Um „slagsmálin“ í leik Utah og Houston: „Er ungt og leikur sér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. mars 2024 17:30 „Everybody was kung fu fighting. Those cats were fast as lightning,“ söng Carl Douglas á sínum tíma. Það átti ekki við hér. Tim Warner/Getty Images Leikur Houston Rockets og Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta er til umræðu í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Aðallega eru þó verið að ræða „slagsmálin“ sem orsökuðu að Kris Dunn og Jabari Smith Jr. voru báðir dæmdir í leikbann. Dunn fer í tveggja leikja bann en Jabari eins leikja. „Það eru tveir leikmenn, Kris Dunn og Jabari Smith, sem eru á leiðinni í tveggja leikja bann. Það er baráttuandi í þessu Houston-liði, þeir eru alveg tilbúnir að láta finna fyrir sér,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi á meðan myndefni úr leiknum byrjar að rúlla. The NBA has suspended Kris Dunn (2 games) and Jabari Smith Jr. (1 game) for their altercation during Saturday's Rockets-Jazz game pic.twitter.com/NC7QttqIdW— Bleacher Report (@BleacherReport) March 24, 2024 „Þetta er ungt og leikur sér,“ skýtur Sigurður Orri Kristjánsson inn í. Það á við í tilfelli Jabari Smith sem er aðeins tvítugur á meðan Dunn er þrítugur. „Þetta er ójafn leikur, Kris Dunn er ekki hávaxinn á meðan Jabari Smith er hausnum hærri eða hátt í það,“ sagði Tómas Steindórsson og bætti svo við að það væri ákveðin „þykkt“ í Dunn. „Það er hundur í Kris Dunn, hann er alltaf í einhverju. Búinn að harka, datt út úr deildinni og lætur finna fyrir sér. Svolítið aumt (e. weak) samt, 30 stigum undir í fyrri hálfleik,“ bætir Sigurður Orri við. Klippa: Lögmál leiksins um slagsmálin í leik Utah og Houston: Er ungt og leikur sér „Þeir taka dálítið þeytivinduna þegar þeir eru að slást þessir NBA-leikmenn. Eru svolítið hér,“ sagði Tómas og baðaði út höndunum eins og einstaklingur sem kann ekki að synda en er þó að gera sitt besta. Í kjölfarið átti sér stað umræða hvort menn væru að reyna slá til annarra leikmanna með olnboganum eða framhandleggnum því þeir vilja alls ekki ná höggi með hnefanum. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni sem og í þætti kvöldsins sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.00 í kvöld. Körfubolti Lögmál leiksins NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
„Það eru tveir leikmenn, Kris Dunn og Jabari Smith, sem eru á leiðinni í tveggja leikja bann. Það er baráttuandi í þessu Houston-liði, þeir eru alveg tilbúnir að láta finna fyrir sér,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi á meðan myndefni úr leiknum byrjar að rúlla. The NBA has suspended Kris Dunn (2 games) and Jabari Smith Jr. (1 game) for their altercation during Saturday's Rockets-Jazz game pic.twitter.com/NC7QttqIdW— Bleacher Report (@BleacherReport) March 24, 2024 „Þetta er ungt og leikur sér,“ skýtur Sigurður Orri Kristjánsson inn í. Það á við í tilfelli Jabari Smith sem er aðeins tvítugur á meðan Dunn er þrítugur. „Þetta er ójafn leikur, Kris Dunn er ekki hávaxinn á meðan Jabari Smith er hausnum hærri eða hátt í það,“ sagði Tómas Steindórsson og bætti svo við að það væri ákveðin „þykkt“ í Dunn. „Það er hundur í Kris Dunn, hann er alltaf í einhverju. Búinn að harka, datt út úr deildinni og lætur finna fyrir sér. Svolítið aumt (e. weak) samt, 30 stigum undir í fyrri hálfleik,“ bætir Sigurður Orri við. Klippa: Lögmál leiksins um slagsmálin í leik Utah og Houston: Er ungt og leikur sér „Þeir taka dálítið þeytivinduna þegar þeir eru að slást þessir NBA-leikmenn. Eru svolítið hér,“ sagði Tómas og baðaði út höndunum eins og einstaklingur sem kann ekki að synda en er þó að gera sitt besta. Í kjölfarið átti sér stað umræða hvort menn væru að reyna slá til annarra leikmanna með olnboganum eða framhandleggnum því þeir vilja alls ekki ná höggi með hnefanum. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni sem og í þætti kvöldsins sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.00 í kvöld.
Körfubolti Lögmál leiksins NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira