Líkt við apa og klappað eins og hundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. mars 2024 10:17 Júlíana Dögg Önnudóttir Chipa lýsir reynslu sinni af kynþáttafordómum í Íslandi í dag. Ung kona af blönduðum uppruna segir kynþáttafordóma hafa litað uppvöxt hennar og fullorðinsár á Íslandi. Hún sé því miður orðin vön rasismanum en tvö nýleg atvik knúðu hana til að stíga fram og lýsa reynslu sinni. „Síðastliðin vika hefur verið skrítin. Full af vonbrigðum, vanmætti, sorg og reiði.“ Svona hófst Facebook-færsla Júlíönu Daggar Önnudóttur Chipa, sem vakti mikla athygli í nýliðinni viku og var víða dreift á samfélagsmiðlum. Í færslunni lýsir Júlíana viðamikilli og viðvarandi reynslu sinni af kynþáttafordómum á Íslandi. Við settumst niður með Júlíönu í Íslandi í dag í gærkvöldi og ræddum kynþáttafordóma sem grassera í samfélaginu - án þess að endilega fari mikið fyrir þeim. Júlíana er 23 ára. Hún á íslenska móður en faðir hennar er frá Mósambík í Suðaustur-Afríku. Hún er alin upp í Háaleitinu í Reykjavík, hefur raunar aldrei komið til Mósambíkur, en hefur alla tíð þurft að þræta fyrir uppruna sinn. Hún kveðst ekki muna hvenær hún varð fyrst fyrir kynþáttafordómum, þeir hafi alltaf verið hluti af daglegu lífi hennar. „Fólk kemur upp að mér og snertir á mér hárið. Klappar mér eins og ég sé hundur, hlutir sem ég myndi aldrei leyfa mér að gera við annað fólk.“ Tvö nýleg atvik urðu kveikjan að áðurnefndri Facebook-færslu. Júlíana lýsir því að fyrri uppákoman hafi orðið í tíma í háskólanum, þar sem kennari hafi líkt henni við apa á klaufalegan hátt. Slíkar samlíkingar hafa rótgróna rasíska skírskotun. „Við vorum að æfa okkur fyrir framsögn fyrir það og kennarinn lætur okkur fara í leik til að hita upp. Ég stend við hliðina á henni og hún segist ætla að sýna þetta með mér. [...] Svo tekur hún utan um mig og segir: „Þú ert apinn. Augljóslega!“ og blikkar allan hópinn. Við stöndum í hring og ég lít á bekkjarfélaga mína og það þótti öllum þetta skrýtið,“ segir Júlíana. Júlíana lýsir atvikunum tveimur ítarlega í viðtalinu í spilaranum hér fyrir ofan, fer yfir versta tilfelli rasisma sem hún hefur orðið fyrir og segir frá því hvernig óttinn við að vera öðruvísi hafði áhrif á æsku hennar. Þáttinn í heild er að finna á Stöð 2+ og frelsiskerfi Stöðvar 2. Ísland í dag Kynþáttafordómar Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Eyjólfur er kominn í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
„Síðastliðin vika hefur verið skrítin. Full af vonbrigðum, vanmætti, sorg og reiði.“ Svona hófst Facebook-færsla Júlíönu Daggar Önnudóttur Chipa, sem vakti mikla athygli í nýliðinni viku og var víða dreift á samfélagsmiðlum. Í færslunni lýsir Júlíana viðamikilli og viðvarandi reynslu sinni af kynþáttafordómum á Íslandi. Við settumst niður með Júlíönu í Íslandi í dag í gærkvöldi og ræddum kynþáttafordóma sem grassera í samfélaginu - án þess að endilega fari mikið fyrir þeim. Júlíana er 23 ára. Hún á íslenska móður en faðir hennar er frá Mósambík í Suðaustur-Afríku. Hún er alin upp í Háaleitinu í Reykjavík, hefur raunar aldrei komið til Mósambíkur, en hefur alla tíð þurft að þræta fyrir uppruna sinn. Hún kveðst ekki muna hvenær hún varð fyrst fyrir kynþáttafordómum, þeir hafi alltaf verið hluti af daglegu lífi hennar. „Fólk kemur upp að mér og snertir á mér hárið. Klappar mér eins og ég sé hundur, hlutir sem ég myndi aldrei leyfa mér að gera við annað fólk.“ Tvö nýleg atvik urðu kveikjan að áðurnefndri Facebook-færslu. Júlíana lýsir því að fyrri uppákoman hafi orðið í tíma í háskólanum, þar sem kennari hafi líkt henni við apa á klaufalegan hátt. Slíkar samlíkingar hafa rótgróna rasíska skírskotun. „Við vorum að æfa okkur fyrir framsögn fyrir það og kennarinn lætur okkur fara í leik til að hita upp. Ég stend við hliðina á henni og hún segist ætla að sýna þetta með mér. [...] Svo tekur hún utan um mig og segir: „Þú ert apinn. Augljóslega!“ og blikkar allan hópinn. Við stöndum í hring og ég lít á bekkjarfélaga mína og það þótti öllum þetta skrýtið,“ segir Júlíana. Júlíana lýsir atvikunum tveimur ítarlega í viðtalinu í spilaranum hér fyrir ofan, fer yfir versta tilfelli rasisma sem hún hefur orðið fyrir og segir frá því hvernig óttinn við að vera öðruvísi hafði áhrif á æsku hennar. Þáttinn í heild er að finna á Stöð 2+ og frelsiskerfi Stöðvar 2.
Ísland í dag Kynþáttafordómar Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Eyjólfur er kominn í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira