Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Vestra 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Víkings og Stjörnunnar laugardaginn 6. apríl. Íþróttadeild spáir Vestra 10. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að nýliðarnir haldi sér uppi. Gleðitár féllu þegar Erlendur Eiríksson flautaði til leiksloka í úrslitaleik Vestra og Aftureldingar um sæti í Bestu deildinni 30. september í fyrra. Ísfirðingar unnu leikinn 1-0 og eignuðust þar með efstu deildar lið í fyrsta sinn síðan 1983. Davíð Smári Lamude hefur fjórum sinnum komist upp um deild á stuttum þjálfaraferli.vísir/diego Eftir að hafa náð eftirtektarverðum árangri með Kórdrengi og komið liðinu upp um þrjár deildir var Davíð Smári Lamude fenginn vestur og hann fór með Vestra upp í Bestu deildina í fyrstu tilraun. Ísfirðingar fóru nokkuð rólega af stað í fyrra en urðu betri eftir því sem á tímabilið leið. Vestri vann síðustu fimm leiki sína í Lengjudeildinni, sigraði Fjölni í undanúrslitum umspilsins og svo Aftureldingu í úrslitaleiknum með laglegu marki Ikers Hernández Ezquerro. Langri bið Vestfirðinga eftir sæti í efstu deild var því lokið. grafík/gunnar tumi Í aðdraganda þessa langþráða tímabils Vestra í Bestu deildinni hefur umræðan að mestu snúið að aðstöðuleysinu á Ísafirði og nýjum heimavelli sem enginn veit hvenær verður tilbúinn. Fyrstu þrír leikir Vestra verða á útivelli og það gæti reynst dýrt ef liðið þarf að spila heimaleiki sína annars staðar en á Ísafirði. Eins og allir bjuggust við sneri Andri Rúnar Bjarnason aftur heim í vetur og sömu sögu er að segja af Pétri Bjarnasyni. Þeir munu leiða sóknarleik Vestra ásamt Vladimir Tufegdzic og Benedikt Warén. grafík/gunnar tumi Vestri varð fyrir miklu áfalli þegar besti leikmaður liðsins í fyrra, Gustav Kjeldsen, sleit hásin í vetur. Í hans stað fengu nýliðarnir annan danskan miðvörð, Jeppe Gertsen. Þá kom sænskur markvörður með flotta ferilskrá, William Eskelinen, og Eiður Aron Sigurbjörnsson bættist svo við á lokaspretti undirbúningstímabilsins. Vestramenn leggja því mikið í sölurnar til að halda sér uppi og möguleikar þeirra eru ágætir. Gengið á undirbúningstímabilinu hefur reyndar ekki verið merkilegt og Vestri vann ekki leik í Lengjubikarnum og skoraði bara þrjú mörk. Pétur Bjarnason er kominn aftur í Vestra.vísir/diego En Vestramenn eru nokkuð þéttan, en þó ekki breiðan, hóp og spila jafnan góðan varnarleik en ekkert lið fékk á sig færri mörk í Lengjudeildinni í fyrra. Nýliðum fylgir jafnan stemmning og hún gæti fleytt Ísfirðingum langt. En til þess að hún nýtist sem best þurfa þeir að komast sem fyrst á sinn heimavöll. Eins og Herbert Guðmundsson sagði í „Vestfjarðaóðri“ sínum ætlar Vestri að dvelja lengur hér, í deild þeirra bestu. Til að það gerist þarf margt að ganga upp en Ísfirðingar virðast vera nokkuð klárir í slaginn erfiða í sumar. Besta deild karla Vestri Tengdar fréttir Besta-spáin 2024: Trú Rúnars Páls þarf að flytja fjöll Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 11:02 Besta-spáin 2024: Júmbósætið virðist frátekið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 09:01 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Víkings og Stjörnunnar laugardaginn 6. apríl. Íþróttadeild spáir Vestra 10. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að nýliðarnir haldi sér uppi. Gleðitár féllu þegar Erlendur Eiríksson flautaði til leiksloka í úrslitaleik Vestra og Aftureldingar um sæti í Bestu deildinni 30. september í fyrra. Ísfirðingar unnu leikinn 1-0 og eignuðust þar með efstu deildar lið í fyrsta sinn síðan 1983. Davíð Smári Lamude hefur fjórum sinnum komist upp um deild á stuttum þjálfaraferli.vísir/diego Eftir að hafa náð eftirtektarverðum árangri með Kórdrengi og komið liðinu upp um þrjár deildir var Davíð Smári Lamude fenginn vestur og hann fór með Vestra upp í Bestu deildina í fyrstu tilraun. Ísfirðingar fóru nokkuð rólega af stað í fyrra en urðu betri eftir því sem á tímabilið leið. Vestri vann síðustu fimm leiki sína í Lengjudeildinni, sigraði Fjölni í undanúrslitum umspilsins og svo Aftureldingu í úrslitaleiknum með laglegu marki Ikers Hernández Ezquerro. Langri bið Vestfirðinga eftir sæti í efstu deild var því lokið. grafík/gunnar tumi Í aðdraganda þessa langþráða tímabils Vestra í Bestu deildinni hefur umræðan að mestu snúið að aðstöðuleysinu á Ísafirði og nýjum heimavelli sem enginn veit hvenær verður tilbúinn. Fyrstu þrír leikir Vestra verða á útivelli og það gæti reynst dýrt ef liðið þarf að spila heimaleiki sína annars staðar en á Ísafirði. Eins og allir bjuggust við sneri Andri Rúnar Bjarnason aftur heim í vetur og sömu sögu er að segja af Pétri Bjarnasyni. Þeir munu leiða sóknarleik Vestra ásamt Vladimir Tufegdzic og Benedikt Warén. grafík/gunnar tumi Vestri varð fyrir miklu áfalli þegar besti leikmaður liðsins í fyrra, Gustav Kjeldsen, sleit hásin í vetur. Í hans stað fengu nýliðarnir annan danskan miðvörð, Jeppe Gertsen. Þá kom sænskur markvörður með flotta ferilskrá, William Eskelinen, og Eiður Aron Sigurbjörnsson bættist svo við á lokaspretti undirbúningstímabilsins. Vestramenn leggja því mikið í sölurnar til að halda sér uppi og möguleikar þeirra eru ágætir. Gengið á undirbúningstímabilinu hefur reyndar ekki verið merkilegt og Vestri vann ekki leik í Lengjubikarnum og skoraði bara þrjú mörk. Pétur Bjarnason er kominn aftur í Vestra.vísir/diego En Vestramenn eru nokkuð þéttan, en þó ekki breiðan, hóp og spila jafnan góðan varnarleik en ekkert lið fékk á sig færri mörk í Lengjudeildinni í fyrra. Nýliðum fylgir jafnan stemmning og hún gæti fleytt Ísfirðingum langt. En til þess að hún nýtist sem best þurfa þeir að komast sem fyrst á sinn heimavöll. Eins og Herbert Guðmundsson sagði í „Vestfjarðaóðri“ sínum ætlar Vestri að dvelja lengur hér, í deild þeirra bestu. Til að það gerist þarf margt að ganga upp en Ísfirðingar virðast vera nokkuð klárir í slaginn erfiða í sumar.
Besta-spáin 2024: Trú Rúnars Páls þarf að flytja fjöll Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 11:02
Besta-spáin 2024: Júmbósætið virðist frátekið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 09:01
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti