„Öll félög á Íslandi vilja KR í efstu deild“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. mars 2024 08:01 Jakob Örn hefur verið brosandi síðan á mánudag. Vísir/Sigurjón KR tryggði sér í gær sæti í Subway-deild karla í körfubolta á næstu leiktíð en gengið hefur á ýmsu í Vesturbænum síðustu misseri. Skýr sýn var hjá félaginu fyrir leiktíðina og hún skilaði sér. Stjórnarskipti urðu í körfuboltanum fyrir síðustu leiktíð eftir brösugan rekstur í kringum kórónuveirufaraldurinn og uppsafnaðar skuldir fyrri stjórnar. Undir nýrri stjórn gekk illa á snúa hlutunum við og KR, sem hafði orðið Íslandsmeistari sex ár í röð frá 2013 til 2019, var skyndilega fallið úr efstu deild. Jakob Sigurðarson tók við þjálfun KR-liðsins í sumar og beið hans ærið verkefni að snúa hlutunum við í Vesturbæ. „Við eigum heima í efstu deild. Ég held að það sé alveg skýrt. Allir KR-ingar vilja það og ég held að öll félög á Íslandi vilji KR í efstu deild. Þetta er stórt félag með mikla sögu og það vilja flestir hafa stóru félögin í efstu deild,“ segir Jakob eftir að hafa stýrt KR aftur upp í fyrstu tilraun. KR tryggði sér deildartitilinn með sigri á Ármanni í Laugardalshöll í gær, í lokaumferð deildarinnar. Byggt upp á uppöldum KR-ingum Eftir þennan erfiða vetur í fyrra, þar sem stúkan var meira og minna tóm og andinn í kringum liðið þungur, var tekin ákvörðun um að fá unga KR-inga heim víða af landinu. Jakob segir andann hafa verið allt annan og þá hefur ekki sést álíka mæting í Vesturbænum í nokkur ár, og það í 1. deild. „Þetta er alveg öfugt við það sem var í fyrra. Andrúmsloftið og stemningin á æfingum, utan æfinga og allt það var frávær í allan vetur. Ég held það hafi sýnt sig mjög vel inni á vellinum. Þeir spiluðu saman, þetta var lið, þeir voru allir með sama markmið, að vinna leiki, fara ftur upp og það skein í gegn þegar við vorum að spila,“ segir Jakob. „Fólkið í stúkunni var mjög ánægt með það, hef ég heyrt og séð. Mætingin var rosalega góð í allan vetur, besta mæting hjá KR í nokkur ár. Heilt yfir er þetta mjög ánægjulegt,“ „Þegar fólkið í stúkunni sér svona stráka sem vinna saman, gleðjast fyrir hvern annan og hvetja hvern annan sama hvernig gengur smitar það út frá sér,“ segir Jakob. Þurfa að halda hópinn Jakob er strax kominn með hugann við Subway deildina að ári og ljóst að eitthvað þarf að styrkja liðið. Hann hefur nægan tíma til þess enda leiktíðinni lokið óvenju snemma. KR hefur lokið leik á meðan næstu átta lið fyrir neðan fara nú í umspil um að fylgja KR upp. Þrátt fyrir að styrkingar sé þörf megi liðið hins vegar ekki týna KR-kjarnanum og þar af leiðandi þeim gildum og samheldni sem hefur skapast í vetur. „Við þurfum að nýta þetta og byggja ofan á þetta. En það er gríðarlegur munur á fyrstu og efstu deild í körfuboltanum. Við vitum það alveg og vitum að við þurfum að styrkja hópinn. Á sama tíma megum við ekki tapa því sem var að virka og var svo jákvætt hérna. Það er þessi kjarni sem við þurfum að halda í og byggja í kringum hann,“ segir Jakob. Fréttina má sjá að ofan en viðtalið í heild að neðan. Klippa: Jakob gerir upp leiktíðina hjá KR Subway-deild karla KR Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
Stjórnarskipti urðu í körfuboltanum fyrir síðustu leiktíð eftir brösugan rekstur í kringum kórónuveirufaraldurinn og uppsafnaðar skuldir fyrri stjórnar. Undir nýrri stjórn gekk illa á snúa hlutunum við og KR, sem hafði orðið Íslandsmeistari sex ár í röð frá 2013 til 2019, var skyndilega fallið úr efstu deild. Jakob Sigurðarson tók við þjálfun KR-liðsins í sumar og beið hans ærið verkefni að snúa hlutunum við í Vesturbæ. „Við eigum heima í efstu deild. Ég held að það sé alveg skýrt. Allir KR-ingar vilja það og ég held að öll félög á Íslandi vilji KR í efstu deild. Þetta er stórt félag með mikla sögu og það vilja flestir hafa stóru félögin í efstu deild,“ segir Jakob eftir að hafa stýrt KR aftur upp í fyrstu tilraun. KR tryggði sér deildartitilinn með sigri á Ármanni í Laugardalshöll í gær, í lokaumferð deildarinnar. Byggt upp á uppöldum KR-ingum Eftir þennan erfiða vetur í fyrra, þar sem stúkan var meira og minna tóm og andinn í kringum liðið þungur, var tekin ákvörðun um að fá unga KR-inga heim víða af landinu. Jakob segir andann hafa verið allt annan og þá hefur ekki sést álíka mæting í Vesturbænum í nokkur ár, og það í 1. deild. „Þetta er alveg öfugt við það sem var í fyrra. Andrúmsloftið og stemningin á æfingum, utan æfinga og allt það var frávær í allan vetur. Ég held það hafi sýnt sig mjög vel inni á vellinum. Þeir spiluðu saman, þetta var lið, þeir voru allir með sama markmið, að vinna leiki, fara ftur upp og það skein í gegn þegar við vorum að spila,“ segir Jakob. „Fólkið í stúkunni var mjög ánægt með það, hef ég heyrt og séð. Mætingin var rosalega góð í allan vetur, besta mæting hjá KR í nokkur ár. Heilt yfir er þetta mjög ánægjulegt,“ „Þegar fólkið í stúkunni sér svona stráka sem vinna saman, gleðjast fyrir hvern annan og hvetja hvern annan sama hvernig gengur smitar það út frá sér,“ segir Jakob. Þurfa að halda hópinn Jakob er strax kominn með hugann við Subway deildina að ári og ljóst að eitthvað þarf að styrkja liðið. Hann hefur nægan tíma til þess enda leiktíðinni lokið óvenju snemma. KR hefur lokið leik á meðan næstu átta lið fyrir neðan fara nú í umspil um að fylgja KR upp. Þrátt fyrir að styrkingar sé þörf megi liðið hins vegar ekki týna KR-kjarnanum og þar af leiðandi þeim gildum og samheldni sem hefur skapast í vetur. „Við þurfum að nýta þetta og byggja ofan á þetta. En það er gríðarlegur munur á fyrstu og efstu deild í körfuboltanum. Við vitum það alveg og vitum að við þurfum að styrkja hópinn. Á sama tíma megum við ekki tapa því sem var að virka og var svo jákvætt hérna. Það er þessi kjarni sem við þurfum að halda í og byggja í kringum hann,“ segir Jakob. Fréttina má sjá að ofan en viðtalið í heild að neðan. Klippa: Jakob gerir upp leiktíðina hjá KR
Subway-deild karla KR Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti