:34 Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Sjá meira
Skotárás í finnskum grunnskóla Lögregla í Finnlandi hefur handtekið einn eftir að tilkynnt var um skotárás í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. Einhverjir hafa særst í árásinni þó að enn hafi ekki verið gefið upp um nákvæman fjölda. 2. apríl 2024 07:28
Tólf ára barn grunað um árásina Tólf ára barn er nú í haldi finnsku lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Vantaa í morgun. Þrjú börn eru sögð hafa særst í árásinni, en ekki liggur fyrir hvort einhver hafi látið lífið. 2. apríl 2024 08:34