Formaður geðlækna illa áttaður? Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 27. mars 2024 13:00 Í forföllum Óttars Guðmundsson mætti formaður geðlæknafélagsins, Karl Reynir Einarsson, til viðtals hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar furðar Karl Reynir sig á að ég kjósi að hjóla í fólk og þannig vega að lífsviðurværi Óttars, fremur en að taka umræðuna. Spyr hvað mér gangi eiginlega til. Karli Reyni til upplýsingar þá hef ég aldrei skorast undan málefnalegri umræðu, þvert á móti fagna ég henni og svaraði meðal annars Óttari síðasta haust með rökum. Í viðtalinu tekur Karl Reynir undir með Óttari, segir nýleg grein hans á Eyjunni „ljómandi fín grein hjá honum og skemmtileg [...] og sé bara ekkert að henni,“ enda sé Óttar jafnvel „að brýna okkur [geðlækna]“ til að íhuga stöðu mála. Í framhaldinu fellur hann í sama forarpitt og Óttar hefur vaðið undanfarin misseri. Karl Reynir, rétt eins og Óttar, talar um ofgreiningar og misbresti í greiningarferlinu. Með því vega þeir bræður í raun að starfsheiðri sálfræðinga og annara geðlækna, án þess að færa skýr rök fyrir eigin máli. Meðal annars líta þeir alfarið fram hjá að mögulega séu íslenskir geðlæknar og sálfræðingar skrefi á undan kollegum í Evrópu þar sem fleiri hafi sótt sitt sérnám beggja vegna Atlantsála. Karl Reynir tæpir einnig á vanda langt leiddra fíkla sem sæki í ADHD lyf er byggja á örvandi efni. Vissulega liggur þar ákveðinn vandi sem taka þarf betur utan um, en sá hópur er einungis lítill hluti af heildinni. Eins er ekki gott ef einstaklingur fer í geðrof eftir að hafa fengið ADHD greiningu og sömu lyfjum ávísað í framhaldinu. En sá hópur telur þó afar fáa. Mér finnst steininn þó taka úr þegar Karl Reynir segir að fólk noti stundum þessi lyf til að keyra sig áfram og fari þannig jafnvel í þrot. ADHD eða ekki þá get ég upplýst formann Geðlæknafélags Íslands um að þetta fellur undir misnotkun. Jafnframt að þó einhver tilvik finnist eflaust meðal okkar athyglisbresta, þá eru lyfin í okkar tilfelli mun líklegri til að forða okkur frá þeirri vegsemd. Ég gæti haldið lengi áfram en læt að sinni nægja að benda á skrif mín til Óttars síðasta haust, sem finna má hér. Þess í stað vil ég útskýra fyrir Karli Reyni hvers vegna „ljómandi fín grein“ Óttars á Eyjunni varð til að ég óska aðkomu Embættis landlæknis til að meta hæfi Óttars Guðmundssonar sem geðlæknis. Óttar skrifar að „[…] lögleg og niðurgreidd amfetamínneysla [hafi] aukist gífurlega á síðustu árum.“ Amfetamínneysla! Klikkir svo út í lokin með orðalaginu „[...] svo að sem flestir geti notið lífsins á spítti.“ Jafnframt ýjar Óttar að því að ADHD orsakist mögulega af „[… gífurlegu áreiti] frá hendi netmiðla og alls konar upplýsingaveitna.“ Og rétt eins og þú sjálfur tekur undir, að fjöldi fólks sæki í greiningu til þess eins að komst á lyf. Að sjálfssögðu er ykkur Óttari velkomið að rökræða stöðu mála á vitrænan máta. En svona orðræða getur vart talist við hæfi þegar gamalreyndur geðlæknir á í hlut. Þar skiptir engu hvort vettvangurinn falli undir einhverja ‘bakþanka’ á netmiðli. Sama á við um aðsent bréf Óttars sem birt var í Læknablaðinu í fyrra ásamt drottningarviðtali í Kastljósi í framhaldinu. Vissulega telst ekkert af þessu fræðilegur vettvangur, hvað þá ritrýnd skrif. En þegar reynslubolti á borð við Óttar á í hlut þá hafa orð hans áhrif. Hvort heldur innihaldið sé samsull af órökstuddum fullyrðingum og hálfsannleik eða einhver háfleyg skáldleg ádrepa [til kollega?!] um meinta ‘amfetamínneyslu’ tengda ADHD lyfjum og „[...] sem flestir [fái] notið lífsins á spítti,“ þá er Óttar Guðmundsson ítrekað að ýta undir fordóma varðandi ADHD og ADHD lyf. Samræmist það virkilega lögum læknafélagsins og siðareglum? Að öllu ofansögðu vona ég að formaður Geðlæknafélags Íslands átti sig loka á hvers vegna ég hlýt að staldra við og spyrja: Er Óttar Guðmundsson enn hæfur til að sinna starfi sínu sem geðlæknir? Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson ADHD Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Sjá meira
Í forföllum Óttars Guðmundsson mætti formaður geðlæknafélagsins, Karl Reynir Einarsson, til viðtals hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar furðar Karl Reynir sig á að ég kjósi að hjóla í fólk og þannig vega að lífsviðurværi Óttars, fremur en að taka umræðuna. Spyr hvað mér gangi eiginlega til. Karli Reyni til upplýsingar þá hef ég aldrei skorast undan málefnalegri umræðu, þvert á móti fagna ég henni og svaraði meðal annars Óttari síðasta haust með rökum. Í viðtalinu tekur Karl Reynir undir með Óttari, segir nýleg grein hans á Eyjunni „ljómandi fín grein hjá honum og skemmtileg [...] og sé bara ekkert að henni,“ enda sé Óttar jafnvel „að brýna okkur [geðlækna]“ til að íhuga stöðu mála. Í framhaldinu fellur hann í sama forarpitt og Óttar hefur vaðið undanfarin misseri. Karl Reynir, rétt eins og Óttar, talar um ofgreiningar og misbresti í greiningarferlinu. Með því vega þeir bræður í raun að starfsheiðri sálfræðinga og annara geðlækna, án þess að færa skýr rök fyrir eigin máli. Meðal annars líta þeir alfarið fram hjá að mögulega séu íslenskir geðlæknar og sálfræðingar skrefi á undan kollegum í Evrópu þar sem fleiri hafi sótt sitt sérnám beggja vegna Atlantsála. Karl Reynir tæpir einnig á vanda langt leiddra fíkla sem sæki í ADHD lyf er byggja á örvandi efni. Vissulega liggur þar ákveðinn vandi sem taka þarf betur utan um, en sá hópur er einungis lítill hluti af heildinni. Eins er ekki gott ef einstaklingur fer í geðrof eftir að hafa fengið ADHD greiningu og sömu lyfjum ávísað í framhaldinu. En sá hópur telur þó afar fáa. Mér finnst steininn þó taka úr þegar Karl Reynir segir að fólk noti stundum þessi lyf til að keyra sig áfram og fari þannig jafnvel í þrot. ADHD eða ekki þá get ég upplýst formann Geðlæknafélags Íslands um að þetta fellur undir misnotkun. Jafnframt að þó einhver tilvik finnist eflaust meðal okkar athyglisbresta, þá eru lyfin í okkar tilfelli mun líklegri til að forða okkur frá þeirri vegsemd. Ég gæti haldið lengi áfram en læt að sinni nægja að benda á skrif mín til Óttars síðasta haust, sem finna má hér. Þess í stað vil ég útskýra fyrir Karli Reyni hvers vegna „ljómandi fín grein“ Óttars á Eyjunni varð til að ég óska aðkomu Embættis landlæknis til að meta hæfi Óttars Guðmundssonar sem geðlæknis. Óttar skrifar að „[…] lögleg og niðurgreidd amfetamínneysla [hafi] aukist gífurlega á síðustu árum.“ Amfetamínneysla! Klikkir svo út í lokin með orðalaginu „[...] svo að sem flestir geti notið lífsins á spítti.“ Jafnframt ýjar Óttar að því að ADHD orsakist mögulega af „[… gífurlegu áreiti] frá hendi netmiðla og alls konar upplýsingaveitna.“ Og rétt eins og þú sjálfur tekur undir, að fjöldi fólks sæki í greiningu til þess eins að komst á lyf. Að sjálfssögðu er ykkur Óttari velkomið að rökræða stöðu mála á vitrænan máta. En svona orðræða getur vart talist við hæfi þegar gamalreyndur geðlæknir á í hlut. Þar skiptir engu hvort vettvangurinn falli undir einhverja ‘bakþanka’ á netmiðli. Sama á við um aðsent bréf Óttars sem birt var í Læknablaðinu í fyrra ásamt drottningarviðtali í Kastljósi í framhaldinu. Vissulega telst ekkert af þessu fræðilegur vettvangur, hvað þá ritrýnd skrif. En þegar reynslubolti á borð við Óttar á í hlut þá hafa orð hans áhrif. Hvort heldur innihaldið sé samsull af órökstuddum fullyrðingum og hálfsannleik eða einhver háfleyg skáldleg ádrepa [til kollega?!] um meinta ‘amfetamínneyslu’ tengda ADHD lyfjum og „[...] sem flestir [fái] notið lífsins á spítti,“ þá er Óttar Guðmundsson ítrekað að ýta undir fordóma varðandi ADHD og ADHD lyf. Samræmist það virkilega lögum læknafélagsins og siðareglum? Að öllu ofansögðu vona ég að formaður Geðlæknafélags Íslands átti sig loka á hvers vegna ég hlýt að staldra við og spyrja: Er Óttar Guðmundsson enn hæfur til að sinna starfi sínu sem geðlæknir? Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun