„Reiknum með því að Rúnarsáhrifin verði jákvæð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2024 12:01 Rúnar Kristinsson færði sig úr Vesturbænum upp í Úlfarsárdal eftir síðasta tímabil. vísir/sigurjón Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, hefur trú á að koma Rúnars Kristinssonar hafi jákvæð áhrif á lið Fram. Hann er spenntur að sjá hvernig hann verður í nýju starfi. Fram er spáð 9. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Frammarar enduðu í 10. sæti á síðasta tímabili. Eftir að hafa verið í KR allan sinn þjálfaraferil var Rúnar ráðinn til Fram síðasta haust. Baldur þekkir Rúnar vel eftir að hafa spilað undir hans stjórn og hefur trú á því að hann muni gera góða hluti með Fram. „Við reiknum með því að Rúnarsáhrifin verði jákvæð. Við erum með þjálfara sem hefur gríðarlega góðan eiginleika til að leyfa mönnum að blómstra. Þetta er ekkert ósvipað Jóni Sveins [fyrrverandi þjálfara Fram], hann lét leikmenn svo sannarlega blómstra í sóknarleiknum. Menn fengu svolítið að gera það sem þeir vildu sem skilaði sér í mikilli skemmtun fyrir okkur,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Ég held að Rúnar sé kannski ekki alveg þar. Hann er frekar einbeittur á taktískan og agaðan varnarleik en á sama tíma vill hann spila skemmtilegan fótbolta og hann er góður í því að leyfa mönnum að njóta, það er að segja ef hann er ekki undir einhverri pressu sem hann tekur með sér frá KR; að hann þurfi að ná árangri, að hann sé ekki að fara út úr karakternum sínum. Ég er spenntastur að sjá hvort hann sé gamli Rúnar eða taugatrekkti Rúnar.“ Atli Viðar Björnsson segir að það hafi verið lífsnauðsynlegt fyrir Fram að halda sér í Bestu deildinni á síðasta tímabili. „Það var gríðarlega sterkt fyrir Fram að sleppa við fallið í fyrra. Þeir eru að reyna að fóta sig í nýju hverfi og búa til sitt vígi þarna upp frá. Mér finnst þeir vera á ágætis leið með það. Og það að ráða Rúnar, risastóran prófíl í íslenskum fótbolta, inn í þetta verkefni var mikið heillaskref. Þannig ég held og vona að hann komi með pínulítinn slagkraft inn í þetta starf og hjálpi þeim að staðsetja sig og festa sig í sessi sem efstu deildar félag í fótbolta,“ sagði Atli Viðar sem segir vandamál Fram augljóst. „Stóra verkefnið Rúnars verður að fækka mörkum á sig eins og hjá fleirum. Hann er alveg meðvitaður um það en þeir hafa það í liðinu sínu, sem er kannski erfiðast í fótbolta, að gera mörk. Þeir eru með Fred [Saravia], Jannick [Pohl], sem var mikið áfall að missa út í fyrra, og svo Guðmund Magnússon sem var í baráttu um gullskó fyrir tveimur árum. Þetta eru eiginleikar sem eru til staðar. Ef þeir laga varnarleikinn held ég að þeir séu í ágætis málum.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Fram Besta sætið Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Fram er spáð 9. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Frammarar enduðu í 10. sæti á síðasta tímabili. Eftir að hafa verið í KR allan sinn þjálfaraferil var Rúnar ráðinn til Fram síðasta haust. Baldur þekkir Rúnar vel eftir að hafa spilað undir hans stjórn og hefur trú á því að hann muni gera góða hluti með Fram. „Við reiknum með því að Rúnarsáhrifin verði jákvæð. Við erum með þjálfara sem hefur gríðarlega góðan eiginleika til að leyfa mönnum að blómstra. Þetta er ekkert ósvipað Jóni Sveins [fyrrverandi þjálfara Fram], hann lét leikmenn svo sannarlega blómstra í sóknarleiknum. Menn fengu svolítið að gera það sem þeir vildu sem skilaði sér í mikilli skemmtun fyrir okkur,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Ég held að Rúnar sé kannski ekki alveg þar. Hann er frekar einbeittur á taktískan og agaðan varnarleik en á sama tíma vill hann spila skemmtilegan fótbolta og hann er góður í því að leyfa mönnum að njóta, það er að segja ef hann er ekki undir einhverri pressu sem hann tekur með sér frá KR; að hann þurfi að ná árangri, að hann sé ekki að fara út úr karakternum sínum. Ég er spenntastur að sjá hvort hann sé gamli Rúnar eða taugatrekkti Rúnar.“ Atli Viðar Björnsson segir að það hafi verið lífsnauðsynlegt fyrir Fram að halda sér í Bestu deildinni á síðasta tímabili. „Það var gríðarlega sterkt fyrir Fram að sleppa við fallið í fyrra. Þeir eru að reyna að fóta sig í nýju hverfi og búa til sitt vígi þarna upp frá. Mér finnst þeir vera á ágætis leið með það. Og það að ráða Rúnar, risastóran prófíl í íslenskum fótbolta, inn í þetta verkefni var mikið heillaskref. Þannig ég held og vona að hann komi með pínulítinn slagkraft inn í þetta starf og hjálpi þeim að staðsetja sig og festa sig í sessi sem efstu deildar félag í fótbolta,“ sagði Atli Viðar sem segir vandamál Fram augljóst. „Stóra verkefnið Rúnars verður að fækka mörkum á sig eins og hjá fleirum. Hann er alveg meðvitaður um það en þeir hafa það í liðinu sínu, sem er kannski erfiðast í fótbolta, að gera mörk. Þeir eru með Fred [Saravia], Jannick [Pohl], sem var mikið áfall að missa út í fyrra, og svo Guðmund Magnússon sem var í baráttu um gullskó fyrir tveimur árum. Þetta eru eiginleikar sem eru til staðar. Ef þeir laga varnarleikinn held ég að þeir séu í ágætis málum.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Fram Besta sætið Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira