Guardiola hellti sér yfir Grealish eftir leik Siggeir Ævarsson skrifar 31. mars 2024 20:01 Jack Grealish hlustar með andakt á Guardiola eftir leik Samskipti Pep Guardiola og Jack Grealish í leikslok eftir jafntefli Manchester City og Arsenal hafa vakið töluverða athygli en Guardiola virtist í fyrstu vera algjörlega brjálaður út í leikmanninn. Var þetta fyrsti leikur Grealish í nokkurn tíma en hann hefur verið frá vegna meiðsla síðan í byrjun febrúar. Guardiola virtist vera mjög heitt í hamsi. Hann talaði mikið með höndunum og virtist vera að hella úr skálum reiði sinnar yfir Grealish. En eftir því sem samskiptunum vatt fram virtist Grealish þó vera sammála því sem yfirmaður hans var að kvarta yfir. Grealish kinkaði kolli nokkrum sinnum og að lokum ruglaði Guardiola föðurlega í hári hans. Hann fór svo og steig á milli þar sem Erling Haaland og Gabriel áttu í orðaskiptum. Þar ýtti hann Haaland í burtu og hélt áfram að ræða við Gabriel en hann og Haaland enduðu á að fallast í faðma. Netverjar höfðu skiptar skoðanir á því að Guardiola væri að taka Grealish svona fyrir úti á miðjum velli og fannst framkoma hans ekki sérlega fagleg. Rifjuðu einhverjir upp atvik frá 2017 þar sem Guardiola hellti sér yfir Nathan Redmond, leikmann Southampton. On this day in 2017, this intense conversation between Pep Guardiola and Nathan Redmond happened.Post-match, it was revealed that Guardiola had actually been trying to help Redmond to believe in his own qualities more #SaintsFCpic.twitter.com/i2J5ZLSWC9— Saints Analysis (@saints_analysis) November 29, 2022 Síðar kom reyndar í ljós að Guardiola var að stappa stálinu í Redmond og hvetja hann til dáða en Guardiola sagði sjálfur eftir þá uppákomu að hann yrði að hemja tilfinningar sínar betur. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira
Var þetta fyrsti leikur Grealish í nokkurn tíma en hann hefur verið frá vegna meiðsla síðan í byrjun febrúar. Guardiola virtist vera mjög heitt í hamsi. Hann talaði mikið með höndunum og virtist vera að hella úr skálum reiði sinnar yfir Grealish. En eftir því sem samskiptunum vatt fram virtist Grealish þó vera sammála því sem yfirmaður hans var að kvarta yfir. Grealish kinkaði kolli nokkrum sinnum og að lokum ruglaði Guardiola föðurlega í hári hans. Hann fór svo og steig á milli þar sem Erling Haaland og Gabriel áttu í orðaskiptum. Þar ýtti hann Haaland í burtu og hélt áfram að ræða við Gabriel en hann og Haaland enduðu á að fallast í faðma. Netverjar höfðu skiptar skoðanir á því að Guardiola væri að taka Grealish svona fyrir úti á miðjum velli og fannst framkoma hans ekki sérlega fagleg. Rifjuðu einhverjir upp atvik frá 2017 þar sem Guardiola hellti sér yfir Nathan Redmond, leikmann Southampton. On this day in 2017, this intense conversation between Pep Guardiola and Nathan Redmond happened.Post-match, it was revealed that Guardiola had actually been trying to help Redmond to believe in his own qualities more #SaintsFCpic.twitter.com/i2J5ZLSWC9— Saints Analysis (@saints_analysis) November 29, 2022 Síðar kom reyndar í ljós að Guardiola var að stappa stálinu í Redmond og hvetja hann til dáða en Guardiola sagði sjálfur eftir þá uppákomu að hann yrði að hemja tilfinningar sínar betur.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira