Líkt við apa og klappað eins og hundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. mars 2024 10:17 Júlíana Dögg Önnudóttir Chipa lýsir reynslu sinni af kynþáttafordómum í Íslandi í dag. Ung kona af blönduðum uppruna segir kynþáttafordóma hafa litað uppvöxt hennar og fullorðinsár á Íslandi. Hún sé því miður orðin vön rasismanum en tvö nýleg atvik knúðu hana til að stíga fram og lýsa reynslu sinni. „Síðastliðin vika hefur verið skrítin. Full af vonbrigðum, vanmætti, sorg og reiði.“ Svona hófst Facebook-færsla Júlíönu Daggar Önnudóttur Chipa, sem vakti mikla athygli í nýliðinni viku og var víða dreift á samfélagsmiðlum. Í færslunni lýsir Júlíana viðamikilli og viðvarandi reynslu sinni af kynþáttafordómum á Íslandi. Við settumst niður með Júlíönu í Íslandi í dag í gærkvöldi og ræddum kynþáttafordóma sem grassera í samfélaginu - án þess að endilega fari mikið fyrir þeim. Júlíana er 23 ára. Hún á íslenska móður en faðir hennar er frá Mósambík í Suðaustur-Afríku. Hún er alin upp í Háaleitinu í Reykjavík, hefur raunar aldrei komið til Mósambíkur, en hefur alla tíð þurft að þræta fyrir uppruna sinn. Hún kveðst ekki muna hvenær hún varð fyrst fyrir kynþáttafordómum, þeir hafi alltaf verið hluti af daglegu lífi hennar. „Fólk kemur upp að mér og snertir á mér hárið. Klappar mér eins og ég sé hundur, hlutir sem ég myndi aldrei leyfa mér að gera við annað fólk.“ Tvö nýleg atvik urðu kveikjan að áðurnefndri Facebook-færslu. Júlíana lýsir því að fyrri uppákoman hafi orðið í tíma í háskólanum, þar sem kennari hafi líkt henni við apa á klaufalegan hátt. Slíkar samlíkingar hafa rótgróna rasíska skírskotun. „Við vorum að æfa okkur fyrir framsögn fyrir það og kennarinn lætur okkur fara í leik til að hita upp. Ég stend við hliðina á henni og hún segist ætla að sýna þetta með mér. [...] Svo tekur hún utan um mig og segir: „Þú ert apinn. Augljóslega!“ og blikkar allan hópinn. Við stöndum í hring og ég lít á bekkjarfélaga mína og það þótti öllum þetta skrýtið,“ segir Júlíana. Júlíana lýsir atvikunum tveimur ítarlega í viðtalinu í spilaranum hér fyrir ofan, fer yfir versta tilfelli rasisma sem hún hefur orðið fyrir og segir frá því hvernig óttinn við að vera öðruvísi hafði áhrif á æsku hennar. Þáttinn í heild er að finna á Stöð 2+ og frelsiskerfi Stöðvar 2. Ísland í dag Kynþáttafordómar Mest lesið Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Lífið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Lífið Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Fleiri fréttir Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Sjá meira
„Síðastliðin vika hefur verið skrítin. Full af vonbrigðum, vanmætti, sorg og reiði.“ Svona hófst Facebook-færsla Júlíönu Daggar Önnudóttur Chipa, sem vakti mikla athygli í nýliðinni viku og var víða dreift á samfélagsmiðlum. Í færslunni lýsir Júlíana viðamikilli og viðvarandi reynslu sinni af kynþáttafordómum á Íslandi. Við settumst niður með Júlíönu í Íslandi í dag í gærkvöldi og ræddum kynþáttafordóma sem grassera í samfélaginu - án þess að endilega fari mikið fyrir þeim. Júlíana er 23 ára. Hún á íslenska móður en faðir hennar er frá Mósambík í Suðaustur-Afríku. Hún er alin upp í Háaleitinu í Reykjavík, hefur raunar aldrei komið til Mósambíkur, en hefur alla tíð þurft að þræta fyrir uppruna sinn. Hún kveðst ekki muna hvenær hún varð fyrst fyrir kynþáttafordómum, þeir hafi alltaf verið hluti af daglegu lífi hennar. „Fólk kemur upp að mér og snertir á mér hárið. Klappar mér eins og ég sé hundur, hlutir sem ég myndi aldrei leyfa mér að gera við annað fólk.“ Tvö nýleg atvik urðu kveikjan að áðurnefndri Facebook-færslu. Júlíana lýsir því að fyrri uppákoman hafi orðið í tíma í háskólanum, þar sem kennari hafi líkt henni við apa á klaufalegan hátt. Slíkar samlíkingar hafa rótgróna rasíska skírskotun. „Við vorum að æfa okkur fyrir framsögn fyrir það og kennarinn lætur okkur fara í leik til að hita upp. Ég stend við hliðina á henni og hún segist ætla að sýna þetta með mér. [...] Svo tekur hún utan um mig og segir: „Þú ert apinn. Augljóslega!“ og blikkar allan hópinn. Við stöndum í hring og ég lít á bekkjarfélaga mína og það þótti öllum þetta skrýtið,“ segir Júlíana. Júlíana lýsir atvikunum tveimur ítarlega í viðtalinu í spilaranum hér fyrir ofan, fer yfir versta tilfelli rasisma sem hún hefur orðið fyrir og segir frá því hvernig óttinn við að vera öðruvísi hafði áhrif á æsku hennar. Þáttinn í heild er að finna á Stöð 2+ og frelsiskerfi Stöðvar 2.
Ísland í dag Kynþáttafordómar Mest lesið Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Lífið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Lífið Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Fleiri fréttir Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Sjá meira