Formaður geðlækna illa áttaður? Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 27. mars 2024 13:00 Í forföllum Óttars Guðmundsson mætti formaður geðlæknafélagsins, Karl Reynir Einarsson, til viðtals hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar furðar Karl Reynir sig á að ég kjósi að hjóla í fólk og þannig vega að lífsviðurværi Óttars, fremur en að taka umræðuna. Spyr hvað mér gangi eiginlega til. Karli Reyni til upplýsingar þá hef ég aldrei skorast undan málefnalegri umræðu, þvert á móti fagna ég henni og svaraði meðal annars Óttari síðasta haust með rökum. Í viðtalinu tekur Karl Reynir undir með Óttari, segir nýleg grein hans á Eyjunni „ljómandi fín grein hjá honum og skemmtileg [...] og sé bara ekkert að henni,“ enda sé Óttar jafnvel „að brýna okkur [geðlækna]“ til að íhuga stöðu mála. Í framhaldinu fellur hann í sama forarpitt og Óttar hefur vaðið undanfarin misseri. Karl Reynir, rétt eins og Óttar, talar um ofgreiningar og misbresti í greiningarferlinu. Með því vega þeir bræður í raun að starfsheiðri sálfræðinga og annara geðlækna, án þess að færa skýr rök fyrir eigin máli. Meðal annars líta þeir alfarið fram hjá að mögulega séu íslenskir geðlæknar og sálfræðingar skrefi á undan kollegum í Evrópu þar sem fleiri hafi sótt sitt sérnám beggja vegna Atlantsála. Karl Reynir tæpir einnig á vanda langt leiddra fíkla sem sæki í ADHD lyf er byggja á örvandi efni. Vissulega liggur þar ákveðinn vandi sem taka þarf betur utan um, en sá hópur er einungis lítill hluti af heildinni. Eins er ekki gott ef einstaklingur fer í geðrof eftir að hafa fengið ADHD greiningu og sömu lyfjum ávísað í framhaldinu. En sá hópur telur þó afar fáa. Mér finnst steininn þó taka úr þegar Karl Reynir segir að fólk noti stundum þessi lyf til að keyra sig áfram og fari þannig jafnvel í þrot. ADHD eða ekki þá get ég upplýst formann Geðlæknafélags Íslands um að þetta fellur undir misnotkun. Jafnframt að þó einhver tilvik finnist eflaust meðal okkar athyglisbresta, þá eru lyfin í okkar tilfelli mun líklegri til að forða okkur frá þeirri vegsemd. Ég gæti haldið lengi áfram en læt að sinni nægja að benda á skrif mín til Óttars síðasta haust, sem finna má hér. Þess í stað vil ég útskýra fyrir Karli Reyni hvers vegna „ljómandi fín grein“ Óttars á Eyjunni varð til að ég óska aðkomu Embættis landlæknis til að meta hæfi Óttars Guðmundssonar sem geðlæknis. Óttar skrifar að „[…] lögleg og niðurgreidd amfetamínneysla [hafi] aukist gífurlega á síðustu árum.“ Amfetamínneysla! Klikkir svo út í lokin með orðalaginu „[...] svo að sem flestir geti notið lífsins á spítti.“ Jafnframt ýjar Óttar að því að ADHD orsakist mögulega af „[… gífurlegu áreiti] frá hendi netmiðla og alls konar upplýsingaveitna.“ Og rétt eins og þú sjálfur tekur undir, að fjöldi fólks sæki í greiningu til þess eins að komst á lyf. Að sjálfssögðu er ykkur Óttari velkomið að rökræða stöðu mála á vitrænan máta. En svona orðræða getur vart talist við hæfi þegar gamalreyndur geðlæknir á í hlut. Þar skiptir engu hvort vettvangurinn falli undir einhverja ‘bakþanka’ á netmiðli. Sama á við um aðsent bréf Óttars sem birt var í Læknablaðinu í fyrra ásamt drottningarviðtali í Kastljósi í framhaldinu. Vissulega telst ekkert af þessu fræðilegur vettvangur, hvað þá ritrýnd skrif. En þegar reynslubolti á borð við Óttar á í hlut þá hafa orð hans áhrif. Hvort heldur innihaldið sé samsull af órökstuddum fullyrðingum og hálfsannleik eða einhver háfleyg skáldleg ádrepa [til kollega?!] um meinta ‘amfetamínneyslu’ tengda ADHD lyfjum og „[...] sem flestir [fái] notið lífsins á spítti,“ þá er Óttar Guðmundsson ítrekað að ýta undir fordóma varðandi ADHD og ADHD lyf. Samræmist það virkilega lögum læknafélagsins og siðareglum? Að öllu ofansögðu vona ég að formaður Geðlæknafélags Íslands átti sig loka á hvers vegna ég hlýt að staldra við og spyrja: Er Óttar Guðmundsson enn hæfur til að sinna starfi sínu sem geðlæknir? Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson ADHD Mest lesið Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Sjá meira
Í forföllum Óttars Guðmundsson mætti formaður geðlæknafélagsins, Karl Reynir Einarsson, til viðtals hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar furðar Karl Reynir sig á að ég kjósi að hjóla í fólk og þannig vega að lífsviðurværi Óttars, fremur en að taka umræðuna. Spyr hvað mér gangi eiginlega til. Karli Reyni til upplýsingar þá hef ég aldrei skorast undan málefnalegri umræðu, þvert á móti fagna ég henni og svaraði meðal annars Óttari síðasta haust með rökum. Í viðtalinu tekur Karl Reynir undir með Óttari, segir nýleg grein hans á Eyjunni „ljómandi fín grein hjá honum og skemmtileg [...] og sé bara ekkert að henni,“ enda sé Óttar jafnvel „að brýna okkur [geðlækna]“ til að íhuga stöðu mála. Í framhaldinu fellur hann í sama forarpitt og Óttar hefur vaðið undanfarin misseri. Karl Reynir, rétt eins og Óttar, talar um ofgreiningar og misbresti í greiningarferlinu. Með því vega þeir bræður í raun að starfsheiðri sálfræðinga og annara geðlækna, án þess að færa skýr rök fyrir eigin máli. Meðal annars líta þeir alfarið fram hjá að mögulega séu íslenskir geðlæknar og sálfræðingar skrefi á undan kollegum í Evrópu þar sem fleiri hafi sótt sitt sérnám beggja vegna Atlantsála. Karl Reynir tæpir einnig á vanda langt leiddra fíkla sem sæki í ADHD lyf er byggja á örvandi efni. Vissulega liggur þar ákveðinn vandi sem taka þarf betur utan um, en sá hópur er einungis lítill hluti af heildinni. Eins er ekki gott ef einstaklingur fer í geðrof eftir að hafa fengið ADHD greiningu og sömu lyfjum ávísað í framhaldinu. En sá hópur telur þó afar fáa. Mér finnst steininn þó taka úr þegar Karl Reynir segir að fólk noti stundum þessi lyf til að keyra sig áfram og fari þannig jafnvel í þrot. ADHD eða ekki þá get ég upplýst formann Geðlæknafélags Íslands um að þetta fellur undir misnotkun. Jafnframt að þó einhver tilvik finnist eflaust meðal okkar athyglisbresta, þá eru lyfin í okkar tilfelli mun líklegri til að forða okkur frá þeirri vegsemd. Ég gæti haldið lengi áfram en læt að sinni nægja að benda á skrif mín til Óttars síðasta haust, sem finna má hér. Þess í stað vil ég útskýra fyrir Karli Reyni hvers vegna „ljómandi fín grein“ Óttars á Eyjunni varð til að ég óska aðkomu Embættis landlæknis til að meta hæfi Óttars Guðmundssonar sem geðlæknis. Óttar skrifar að „[…] lögleg og niðurgreidd amfetamínneysla [hafi] aukist gífurlega á síðustu árum.“ Amfetamínneysla! Klikkir svo út í lokin með orðalaginu „[...] svo að sem flestir geti notið lífsins á spítti.“ Jafnframt ýjar Óttar að því að ADHD orsakist mögulega af „[… gífurlegu áreiti] frá hendi netmiðla og alls konar upplýsingaveitna.“ Og rétt eins og þú sjálfur tekur undir, að fjöldi fólks sæki í greiningu til þess eins að komst á lyf. Að sjálfssögðu er ykkur Óttari velkomið að rökræða stöðu mála á vitrænan máta. En svona orðræða getur vart talist við hæfi þegar gamalreyndur geðlæknir á í hlut. Þar skiptir engu hvort vettvangurinn falli undir einhverja ‘bakþanka’ á netmiðli. Sama á við um aðsent bréf Óttars sem birt var í Læknablaðinu í fyrra ásamt drottningarviðtali í Kastljósi í framhaldinu. Vissulega telst ekkert af þessu fræðilegur vettvangur, hvað þá ritrýnd skrif. En þegar reynslubolti á borð við Óttar á í hlut þá hafa orð hans áhrif. Hvort heldur innihaldið sé samsull af órökstuddum fullyrðingum og hálfsannleik eða einhver háfleyg skáldleg ádrepa [til kollega?!] um meinta ‘amfetamínneyslu’ tengda ADHD lyfjum og „[...] sem flestir [fái] notið lífsins á spítti,“ þá er Óttar Guðmundsson ítrekað að ýta undir fordóma varðandi ADHD og ADHD lyf. Samræmist það virkilega lögum læknafélagsins og siðareglum? Að öllu ofansögðu vona ég að formaður Geðlæknafélags Íslands átti sig loka á hvers vegna ég hlýt að staldra við og spyrja: Er Óttar Guðmundsson enn hæfur til að sinna starfi sínu sem geðlæknir? Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun