Þar eru líka okkar menn Stefán Árni Pálsson íþróttafréttamaður og Hreiðar Björnsson myndatökumaður og þeir eru nú staddir í miðborg Wroclaw.
Þeir tóku púlsinn á íslensku stuðningsmönnunum sem ansi margir hafa verið í stuði síðan í Leifsstöð í morgun. Þar á meðal einn sem vann fyrir miðanum í veðmáli og svo hjónin Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson.
Leikur Íslands og Úkraínu hefst svo klukkan 19.45 í beinni á Stöð 2 Sport. Leikurinn er í opinni dagskrá. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 19.10.
Innslagið í heild má sjá að neðan.

Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.