Eitt toppaði titilinn með KR: „Voru svo stórar stjörnur“ Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2024 10:01 Kennie Chopart fór yfir málin með Baldri Sigurðssyni í nýjasta þættinum af Lengsta undirbúningstímabili í heimi. Stöð 2 Sport Hvað er eftirminnilegra fyrir fótboltamann en að verða Íslandsmeistari með KR? Það er „svakalega stórt“ en Daninn Kennie Chopart segir eitt þó toppa það. Kennie ræddi við Baldur Sigurðsson í nýjasta og jafnframt síðasta þætti annarrar seríu af Lengsta undirbúningstímabili í heimi, á Stöð 2 Sport. Þessi 33 ára bakvörður spilaði í fyrsta sinn á Íslandi sumarið 2012 og mun í sumar spila með fjórða liði sínu á Íslandi, Fram, eftir að hafa fylgt þjálfaranum Rúnari Kristinssyni úr Vesturbænum í Úlfarsárdalinn í vetur. Kennie hefur því upplifað ýmislegt á Íslandi, með Stjörnunni, Fram og KR, og stærsta stundin var þegar hann varð Íslandsmeistari með KR árið 2019. Það toppar þó ekki fyrstu skrefin á meistaraflokksferlinum, sem hann tók heima í Danmörku með Esbjerg. „Ég held að ég verði að segja fyrsti leikurinn með Esbjerg. Nítján ára að fá að spila með öllum stóru stjörnunum sem maður horfði á spila á stóra leikvanginum. En að vinna Íslandsmeistaratitilinn er líka svakalega stórt,“ segir Kennie. Klippa: LUÍH - Kennie sagði frá leiktíðinni sem hann man mest eftir Á fyrsta tímabili sínu í meistaraflokki, með Esbjerg 2009-10, var hann samherji leikmanna sem voru til að mynda viðloðandi danska landsliðið, og íslenska landsliðsmannsins Gunnars Heiðars Þorvaldssonar. Á meðal þeirra sem Kennie spilaði einnig með, og eru líklega þekktastir úr hópnum í dag, voru framherjinn Martin Braithwaite sem síðar lék með Barcelona, og finnski landsliðsmarkvörðurinn Lukas Hradecky sem ver mark toppliðs þýsku 1. deildarinnar, Leverkusen. Kennie segir að þess vegna sitji það betur eftir í minninu að hafa þreytt frumraunina með Esbjerg, en að hafa orðið Íslandsmeistari með KR: „Ég verð að segja það. Það voru svo stórar stjörnur í liðinu þá. Þetta er risastórt félag eins og allir vita, með glæsilega aðstöðu og stóran leikvang. Þeir notuðu sjaldan unga leikmenn á þessum tíma, heldur menn sem höfðu sannað sig og voru virkilega góðir. Stór nöfn. Það að taka fyrstu skrefin með slíku liði er það sem maður man mest eftir.“ Besta deild karla Fram Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Kennie ræddi við Baldur Sigurðsson í nýjasta og jafnframt síðasta þætti annarrar seríu af Lengsta undirbúningstímabili í heimi, á Stöð 2 Sport. Þessi 33 ára bakvörður spilaði í fyrsta sinn á Íslandi sumarið 2012 og mun í sumar spila með fjórða liði sínu á Íslandi, Fram, eftir að hafa fylgt þjálfaranum Rúnari Kristinssyni úr Vesturbænum í Úlfarsárdalinn í vetur. Kennie hefur því upplifað ýmislegt á Íslandi, með Stjörnunni, Fram og KR, og stærsta stundin var þegar hann varð Íslandsmeistari með KR árið 2019. Það toppar þó ekki fyrstu skrefin á meistaraflokksferlinum, sem hann tók heima í Danmörku með Esbjerg. „Ég held að ég verði að segja fyrsti leikurinn með Esbjerg. Nítján ára að fá að spila með öllum stóru stjörnunum sem maður horfði á spila á stóra leikvanginum. En að vinna Íslandsmeistaratitilinn er líka svakalega stórt,“ segir Kennie. Klippa: LUÍH - Kennie sagði frá leiktíðinni sem hann man mest eftir Á fyrsta tímabili sínu í meistaraflokki, með Esbjerg 2009-10, var hann samherji leikmanna sem voru til að mynda viðloðandi danska landsliðið, og íslenska landsliðsmannsins Gunnars Heiðars Þorvaldssonar. Á meðal þeirra sem Kennie spilaði einnig með, og eru líklega þekktastir úr hópnum í dag, voru framherjinn Martin Braithwaite sem síðar lék með Barcelona, og finnski landsliðsmarkvörðurinn Lukas Hradecky sem ver mark toppliðs þýsku 1. deildarinnar, Leverkusen. Kennie segir að þess vegna sitji það betur eftir í minninu að hafa þreytt frumraunina með Esbjerg, en að hafa orðið Íslandsmeistari með KR: „Ég verð að segja það. Það voru svo stórar stjörnur í liðinu þá. Þetta er risastórt félag eins og allir vita, með glæsilega aðstöðu og stóran leikvang. Þeir notuðu sjaldan unga leikmenn á þessum tíma, heldur menn sem höfðu sannað sig og voru virkilega góðir. Stór nöfn. Það að taka fyrstu skrefin með slíku liði er það sem maður man mest eftir.“
Besta deild karla Fram Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti